Zombíar á Sinfó Jónas Sen skrifar 15. apríl 2014 14:00 Sinfóníuhljómsveit Íslands. "Hljómsveitin lék af mikilli nákvæmni sem getur varla hafa verið auðvelt.“ Vísir/GVA Tónlist: Tectonics Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Ilans Volkov. fimmtudaginn 10. Apríl í Eldborg í Hörpu Ég man ekki eftir að hafa orðið hræddur á Sinfóníutónleikum áður. En tónlistarhátíðin Tectonics byrjaði á fimmtudagskvöldið og fyrsta atriðið á Sinfóníutónleikunum sem ég sótti var eftir Pál Ívan frá Eiðum. Verkið byrjaði með drungalegum, ómstríðum hljómum – en það var ekki það sem var svona óhugnanlegt. Nei, málið var að allir hljóðfæraleikararnir störðu á tvo stóra skjái sem hafði verið komið fyrir þar sem hljómsveitarstjórinn er venjulega. Á skjánum birtust síbreytileg fyrirmæli til tónlistarfólksins. Hljóðfæraleikararnir störðu svo einbeittir á skjáina á meðan þeir voru að spila að það var eins og þeir væru í einhverju annarlegu ástandi. Í þokkabót voru fyrirmælin frá tónskáldinu stundum þau að spilararnir áttu að kyrja „aaaaa“. Eða halda strengjabogunum í einhverjum skrýtnum stellingum. Það fór um mig, svei mér þá. Eina sem vantaði var að hljómsveitin væri blóðug um munninn. Hún var eins og hópur uppvakninga úr kvikmynd á borð við 28 Days Later eða Night of the Creeps. Að því sögðu var þetta ágætis verk. Tónlistin var vissulega dálítið krefjandi en hún var snyrtilega byggð upp með frekar hraðri og spennandi framvindu. Leikrænu tilburðir Sinfóníunnar settu líka tónmálið í skiljanlegt samhengi. Útkoman var skemmtileg. Allt öðruvísi kvikmyndastemning var ríkjandi í næsta verki, Átjánhundruð sjötíu og fimm fyrir hljómsveit og rafhljóð eftir Valgeir Sigurðsson. Mikið var um langa, ísmeygilega hljóma sem sköpuðu myndræna áferð og andrúmsloft. Það var fallegt. Eini gallinn var að ýmsir blásarar hljómsveitarinnar voru ekki alltaf með sitt á hreinu. Óhreinir tónar trufluðu upplifunina. Flutningurinn var betri í tónsmíð Cathy Milliken, Earth Plays I. Í tónleikaskránni stóð að hún væri um „hljóm, tónlist og orð fólks sem hefur safnast saman á tilteknum stöðum í gegnum aldirnar“. Verkið nú fjallaði um Þingvelli. Ég verð að viðurkenna að ég gat ekki heyrt neitt Þingvallatengt við tónlistina. En hún var listilega samansett, með mörgum ólíkum köflum sem mynduðu sterka heild. Það var ljúft að hlusta á hana. Hljómsveitin flutti hana af vandvirkni og fagmennsku. Upplifunin var líka ljúf í næsta atriði, Köldum sólargeisla eftir Skúla Sverrisson við ljóð eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Ljóðið er tregafullt og rómantískt, og tónlist Skúla var það einnig. Hljómarnir voru þykkir og munúðarfullir, undiraldan full af einhverju ósögðu. Ólöf Arnalds söng einsöng og gerði það af einstakri fegurð. Hún hefur sérstæða rödd, brothætta og mannlega með hrífandi hljómi sem hæfði tónlistinni fullkomlega. Síðast á dagskránni var glæsilegt, einfalt verk, Diamonds eftir heiðursgest hátíðarinnar, Alvin Lucier. Þar var hljómsveitinni skipt í þrjá hópa sem hver um sig spilaði langa, hægferðuga tóna. Tónarnir sköruðust á ýmsa vegu eins og demantur sem breytist eftir því hvernig ljósi er beint að honum. Hljómsveitin lék af mikilli nákvæmni sem getur varla hafa verið auðvelt. Svona hægar tónsmíðar verða að vera fullkomlega samtaka ef þær eiga að virka almennilega. Þarna var virkilega vel gert.Niðurstaða: Áhugaverð byrjun á Tectonics-tónlistarhátíðinni. Gagnrýni Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Lífið Fæðing Birgittu Lífar sýnd í LXS Lífið Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Lífið Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Lífið Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
Tónlist: Tectonics Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Ilans Volkov. fimmtudaginn 10. Apríl í Eldborg í Hörpu Ég man ekki eftir að hafa orðið hræddur á Sinfóníutónleikum áður. En tónlistarhátíðin Tectonics byrjaði á fimmtudagskvöldið og fyrsta atriðið á Sinfóníutónleikunum sem ég sótti var eftir Pál Ívan frá Eiðum. Verkið byrjaði með drungalegum, ómstríðum hljómum – en það var ekki það sem var svona óhugnanlegt. Nei, málið var að allir hljóðfæraleikararnir störðu á tvo stóra skjái sem hafði verið komið fyrir þar sem hljómsveitarstjórinn er venjulega. Á skjánum birtust síbreytileg fyrirmæli til tónlistarfólksins. Hljóðfæraleikararnir störðu svo einbeittir á skjáina á meðan þeir voru að spila að það var eins og þeir væru í einhverju annarlegu ástandi. Í þokkabót voru fyrirmælin frá tónskáldinu stundum þau að spilararnir áttu að kyrja „aaaaa“. Eða halda strengjabogunum í einhverjum skrýtnum stellingum. Það fór um mig, svei mér þá. Eina sem vantaði var að hljómsveitin væri blóðug um munninn. Hún var eins og hópur uppvakninga úr kvikmynd á borð við 28 Days Later eða Night of the Creeps. Að því sögðu var þetta ágætis verk. Tónlistin var vissulega dálítið krefjandi en hún var snyrtilega byggð upp með frekar hraðri og spennandi framvindu. Leikrænu tilburðir Sinfóníunnar settu líka tónmálið í skiljanlegt samhengi. Útkoman var skemmtileg. Allt öðruvísi kvikmyndastemning var ríkjandi í næsta verki, Átjánhundruð sjötíu og fimm fyrir hljómsveit og rafhljóð eftir Valgeir Sigurðsson. Mikið var um langa, ísmeygilega hljóma sem sköpuðu myndræna áferð og andrúmsloft. Það var fallegt. Eini gallinn var að ýmsir blásarar hljómsveitarinnar voru ekki alltaf með sitt á hreinu. Óhreinir tónar trufluðu upplifunina. Flutningurinn var betri í tónsmíð Cathy Milliken, Earth Plays I. Í tónleikaskránni stóð að hún væri um „hljóm, tónlist og orð fólks sem hefur safnast saman á tilteknum stöðum í gegnum aldirnar“. Verkið nú fjallaði um Þingvelli. Ég verð að viðurkenna að ég gat ekki heyrt neitt Þingvallatengt við tónlistina. En hún var listilega samansett, með mörgum ólíkum köflum sem mynduðu sterka heild. Það var ljúft að hlusta á hana. Hljómsveitin flutti hana af vandvirkni og fagmennsku. Upplifunin var líka ljúf í næsta atriði, Köldum sólargeisla eftir Skúla Sverrisson við ljóð eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Ljóðið er tregafullt og rómantískt, og tónlist Skúla var það einnig. Hljómarnir voru þykkir og munúðarfullir, undiraldan full af einhverju ósögðu. Ólöf Arnalds söng einsöng og gerði það af einstakri fegurð. Hún hefur sérstæða rödd, brothætta og mannlega með hrífandi hljómi sem hæfði tónlistinni fullkomlega. Síðast á dagskránni var glæsilegt, einfalt verk, Diamonds eftir heiðursgest hátíðarinnar, Alvin Lucier. Þar var hljómsveitinni skipt í þrjá hópa sem hver um sig spilaði langa, hægferðuga tóna. Tónarnir sköruðust á ýmsa vegu eins og demantur sem breytist eftir því hvernig ljósi er beint að honum. Hljómsveitin lék af mikilli nákvæmni sem getur varla hafa verið auðvelt. Svona hægar tónsmíðar verða að vera fullkomlega samtaka ef þær eiga að virka almennilega. Þarna var virkilega vel gert.Niðurstaða: Áhugaverð byrjun á Tectonics-tónlistarhátíðinni.
Gagnrýni Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Lífið Fæðing Birgittu Lífar sýnd í LXS Lífið Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Lífið Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Lífið Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira