Fjöldi umsókna ræður endanlegri niðurstöðu Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. maí 2014 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í marslok þar sem kynntar voru áherslur í fyrirhugaðri niðurfærslu verðtryggðra húsnæðisskulda fólks. Fréttablaðið/Valli Gangi öll tæknivinnsla upp ætti að liggja fyrir í septembermánuði hvað hver fær í sinn hlut í niðurfærslu ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum húsnæðisskuldum. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunar ríkisstjórnarinnar. „Núna í sumar eru útreikningar í gangi og verið að smíða forrit og annað slíkt hjá Ríkisskattstjóra,“ segir Tryggvi Þór. Endanlegan útreikning sé svo hægt að framkvæma þegar allar upplýsingar liggi fyrir 1. september næstkomandi. „Ef allt gengur vel og með fyrirvara um tæknilega úrvinnslu þá ljúkum við þessu í september. Rammi pólitíkur og laga í tengslum við þetta er fullmótaður og ákveðinn.“ Tryggvi segir ekki úr vegi að reikna með því að gildar umsóknir verði á endanum milli 50 og 60 þúsund talsins. „Rétt eiga um 69 þúsund manns, en viðbúið er að umsóknirnar verði fleiri því sumir sem ekki eiga rétt sækja um og aðrir sem eru forvitnir um hvernig þetta virkar.“Tryggvi segir ágætt að gagnrýnendur finni ferlinu ekki annað til foráttu en að á vefinn skorti reiknivél sem áætli niðurstöðu niðurfellingar húsnæðisskulda hvers og eins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í nóvember í fyrra að hver og einn ætti með verulegri vissu að geta reiknað út áhrif fyrir sig. Nokkrum dögum síðar áréttaði þó Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, í viðtali við Viðskiptablaðið, að ekkert lægi fyrir um gerð slíkrar reiknivélar eða hvort hún liti yfirhöfuð dagsins ljós. Tryggvi segir liggja fyrir að 80 milljarða króna hámark hafi verið sett á kostnað við aðgerðina og því sé ekki vitað hver réttindin verði á endanum. Á vefnum séu hins vegar óopinberar reiknivélar þar sem fólk geti glöggvað sig á stöðunni. Endanlegur fjöldi umsækjenda geti hins vegar haft áhrif á niðurstöðu hvers og eins. „Þessi viðmiðunarvísitala verður ekki þekkt fyrr en við vitum nákvæmlega hvað margir sækja um og hvað hver hefur þegar fengið í niðurfellingar.“Umsóknir komnar á þriðja tug þúsundaRétt fyrir ellefu í gærmorgun höfðu 17 þúsund sótt um höfuðstólslækkun á vef Ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Laust fyrir tvö var talan komin í 19.700 og ljóst að umsóknir færu yfir 20 þúsundin í lok dags, um sólarhring eftir að umsóknarsíðan var opnuð.Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra hafði vefurinn um miðjan dag verið skoðaður 231 þúsund sinnum af 35.500 gestum í 76 löndum. Flestar umsóknir hafi samt verið frá einstaklingum búsettum á Íslandi eða 93 prósent. 1,6 prósent umsókna hafi svo komið frá Noregi, 0,8 frá Danmörku og 0,8 frá Bandaríkjunum.Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunarinnar, segir umferðina meiri en reiknað hafi verið með. Vefurinn hafi hins vegar staðist framar öllum vonum.Fjórtán manns svari svo í símann í þjónustuveri Ríkisskattstjóra og nái að sinna beiðnum um aðstoð þar. Þá sé tekið á móti fólki á skrifstofunni.„Eldra fólk hefur helst komið og fengið aðstoð við að sækja um. Ég held við getum því sagt að framkvæmdin hafi tekist frábærlega. Við erum mjög ánægð með hana,“ segir Tryggvi. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gangi öll tæknivinnsla upp ætti að liggja fyrir í septembermánuði hvað hver fær í sinn hlut í niðurfærslu ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum húsnæðisskuldum. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunar ríkisstjórnarinnar. „Núna í sumar eru útreikningar í gangi og verið að smíða forrit og annað slíkt hjá Ríkisskattstjóra,“ segir Tryggvi Þór. Endanlegan útreikning sé svo hægt að framkvæma þegar allar upplýsingar liggi fyrir 1. september næstkomandi. „Ef allt gengur vel og með fyrirvara um tæknilega úrvinnslu þá ljúkum við þessu í september. Rammi pólitíkur og laga í tengslum við þetta er fullmótaður og ákveðinn.“ Tryggvi segir ekki úr vegi að reikna með því að gildar umsóknir verði á endanum milli 50 og 60 þúsund talsins. „Rétt eiga um 69 þúsund manns, en viðbúið er að umsóknirnar verði fleiri því sumir sem ekki eiga rétt sækja um og aðrir sem eru forvitnir um hvernig þetta virkar.“Tryggvi segir ágætt að gagnrýnendur finni ferlinu ekki annað til foráttu en að á vefinn skorti reiknivél sem áætli niðurstöðu niðurfellingar húsnæðisskulda hvers og eins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í nóvember í fyrra að hver og einn ætti með verulegri vissu að geta reiknað út áhrif fyrir sig. Nokkrum dögum síðar áréttaði þó Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, í viðtali við Viðskiptablaðið, að ekkert lægi fyrir um gerð slíkrar reiknivélar eða hvort hún liti yfirhöfuð dagsins ljós. Tryggvi segir liggja fyrir að 80 milljarða króna hámark hafi verið sett á kostnað við aðgerðina og því sé ekki vitað hver réttindin verði á endanum. Á vefnum séu hins vegar óopinberar reiknivélar þar sem fólk geti glöggvað sig á stöðunni. Endanlegur fjöldi umsækjenda geti hins vegar haft áhrif á niðurstöðu hvers og eins. „Þessi viðmiðunarvísitala verður ekki þekkt fyrr en við vitum nákvæmlega hvað margir sækja um og hvað hver hefur þegar fengið í niðurfellingar.“Umsóknir komnar á þriðja tug þúsundaRétt fyrir ellefu í gærmorgun höfðu 17 þúsund sótt um höfuðstólslækkun á vef Ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Laust fyrir tvö var talan komin í 19.700 og ljóst að umsóknir færu yfir 20 þúsundin í lok dags, um sólarhring eftir að umsóknarsíðan var opnuð.Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra hafði vefurinn um miðjan dag verið skoðaður 231 þúsund sinnum af 35.500 gestum í 76 löndum. Flestar umsóknir hafi samt verið frá einstaklingum búsettum á Íslandi eða 93 prósent. 1,6 prósent umsókna hafi svo komið frá Noregi, 0,8 frá Danmörku og 0,8 frá Bandaríkjunum.Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunarinnar, segir umferðina meiri en reiknað hafi verið með. Vefurinn hafi hins vegar staðist framar öllum vonum.Fjórtán manns svari svo í símann í þjónustuveri Ríkisskattstjóra og nái að sinna beiðnum um aðstoð þar. Þá sé tekið á móti fólki á skrifstofunni.„Eldra fólk hefur helst komið og fengið aðstoð við að sækja um. Ég held við getum því sagt að framkvæmdin hafi tekist frábærlega. Við erum mjög ánægð með hana,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira