Grundvallarniðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna eru rangar Árni H. Kristjánsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Eins og kunnugt er tók Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna ófrjálsri hendi texta úr bók minni Hugsjónir, fjármál og pólitík. Saga Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í sjötíu og sjö ár. Vegna þessa sökkti ég mér niður í skýrsluna og rak þá augun í að grundvallarniðurstöður nefndarinnar eru rangar. Sú niðurstaða byggir meðal annars á ítarlegri rannsóknarvinnu minni við ritun bókar minnar sem Sögufélag gaf út fyrir síðustu jól. Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar fer tvennum sögum af heildarkostnaði sem þegar hafi fallið til vegna erfiðleika og falls þeirra. Í bindi 1, bls. 31, segir að kostnaðurinn sé tæplega 35 milljarðar króna. Í sama bindi á bls. 44 segir að kostnaðurinn sé rúmlega 33 milljarðar króna. Þetta misræmi í einni af grundvallarniðurstöðum skýrslunnar er sérkennilegt að sjá og ekki til þess fallið að vekja traust á skýrslunni. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurstöðu að fall sparisjóðanna muni kosta skattgreiðendur allt að 300 milljarða króna – tala sem slegið hefur verið upp í fjölmiðlum eftir að skýrslan var kynnt. Til grundvallar þessari niðurstöðu nefndarinnar er fyrrnefndur kostnaður sem þegar hefur fallið til og 215 milljarða króna krafa Seðlabanka Íslands í þrotabú Sparisjóðabankans (SPB/Icebank; hér eftir SPB), eins og greint er frá í bindi 1, bls. 44.Notaður sem milliliður Eitt lykilatriði verður að vera á hreinu: Kröfugerð Seðlabankans upp á 215 milljarða króna er sparisjóðunum með öllu óviðkomandi og niðurstaða rannsóknarnefndarinnar því röng. Seðlabankinn veitti lánin að formi til SPB sem endurlánaði þau til viðskiptabankanna þriggja í aðdraganda hrunsins. Seðlabankanum var ekki heimilt að lána bönkunum beint samkvæmt lögum og eigin reglum nema sem „neyðarlán“. Þegar lánin voru veitt voru aðeins fáir sparisjóðir í hópi eigenda SPB sem hafði þá reyndar skipt um nafn og hét Icebank. Aðrir aðilar áttu þá verulegan hlut í bankanum eða 30–40%. Staðreyndir málsins voru þáverandi stjórnendum Seðlabankans að sjálfsögðu ljósar enda var eigið fé SPB ekki nema lítið brot af lánsfjárhæðunum. Öllum hlutaðeigendum var auðvitað fullkunnugt um að lánin voru ekki til nota fyrir SPB og að sparisjóðirnir fengu enga hlutdeild í þeim. SPB var einfaldlega notaður sem milliliður í fálmkenndum tilraunum Seðlabankans til að bjarga viðskiptabönkunum þremur.„Gjaldþrot“ Seðlabankans Fall sparisjóðanna hefur því ekkert með uppgjör Seðlabankans og slitastjórnar SPB að gera. Það er furðulegt, að rannsóknarnefnd á vegum Alþingis, sem hafði mjög rúman tíma og gríðarlegt fjármagn til ráðstöfunar, skuli komast að svo rangri niðurstöðu. Málið allt gefur hins vegar tilefni til að spyrja hvers vegna hefur aðkoma Seðlabanka Íslands að þessu máli og „gjaldþrot“ hans ekki verið rannsakað? Kostnaður sem „þegar hefur fallið til“ vegna erfiðleika og falls sparisjóðanna, 33 eða 35 milljarðar króna eftir því hvar er stungið niður í skýrslunni, er að langmestu leyti tilkominn vegna sparisjóðsins í Keflavík og umdeildra aðgerða ríkisvaldsins til að halda honum á lífi. Þetta hefði auðvitað átt að koma fram með skýrum hætti í niðurstöðukafla skýrslunnar. Við þetta má bæta sem dæmi um afleit vinnubrögð að talan 215 milljarðar króna, sem nefndin telur svo ranglega til tjóns vegna sparisjóðanna, er einnig röng. Til frádráttar hefði nefnilega átt að telja lögfræðikostnað, dráttarvexti, andvirði veða, endurgjald samkvæmt kröfulýsingu og andvirði eigna, samtals hvorki meira né minna en um 125 milljarðar króna. Það er mjög bagalegt að grundvallarniðurstöður nefndarinnar skuli vera svo rangar sem raun ber vitni. Það er því hægt að fullyrða að þessi kostnaðarsama „rannsóknarvinna“ nefndarinnar dragi upp rammskakka mynd af stöðu sparisjóða í kjölfar hrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er tók Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna ófrjálsri hendi texta úr bók minni Hugsjónir, fjármál og pólitík. Saga Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í sjötíu og sjö ár. Vegna þessa sökkti ég mér niður í skýrsluna og rak þá augun í að grundvallarniðurstöður nefndarinnar eru rangar. Sú niðurstaða byggir meðal annars á ítarlegri rannsóknarvinnu minni við ritun bókar minnar sem Sögufélag gaf út fyrir síðustu jól. Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar fer tvennum sögum af heildarkostnaði sem þegar hafi fallið til vegna erfiðleika og falls þeirra. Í bindi 1, bls. 31, segir að kostnaðurinn sé tæplega 35 milljarðar króna. Í sama bindi á bls. 44 segir að kostnaðurinn sé rúmlega 33 milljarðar króna. Þetta misræmi í einni af grundvallarniðurstöðum skýrslunnar er sérkennilegt að sjá og ekki til þess fallið að vekja traust á skýrslunni. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurstöðu að fall sparisjóðanna muni kosta skattgreiðendur allt að 300 milljarða króna – tala sem slegið hefur verið upp í fjölmiðlum eftir að skýrslan var kynnt. Til grundvallar þessari niðurstöðu nefndarinnar er fyrrnefndur kostnaður sem þegar hefur fallið til og 215 milljarða króna krafa Seðlabanka Íslands í þrotabú Sparisjóðabankans (SPB/Icebank; hér eftir SPB), eins og greint er frá í bindi 1, bls. 44.Notaður sem milliliður Eitt lykilatriði verður að vera á hreinu: Kröfugerð Seðlabankans upp á 215 milljarða króna er sparisjóðunum með öllu óviðkomandi og niðurstaða rannsóknarnefndarinnar því röng. Seðlabankinn veitti lánin að formi til SPB sem endurlánaði þau til viðskiptabankanna þriggja í aðdraganda hrunsins. Seðlabankanum var ekki heimilt að lána bönkunum beint samkvæmt lögum og eigin reglum nema sem „neyðarlán“. Þegar lánin voru veitt voru aðeins fáir sparisjóðir í hópi eigenda SPB sem hafði þá reyndar skipt um nafn og hét Icebank. Aðrir aðilar áttu þá verulegan hlut í bankanum eða 30–40%. Staðreyndir málsins voru þáverandi stjórnendum Seðlabankans að sjálfsögðu ljósar enda var eigið fé SPB ekki nema lítið brot af lánsfjárhæðunum. Öllum hlutaðeigendum var auðvitað fullkunnugt um að lánin voru ekki til nota fyrir SPB og að sparisjóðirnir fengu enga hlutdeild í þeim. SPB var einfaldlega notaður sem milliliður í fálmkenndum tilraunum Seðlabankans til að bjarga viðskiptabönkunum þremur.„Gjaldþrot“ Seðlabankans Fall sparisjóðanna hefur því ekkert með uppgjör Seðlabankans og slitastjórnar SPB að gera. Það er furðulegt, að rannsóknarnefnd á vegum Alþingis, sem hafði mjög rúman tíma og gríðarlegt fjármagn til ráðstöfunar, skuli komast að svo rangri niðurstöðu. Málið allt gefur hins vegar tilefni til að spyrja hvers vegna hefur aðkoma Seðlabanka Íslands að þessu máli og „gjaldþrot“ hans ekki verið rannsakað? Kostnaður sem „þegar hefur fallið til“ vegna erfiðleika og falls sparisjóðanna, 33 eða 35 milljarðar króna eftir því hvar er stungið niður í skýrslunni, er að langmestu leyti tilkominn vegna sparisjóðsins í Keflavík og umdeildra aðgerða ríkisvaldsins til að halda honum á lífi. Þetta hefði auðvitað átt að koma fram með skýrum hætti í niðurstöðukafla skýrslunnar. Við þetta má bæta sem dæmi um afleit vinnubrögð að talan 215 milljarðar króna, sem nefndin telur svo ranglega til tjóns vegna sparisjóðanna, er einnig röng. Til frádráttar hefði nefnilega átt að telja lögfræðikostnað, dráttarvexti, andvirði veða, endurgjald samkvæmt kröfulýsingu og andvirði eigna, samtals hvorki meira né minna en um 125 milljarðar króna. Það er mjög bagalegt að grundvallarniðurstöður nefndarinnar skuli vera svo rangar sem raun ber vitni. Það er því hægt að fullyrða að þessi kostnaðarsama „rannsóknarvinna“ nefndarinnar dragi upp rammskakka mynd af stöðu sparisjóða í kjölfar hrunsins.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar