Stór dagur fyrir heimilin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 19. maí 2014 07:00 Í gær var opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána vegna óvænts verðbólguskots áranna í kringum efnahagshrunið. Það er í samræmi við þau loforð sem Framsóknarflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta er stór dagur fyrir landsmenn en um 100 þúsund heimili geta nýtt sér þau skuldalækkunarúrræði sem nú standa til boða. Þar með er ljóst að ríkisstjórnin hefur staðið við það loforð sitt að setja fólkið í landinu í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn sem yfir heimilin dundi við fall bankakerfisins, þegar hagvöxtur, kaupmáttur, atvinnuleysi og verðbólga fóru öll úr böndunum á sama tíma. Slíkt hefur ekki gerst áður í sama mæli í fyrri efnahagsþrengingum þjóðarinnar. Skuldaleiðréttingin er réttlætisaðgerð en líka efnahagsleg aðgerð sem hefur, síðan hún kom fram í nóvember, hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum sem horft er til í alþjóðlegu viðskiptalífi, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og lánshæfismatsfyrirtækjum, sem hafa hækkað lánshæfismat Íslands í kjölfarið. Mikilvægast er þó að aðgerðirnar munu hafa mikil og jákvæð áhrif á skuldastöðu heimila í landinu og veita þannig heimilunum og þar með samfélaginu öllu öfluga viðspyrnu. Samhliða þessum aðgerðum er unnið að mikilvægum breytingum á húsnæðislánakerfi landsmanna eins og félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti fyrir skömmu. Breytingarnar eru m.a. til þess ætlaðar að bæta stöðu og kjör leigjenda og húsnæðissamvinnufélaga. Ríkisstjórnin hefur einnig samþykkt áætlun um framhald vinnu við afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum. Á undanförnu ári hefur efnahagur landsins batnað til mikilla muna. 4.000 ný störf hafa orðið til, hagvöxtur er meiri en hann hefur verið í fjölmörg ár, verðbólga er með allra minnsta móti og kaupmáttur eykst hraðar en í nokkru öðru Evrópulandi. Á aðeins einu ári hafa þar náðst gríðarlega mikilvægir áfangar í því þríþætta markmiði ríkisstjórnarinnar að vinna bug á tjóni fortíðar, koma í veg fyrir að slík áföll endurtaki sig og bæta kjör á Íslandi. Við getum því horft bjartsýn fram á veginn í aðdraganda 70 ára afmælis lýðveldisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í gær var opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána vegna óvænts verðbólguskots áranna í kringum efnahagshrunið. Það er í samræmi við þau loforð sem Framsóknarflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta er stór dagur fyrir landsmenn en um 100 þúsund heimili geta nýtt sér þau skuldalækkunarúrræði sem nú standa til boða. Þar með er ljóst að ríkisstjórnin hefur staðið við það loforð sitt að setja fólkið í landinu í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn sem yfir heimilin dundi við fall bankakerfisins, þegar hagvöxtur, kaupmáttur, atvinnuleysi og verðbólga fóru öll úr böndunum á sama tíma. Slíkt hefur ekki gerst áður í sama mæli í fyrri efnahagsþrengingum þjóðarinnar. Skuldaleiðréttingin er réttlætisaðgerð en líka efnahagsleg aðgerð sem hefur, síðan hún kom fram í nóvember, hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum sem horft er til í alþjóðlegu viðskiptalífi, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og lánshæfismatsfyrirtækjum, sem hafa hækkað lánshæfismat Íslands í kjölfarið. Mikilvægast er þó að aðgerðirnar munu hafa mikil og jákvæð áhrif á skuldastöðu heimila í landinu og veita þannig heimilunum og þar með samfélaginu öllu öfluga viðspyrnu. Samhliða þessum aðgerðum er unnið að mikilvægum breytingum á húsnæðislánakerfi landsmanna eins og félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti fyrir skömmu. Breytingarnar eru m.a. til þess ætlaðar að bæta stöðu og kjör leigjenda og húsnæðissamvinnufélaga. Ríkisstjórnin hefur einnig samþykkt áætlun um framhald vinnu við afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum. Á undanförnu ári hefur efnahagur landsins batnað til mikilla muna. 4.000 ný störf hafa orðið til, hagvöxtur er meiri en hann hefur verið í fjölmörg ár, verðbólga er með allra minnsta móti og kaupmáttur eykst hraðar en í nokkru öðru Evrópulandi. Á aðeins einu ári hafa þar náðst gríðarlega mikilvægir áfangar í því þríþætta markmiði ríkisstjórnarinnar að vinna bug á tjóni fortíðar, koma í veg fyrir að slík áföll endurtaki sig og bæta kjör á Íslandi. Við getum því horft bjartsýn fram á veginn í aðdraganda 70 ára afmælis lýðveldisins.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar