Verðtryggingarstjórn Sigmundar Davíðs Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 30. apríl 2014 07:00 „Eftir kosningar tekur við framsóknarstjórn eða verðtryggingarstjórn.“ Þetta var boðskapur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þann 22. apríl 2013. Í kosningaáróðri Framsóknarflokksins var hamrað á því að verðtryggingin yrði afnumin. Nú, einu ári síðar, er ljóst að framsóknarstjórn Sigmundar Davíðs er verðtryggingarstjórn, enda hafa engin þingmál verið lögð fram um afnám verðtryggingar. Og það sem meira er, verðtryggingin hefur fest sig í sessi á íslenskum lánamarkaði. Frá hruni og fram að framsóknarstjórn Sigmundar minnkaði vægi verðtryggðra lána sem hlutfall af nýjum lánum, en nú hefur þetta snúist við. Verðtryggingin er að festa sig í sessi á nýjan leik. Ekki er að sjá að þessi þróun valdi Framsóknarflokknum áhyggjum. Sigmundur Davíð skipaði vissulega nefnd um málið. Niðurstaða nefndarinnar var í grunninn sú að kosningaloforð Framsóknarflokksins væru þjóðhættuleg, ógnun við fjármálastöðugleika og nánast óframkvæmanleg. Það eina sem nefndin taldi sig geta lagt til var að banna verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára sem nýtast helst tekjulágum og ungu fólki. Niðurstaðan er í samræmi við skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á kjörum þeirra tekjulægri, en verður að teljast lélegt fyrsta útspil í umræðu um afnám verðtryggingar. Skuldalækkunarfrumvörp Sigmundar Davíðs hafa almennt valdið miklum vonbrigðum, ekki síst hjá fyrrverandi kjósendum Framsóknarflokksins. Einungis 40% kjósenda flokksins eru ánægð með árangurinn. Það vekur athygli að engin tilraun er gerð til að tengja saman skuldalækkun og minna vægi verðtryggingar. Aðgerðirnar geta einnig valdið aukinni verðbólgu og hækkandi húsnæðisverði. Það eru vondar fréttir fyrir verst stöddu skuldarana, sem litla sem enga lækkun fá, og ungt fólk sem þarf að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Leiga er alla jafna verðtryggð, en á þeim vanda hefur Sigmundur engan áhuga. Sigmundur Davíð taldi fyrir ári síðan að lítið mál væri að afnema verðtryggingu. Nú er hann í forsvari fyrir verðtryggingarstjórn. Stjórn sem ætlar í tugmilljarða aðgerðir sem gagnast ekki heimilum í greiðsluvanda, leigjendum og skuldurum námslána, þvert á móti munu byrðar þeirra líklega aukast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
„Eftir kosningar tekur við framsóknarstjórn eða verðtryggingarstjórn.“ Þetta var boðskapur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þann 22. apríl 2013. Í kosningaáróðri Framsóknarflokksins var hamrað á því að verðtryggingin yrði afnumin. Nú, einu ári síðar, er ljóst að framsóknarstjórn Sigmundar Davíðs er verðtryggingarstjórn, enda hafa engin þingmál verið lögð fram um afnám verðtryggingar. Og það sem meira er, verðtryggingin hefur fest sig í sessi á íslenskum lánamarkaði. Frá hruni og fram að framsóknarstjórn Sigmundar minnkaði vægi verðtryggðra lána sem hlutfall af nýjum lánum, en nú hefur þetta snúist við. Verðtryggingin er að festa sig í sessi á nýjan leik. Ekki er að sjá að þessi þróun valdi Framsóknarflokknum áhyggjum. Sigmundur Davíð skipaði vissulega nefnd um málið. Niðurstaða nefndarinnar var í grunninn sú að kosningaloforð Framsóknarflokksins væru þjóðhættuleg, ógnun við fjármálastöðugleika og nánast óframkvæmanleg. Það eina sem nefndin taldi sig geta lagt til var að banna verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára sem nýtast helst tekjulágum og ungu fólki. Niðurstaðan er í samræmi við skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á kjörum þeirra tekjulægri, en verður að teljast lélegt fyrsta útspil í umræðu um afnám verðtryggingar. Skuldalækkunarfrumvörp Sigmundar Davíðs hafa almennt valdið miklum vonbrigðum, ekki síst hjá fyrrverandi kjósendum Framsóknarflokksins. Einungis 40% kjósenda flokksins eru ánægð með árangurinn. Það vekur athygli að engin tilraun er gerð til að tengja saman skuldalækkun og minna vægi verðtryggingar. Aðgerðirnar geta einnig valdið aukinni verðbólgu og hækkandi húsnæðisverði. Það eru vondar fréttir fyrir verst stöddu skuldarana, sem litla sem enga lækkun fá, og ungt fólk sem þarf að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Leiga er alla jafna verðtryggð, en á þeim vanda hefur Sigmundur engan áhuga. Sigmundur Davíð taldi fyrir ári síðan að lítið mál væri að afnema verðtryggingu. Nú er hann í forsvari fyrir verðtryggingarstjórn. Stjórn sem ætlar í tugmilljarða aðgerðir sem gagnast ekki heimilum í greiðsluvanda, leigjendum og skuldurum námslána, þvert á móti munu byrðar þeirra líklega aukast.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar