Viðskipti innlent

Fríverslun við Kína frá og með 1. júlí

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hvers kyns iðnaðarvarningur sem fluttur er beint til Íslands frá Kína verður tollfrjáls í júlí.
Hvers kyns iðnaðarvarningur sem fluttur er beint til Íslands frá Kína verður tollfrjáls í júlí. Nordicphotos/AFP
Samningur Íslands og Kína um fríverslun sem undirritaður var fyrir um einu ári tekur gildi 1. júlí næstkomandi.

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja í fréttapósti sínum komna staðfestingu á þessu frá stjórnvöldum. Samtökin hafa verið mjög fylgjandi gerð samningsins og telja að í honum felist veruleg tækifæri fyrir íslenska verslun.

„Með gildistöku samningsins falla niður tollar af öllum algengum iðnaðarvörum sem fluttar eru til landsins frá Kína,“ segir í umfjöllun SVÞ.

Hagræðið felist hins vegar fyrst og fremst í beinum innflutningi. Það þýði að varningurinn megi ekki áður hafa verið tollafgreiddur inn í eitthvert aðildarríkja Evrópusambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×