Ekki er allt sem sýnist Halldór Halldórsson skrifar 16. maí 2014 07:00 Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að benda á sem flestar hliðar mála svo íbúar hafi sem bestar upplýsingar til að draga sínar ályktanir. Rekstur í öllum bæjarfélögum er grunnurinn undir þann möguleika að veita góða þjónustu og fara vel með skattfé borgaranna. Ekki fyrir löngu var ársreikningur Reykjavíkurborgar kynntur. Grundvallaratriði við lestur ársreiknings eins og Reykjavíkurborgar er að finna hverju reksturinn skilar í peningum þegar upp er staðið. Það er gert í gegnum hugtakið veltufé frá rekstri en ekki rekstrarreikning. Af hverju? Vegna þess að í rekstrarreikningi eru margar svokallaðar reiknaðar stærðir eins og afskriftir, reiknaðar lífeyrisskuldbindingar o.fl. sem annaðhvort ekki þarf að borga með peningum strax eða búa ekki til peninga strax. Það er staðreynd að veltufé frá rekstri minnkar í tíð núverandi meirihluta. Á þetta er bent í endurskoðunarskýrslu. Þrátt fyrir rekstrarafgang 2013 koma færri krónur út úr rekstrinum en árið 2012 þegar borgarsjóður er rekinn með halla. Er það ekki skrýtið? Hagnaður af rekstri en samt minna fjármagn en í hallarekstri hljómar undarlega en þannig er það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt súlurit yfir þessa þróun sem sýnir að peningar frá rekstri eru 8,6% árið 2013 en voru 9,8% árið 2012. Reksturinn versnar. Reyndar hefur aðalgagnrýni okkar í Sjálfstæðisflokknum verið á reksturinn og að hann skili minna fjármagni þrátt fyrir rekstrarafgang. En skoðum aðeins ársreikning vegna niðurgreiðslu skulda upp á 35 milljarða árið 2013. Þá kemur í ljós að 18,5 milljarðar eru vegna gengishagnaðar erlendra lána. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar voru seldar fyrir 5,1 milljarð. Hvert flutti Orkuveitan aftur? Jú alveg rétt hún leigir húsnæðið af kaupanda. Þegar við tökum þessar tölur frá er skuldalækkun 11,4 milljarðar. Gengið getur breyst aftur og skuldir geta hækkað rétt eins og lækkað og þess vegna rétt að halda til haga þeim tölum sem skuldir hafa raunverulega lækkað um. Svo má nefna að Perlan var seld í árslok 2012 fyrir einn milljarð. Kaupandi var Reykjavíkurborg. Hver á Orkuveituna? Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Halldór Halldórsson Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að benda á sem flestar hliðar mála svo íbúar hafi sem bestar upplýsingar til að draga sínar ályktanir. Rekstur í öllum bæjarfélögum er grunnurinn undir þann möguleika að veita góða þjónustu og fara vel með skattfé borgaranna. Ekki fyrir löngu var ársreikningur Reykjavíkurborgar kynntur. Grundvallaratriði við lestur ársreiknings eins og Reykjavíkurborgar er að finna hverju reksturinn skilar í peningum þegar upp er staðið. Það er gert í gegnum hugtakið veltufé frá rekstri en ekki rekstrarreikning. Af hverju? Vegna þess að í rekstrarreikningi eru margar svokallaðar reiknaðar stærðir eins og afskriftir, reiknaðar lífeyrisskuldbindingar o.fl. sem annaðhvort ekki þarf að borga með peningum strax eða búa ekki til peninga strax. Það er staðreynd að veltufé frá rekstri minnkar í tíð núverandi meirihluta. Á þetta er bent í endurskoðunarskýrslu. Þrátt fyrir rekstrarafgang 2013 koma færri krónur út úr rekstrinum en árið 2012 þegar borgarsjóður er rekinn með halla. Er það ekki skrýtið? Hagnaður af rekstri en samt minna fjármagn en í hallarekstri hljómar undarlega en þannig er það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt súlurit yfir þessa þróun sem sýnir að peningar frá rekstri eru 8,6% árið 2013 en voru 9,8% árið 2012. Reksturinn versnar. Reyndar hefur aðalgagnrýni okkar í Sjálfstæðisflokknum verið á reksturinn og að hann skili minna fjármagni þrátt fyrir rekstrarafgang. En skoðum aðeins ársreikning vegna niðurgreiðslu skulda upp á 35 milljarða árið 2013. Þá kemur í ljós að 18,5 milljarðar eru vegna gengishagnaðar erlendra lána. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar voru seldar fyrir 5,1 milljarð. Hvert flutti Orkuveitan aftur? Jú alveg rétt hún leigir húsnæðið af kaupanda. Þegar við tökum þessar tölur frá er skuldalækkun 11,4 milljarðar. Gengið getur breyst aftur og skuldir geta hækkað rétt eins og lækkað og þess vegna rétt að halda til haga þeim tölum sem skuldir hafa raunverulega lækkað um. Svo má nefna að Perlan var seld í árslok 2012 fyrir einn milljarð. Kaupandi var Reykjavíkurborg. Hver á Orkuveituna? Reykjavíkurborg.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun