Fjöldi umsókna ræður endanlegri niðurstöðu Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. maí 2014 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í marslok þar sem kynntar voru áherslur í fyrirhugaðri niðurfærslu verðtryggðra húsnæðisskulda fólks. Fréttablaðið/Valli Gangi öll tæknivinnsla upp ætti að liggja fyrir í septembermánuði hvað hver fær í sinn hlut í niðurfærslu ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum húsnæðisskuldum. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunar ríkisstjórnarinnar. „Núna í sumar eru útreikningar í gangi og verið að smíða forrit og annað slíkt hjá Ríkisskattstjóra,“ segir Tryggvi Þór. Endanlegan útreikning sé svo hægt að framkvæma þegar allar upplýsingar liggi fyrir 1. september næstkomandi. „Ef allt gengur vel og með fyrirvara um tæknilega úrvinnslu þá ljúkum við þessu í september. Rammi pólitíkur og laga í tengslum við þetta er fullmótaður og ákveðinn.“ Tryggvi segir ekki úr vegi að reikna með því að gildar umsóknir verði á endanum milli 50 og 60 þúsund talsins. „Rétt eiga um 69 þúsund manns, en viðbúið er að umsóknirnar verði fleiri því sumir sem ekki eiga rétt sækja um og aðrir sem eru forvitnir um hvernig þetta virkar.“Tryggvi segir ágætt að gagnrýnendur finni ferlinu ekki annað til foráttu en að á vefinn skorti reiknivél sem áætli niðurstöðu niðurfellingar húsnæðisskulda hvers og eins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í nóvember í fyrra að hver og einn ætti með verulegri vissu að geta reiknað út áhrif fyrir sig. Nokkrum dögum síðar áréttaði þó Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, í viðtali við Viðskiptablaðið, að ekkert lægi fyrir um gerð slíkrar reiknivélar eða hvort hún liti yfirhöfuð dagsins ljós. Tryggvi segir liggja fyrir að 80 milljarða króna hámark hafi verið sett á kostnað við aðgerðina og því sé ekki vitað hver réttindin verði á endanum. Á vefnum séu hins vegar óopinberar reiknivélar þar sem fólk geti glöggvað sig á stöðunni. Endanlegur fjöldi umsækjenda geti hins vegar haft áhrif á niðurstöðu hvers og eins. „Þessi viðmiðunarvísitala verður ekki þekkt fyrr en við vitum nákvæmlega hvað margir sækja um og hvað hver hefur þegar fengið í niðurfellingar.“Umsóknir komnar á þriðja tug þúsundaRétt fyrir ellefu í gærmorgun höfðu 17 þúsund sótt um höfuðstólslækkun á vef Ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Laust fyrir tvö var talan komin í 19.700 og ljóst að umsóknir færu yfir 20 þúsundin í lok dags, um sólarhring eftir að umsóknarsíðan var opnuð.Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra hafði vefurinn um miðjan dag verið skoðaður 231 þúsund sinnum af 35.500 gestum í 76 löndum. Flestar umsóknir hafi samt verið frá einstaklingum búsettum á Íslandi eða 93 prósent. 1,6 prósent umsókna hafi svo komið frá Noregi, 0,8 frá Danmörku og 0,8 frá Bandaríkjunum.Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunarinnar, segir umferðina meiri en reiknað hafi verið með. Vefurinn hafi hins vegar staðist framar öllum vonum.Fjórtán manns svari svo í símann í þjónustuveri Ríkisskattstjóra og nái að sinna beiðnum um aðstoð þar. Þá sé tekið á móti fólki á skrifstofunni.„Eldra fólk hefur helst komið og fengið aðstoð við að sækja um. Ég held við getum því sagt að framkvæmdin hafi tekist frábærlega. Við erum mjög ánægð með hana,“ segir Tryggvi. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Gangi öll tæknivinnsla upp ætti að liggja fyrir í septembermánuði hvað hver fær í sinn hlut í niðurfærslu ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum húsnæðisskuldum. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunar ríkisstjórnarinnar. „Núna í sumar eru útreikningar í gangi og verið að smíða forrit og annað slíkt hjá Ríkisskattstjóra,“ segir Tryggvi Þór. Endanlegan útreikning sé svo hægt að framkvæma þegar allar upplýsingar liggi fyrir 1. september næstkomandi. „Ef allt gengur vel og með fyrirvara um tæknilega úrvinnslu þá ljúkum við þessu í september. Rammi pólitíkur og laga í tengslum við þetta er fullmótaður og ákveðinn.“ Tryggvi segir ekki úr vegi að reikna með því að gildar umsóknir verði á endanum milli 50 og 60 þúsund talsins. „Rétt eiga um 69 þúsund manns, en viðbúið er að umsóknirnar verði fleiri því sumir sem ekki eiga rétt sækja um og aðrir sem eru forvitnir um hvernig þetta virkar.“Tryggvi segir ágætt að gagnrýnendur finni ferlinu ekki annað til foráttu en að á vefinn skorti reiknivél sem áætli niðurstöðu niðurfellingar húsnæðisskulda hvers og eins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í nóvember í fyrra að hver og einn ætti með verulegri vissu að geta reiknað út áhrif fyrir sig. Nokkrum dögum síðar áréttaði þó Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, í viðtali við Viðskiptablaðið, að ekkert lægi fyrir um gerð slíkrar reiknivélar eða hvort hún liti yfirhöfuð dagsins ljós. Tryggvi segir liggja fyrir að 80 milljarða króna hámark hafi verið sett á kostnað við aðgerðina og því sé ekki vitað hver réttindin verði á endanum. Á vefnum séu hins vegar óopinberar reiknivélar þar sem fólk geti glöggvað sig á stöðunni. Endanlegur fjöldi umsækjenda geti hins vegar haft áhrif á niðurstöðu hvers og eins. „Þessi viðmiðunarvísitala verður ekki þekkt fyrr en við vitum nákvæmlega hvað margir sækja um og hvað hver hefur þegar fengið í niðurfellingar.“Umsóknir komnar á þriðja tug þúsundaRétt fyrir ellefu í gærmorgun höfðu 17 þúsund sótt um höfuðstólslækkun á vef Ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Laust fyrir tvö var talan komin í 19.700 og ljóst að umsóknir færu yfir 20 þúsundin í lok dags, um sólarhring eftir að umsóknarsíðan var opnuð.Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra hafði vefurinn um miðjan dag verið skoðaður 231 þúsund sinnum af 35.500 gestum í 76 löndum. Flestar umsóknir hafi samt verið frá einstaklingum búsettum á Íslandi eða 93 prósent. 1,6 prósent umsókna hafi svo komið frá Noregi, 0,8 frá Danmörku og 0,8 frá Bandaríkjunum.Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunarinnar, segir umferðina meiri en reiknað hafi verið með. Vefurinn hafi hins vegar staðist framar öllum vonum.Fjórtán manns svari svo í símann í þjónustuveri Ríkisskattstjóra og nái að sinna beiðnum um aðstoð þar. Þá sé tekið á móti fólki á skrifstofunni.„Eldra fólk hefur helst komið og fengið aðstoð við að sækja um. Ég held við getum því sagt að framkvæmdin hafi tekist frábærlega. Við erum mjög ánægð með hana,“ segir Tryggvi.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun