Spennandi og skemmtilegt verkefni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2014 08:00 Ívar Ásgrímsson þjálfar Hauka í úrvalsdeild karla. Vísir/Daníel „Það er spennandi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í Evrópumótinu. Ég tel okkur líka eiga góða möguleika á sigri í C-deildinni,“ segir Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. KKÍ tilkynnti um ráðningu Ívars í gær en hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni. Verkefni sumarsins er þátttaka í C-deild Evrópukeppninnar. „Það er alveg frábært og þarft framtak að taka þátt í Evrópukeppninni. Yngri landsliðin eru líka að taka þátt í Evrópukeppnum þannig þetta er allt hið besta mál,“ segir Ívar. Ísland er í riðli með Möltu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru fjögur lið: Skotland, Austurríki, Wales og Aserbaídsjan. Efstu tvö lið hvors riðils leika í kross til undanúrslita og svo er hreinn úrslitaleikur um sigur í C-deildinni. „Án þess að hafa séð liðin spila og bara miðað við hvernig þetta hefur verið þá eigum við að vinna okkar riðil. Ég held það verði svo Austurríki sem við munum berjast um sigurinn við. Það er svona það sem ég held fyrirfram en maður veit aldrei,“ segir Ívar sem fær vináttuleiki gegn Dönum í júlí rétt áður en haldið verður í Evrópukeppnina. „Það er mjög gott. Danirnir verða þá líka búnir að spila við Austurríki þannig við fáum vonandi myndbönd af því. Þessir leikir eru alveg nauðsynlegir. Ég hefði viljað fá leiki fyrr líka til að laga það sem þarf að laga en það er erfitt að fá leiki á þessum tímapunkti. Ívar er þjálfari karlaliðs Hauka sem gerði flotta hluti á tímabilinu sem nýliði í deildinni. Það endaði í 5. sæti en var sópað í sumarfrí af Njarðvík. Hann heldur áfram með karlaliðið næsta vetur. „Ég gerði tveggja ára samning við Haukana síðasta sumar sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. En það er bara vilji hjá báðum aðilum til að halda áfram. Þetta var skemmtilegt tímabil með Haukana og við náðum vissum markmiðum. Þetta er bara eitthvað sem við byggjum á,“ segir Ívar Ásgrímsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
„Það er spennandi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í Evrópumótinu. Ég tel okkur líka eiga góða möguleika á sigri í C-deildinni,“ segir Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. KKÍ tilkynnti um ráðningu Ívars í gær en hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni. Verkefni sumarsins er þátttaka í C-deild Evrópukeppninnar. „Það er alveg frábært og þarft framtak að taka þátt í Evrópukeppninni. Yngri landsliðin eru líka að taka þátt í Evrópukeppnum þannig þetta er allt hið besta mál,“ segir Ívar. Ísland er í riðli með Möltu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru fjögur lið: Skotland, Austurríki, Wales og Aserbaídsjan. Efstu tvö lið hvors riðils leika í kross til undanúrslita og svo er hreinn úrslitaleikur um sigur í C-deildinni. „Án þess að hafa séð liðin spila og bara miðað við hvernig þetta hefur verið þá eigum við að vinna okkar riðil. Ég held það verði svo Austurríki sem við munum berjast um sigurinn við. Það er svona það sem ég held fyrirfram en maður veit aldrei,“ segir Ívar sem fær vináttuleiki gegn Dönum í júlí rétt áður en haldið verður í Evrópukeppnina. „Það er mjög gott. Danirnir verða þá líka búnir að spila við Austurríki þannig við fáum vonandi myndbönd af því. Þessir leikir eru alveg nauðsynlegir. Ég hefði viljað fá leiki fyrr líka til að laga það sem þarf að laga en það er erfitt að fá leiki á þessum tímapunkti. Ívar er þjálfari karlaliðs Hauka sem gerði flotta hluti á tímabilinu sem nýliði í deildinni. Það endaði í 5. sæti en var sópað í sumarfrí af Njarðvík. Hann heldur áfram með karlaliðið næsta vetur. „Ég gerði tveggja ára samning við Haukana síðasta sumar sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. En það er bara vilji hjá báðum aðilum til að halda áfram. Þetta var skemmtilegt tímabil með Haukana og við náðum vissum markmiðum. Þetta er bara eitthvað sem við byggjum á,“ segir Ívar Ásgrímsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54