Hagur barns er hagur samfélagsins Ragnhildur Helgadóttir skrifar 23. apríl 2014 07:00 Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur sem rufu þögnina og sögðu frá einelti kennara þurfa nú að sæta ofsóknum frá bæjarbúum. Hópur Grindvíkinga hefur birt undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við kennarann sem beitti ofbeldinu. Þetta er að gerast þrátt fyrir að staðfest hafi verið að um einelti hafi verið að ræða. Það er sorglegra en tárum taki að verða vitni að því hvað fólk er fljótt að bregðast til varnar fyrir ofbeldismenn og gera lítið úr vitnisburði þolenda. Ábyrgð og skömm þeirra sem taka upp svona undirskriftasöfnun til stuðnings geranda er mikil og ótrúlegt að fólk skuli með þessu niðurlægja og auka á þjáningar þeirra sem brotið hefur verið á. Viðbrögð skólastjórnenda eru á sama veg og svo virðist sem stjórnendur vilji ekki trúa þessu upp á kennarann, finnst einfaldara að finna að börnunum sem urðu fyrir ofbeldinu og foreldrum þeirra sem reyna að berjast fyrir réttlæti þeim til handa. Hlutverkin hafa skyndilega snúist við og ofbeldismanneskjan komin í stöðu fórnarlambs og börnin orðin að vandamáli. Á sama tíma er enginn stuðningur við börnin sem eru hin raunveruleg fórnarlömb, hvorki frá skóla né öðrum hlutaðeigandi aðilum. Börnin stunda nám á skrifstofum bæjarins en kennarinn gegnir sínu starfi áfram í skólanum. Það er einlæg ósk mín að bæjar- og skólastjórnendur í Grindavík beri gæfu til að bregðast við og taki á mislukkuðum ferlum í eineltismálum sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Hafa skal í huga að hagur barns er hagur samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur sem rufu þögnina og sögðu frá einelti kennara þurfa nú að sæta ofsóknum frá bæjarbúum. Hópur Grindvíkinga hefur birt undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við kennarann sem beitti ofbeldinu. Þetta er að gerast þrátt fyrir að staðfest hafi verið að um einelti hafi verið að ræða. Það er sorglegra en tárum taki að verða vitni að því hvað fólk er fljótt að bregðast til varnar fyrir ofbeldismenn og gera lítið úr vitnisburði þolenda. Ábyrgð og skömm þeirra sem taka upp svona undirskriftasöfnun til stuðnings geranda er mikil og ótrúlegt að fólk skuli með þessu niðurlægja og auka á þjáningar þeirra sem brotið hefur verið á. Viðbrögð skólastjórnenda eru á sama veg og svo virðist sem stjórnendur vilji ekki trúa þessu upp á kennarann, finnst einfaldara að finna að börnunum sem urðu fyrir ofbeldinu og foreldrum þeirra sem reyna að berjast fyrir réttlæti þeim til handa. Hlutverkin hafa skyndilega snúist við og ofbeldismanneskjan komin í stöðu fórnarlambs og börnin orðin að vandamáli. Á sama tíma er enginn stuðningur við börnin sem eru hin raunveruleg fórnarlömb, hvorki frá skóla né öðrum hlutaðeigandi aðilum. Börnin stunda nám á skrifstofum bæjarins en kennarinn gegnir sínu starfi áfram í skólanum. Það er einlæg ósk mín að bæjar- og skólastjórnendur í Grindavík beri gæfu til að bregðast við og taki á mislukkuðum ferlum í eineltismálum sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Hafa skal í huga að hagur barns er hagur samfélags.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar