Er hægt að vera á móti? Árni Páll Árnason skrifar 15. maí 2014 07:00 Í þremur greinum hér í Fréttablaðinu hef ég rakið helstu ágalla á skuldafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Höfuðágallinn er óréttlætið. Aðgerðin nær ekki með sambærilegum hætti til fólks í sambærilegri stöðu og engin tilraun er gerð til að greina þann hóp sem er í vanda og hefur mátt þola að skuldir hafa hækkað meira en húsnæði. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilja frá þá sem hafa hagnast á fasteignakaupum sínum á undanförnum áratugum, hafa því ekkert tjón liðið og hafa mjög lítinn húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að nýta almannafé til að lækka skuldir auðugasta fólks landsins. Af hverju má ekki setja tekju- og eignamörk á aðgerðina? Skuldaleiðréttingin nær ekki til mikils fjölda fólks sem er með verðtryggð lán og verðtryggðan húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt og órökstutt að leigjendur og búseturéttarhafar séu með sérstöku ákvæði undanþegnir leiðréttingu. Það er auðvelt að koma til móts við þá sem leigja hjá lokuðum leigufélögum og eigendur búseturéttar. Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækkun og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfellingu. Við munum líka leggja til að einstaklingar með skuldlausa eign yfir 20 milljónum og hjón með skuldlausa eign yfir 30 milljónum króna fái ekki skuldaniðurfellingu. Þessi afar hóflega takmörkun aðgerðarinnar í réttlætisátt dugar til að fjármagna sambærilega úrlausn fyrir leigufélög og húsnæðissamvinnufélög. Þá munu Félagsstofnun stúdenta og hússjóður Öryrkjabandalagsins geta lækkað leigu til sinna leigjenda, til samræmis við leiðréttinguna sem þeir fá sem búa í eigin húsnæði. Þá geta búseturéttarhafar í Búseta og Búmönnum fengið sömu úrlausn og aðrir. Þessar breytingar mundu gera aðgerðirnar réttlátari og sanngjarnari. Er hægt að vera á móti þeim? Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að svara þeirri spurningu á Alþingi í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í þremur greinum hér í Fréttablaðinu hef ég rakið helstu ágalla á skuldafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Höfuðágallinn er óréttlætið. Aðgerðin nær ekki með sambærilegum hætti til fólks í sambærilegri stöðu og engin tilraun er gerð til að greina þann hóp sem er í vanda og hefur mátt þola að skuldir hafa hækkað meira en húsnæði. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilja frá þá sem hafa hagnast á fasteignakaupum sínum á undanförnum áratugum, hafa því ekkert tjón liðið og hafa mjög lítinn húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að nýta almannafé til að lækka skuldir auðugasta fólks landsins. Af hverju má ekki setja tekju- og eignamörk á aðgerðina? Skuldaleiðréttingin nær ekki til mikils fjölda fólks sem er með verðtryggð lán og verðtryggðan húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt og órökstutt að leigjendur og búseturéttarhafar séu með sérstöku ákvæði undanþegnir leiðréttingu. Það er auðvelt að koma til móts við þá sem leigja hjá lokuðum leigufélögum og eigendur búseturéttar. Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækkun og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfellingu. Við munum líka leggja til að einstaklingar með skuldlausa eign yfir 20 milljónum og hjón með skuldlausa eign yfir 30 milljónum króna fái ekki skuldaniðurfellingu. Þessi afar hóflega takmörkun aðgerðarinnar í réttlætisátt dugar til að fjármagna sambærilega úrlausn fyrir leigufélög og húsnæðissamvinnufélög. Þá munu Félagsstofnun stúdenta og hússjóður Öryrkjabandalagsins geta lækkað leigu til sinna leigjenda, til samræmis við leiðréttinguna sem þeir fá sem búa í eigin húsnæði. Þá geta búseturéttarhafar í Búseta og Búmönnum fengið sömu úrlausn og aðrir. Þessar breytingar mundu gera aðgerðirnar réttlátari og sanngjarnari. Er hægt að vera á móti þeim? Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að svara þeirri spurningu á Alþingi í vikunni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar