Miðað við höfðatölu Mikael Torfason skrifar 5. maí 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar