Spennandi og skemmtilegt verkefni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2014 08:00 Ívar Ásgrímsson þjálfar Hauka í úrvalsdeild karla. Vísir/Daníel „Það er spennandi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í Evrópumótinu. Ég tel okkur líka eiga góða möguleika á sigri í C-deildinni,“ segir Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. KKÍ tilkynnti um ráðningu Ívars í gær en hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni. Verkefni sumarsins er þátttaka í C-deild Evrópukeppninnar. „Það er alveg frábært og þarft framtak að taka þátt í Evrópukeppninni. Yngri landsliðin eru líka að taka þátt í Evrópukeppnum þannig þetta er allt hið besta mál,“ segir Ívar. Ísland er í riðli með Möltu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru fjögur lið: Skotland, Austurríki, Wales og Aserbaídsjan. Efstu tvö lið hvors riðils leika í kross til undanúrslita og svo er hreinn úrslitaleikur um sigur í C-deildinni. „Án þess að hafa séð liðin spila og bara miðað við hvernig þetta hefur verið þá eigum við að vinna okkar riðil. Ég held það verði svo Austurríki sem við munum berjast um sigurinn við. Það er svona það sem ég held fyrirfram en maður veit aldrei,“ segir Ívar sem fær vináttuleiki gegn Dönum í júlí rétt áður en haldið verður í Evrópukeppnina. „Það er mjög gott. Danirnir verða þá líka búnir að spila við Austurríki þannig við fáum vonandi myndbönd af því. Þessir leikir eru alveg nauðsynlegir. Ég hefði viljað fá leiki fyrr líka til að laga það sem þarf að laga en það er erfitt að fá leiki á þessum tímapunkti. Ívar er þjálfari karlaliðs Hauka sem gerði flotta hluti á tímabilinu sem nýliði í deildinni. Það endaði í 5. sæti en var sópað í sumarfrí af Njarðvík. Hann heldur áfram með karlaliðið næsta vetur. „Ég gerði tveggja ára samning við Haukana síðasta sumar sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. En það er bara vilji hjá báðum aðilum til að halda áfram. Þetta var skemmtilegt tímabil með Haukana og við náðum vissum markmiðum. Þetta er bara eitthvað sem við byggjum á,“ segir Ívar Ásgrímsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Það er spennandi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í Evrópumótinu. Ég tel okkur líka eiga góða möguleika á sigri í C-deildinni,“ segir Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. KKÍ tilkynnti um ráðningu Ívars í gær en hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni. Verkefni sumarsins er þátttaka í C-deild Evrópukeppninnar. „Það er alveg frábært og þarft framtak að taka þátt í Evrópukeppninni. Yngri landsliðin eru líka að taka þátt í Evrópukeppnum þannig þetta er allt hið besta mál,“ segir Ívar. Ísland er í riðli með Möltu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru fjögur lið: Skotland, Austurríki, Wales og Aserbaídsjan. Efstu tvö lið hvors riðils leika í kross til undanúrslita og svo er hreinn úrslitaleikur um sigur í C-deildinni. „Án þess að hafa séð liðin spila og bara miðað við hvernig þetta hefur verið þá eigum við að vinna okkar riðil. Ég held það verði svo Austurríki sem við munum berjast um sigurinn við. Það er svona það sem ég held fyrirfram en maður veit aldrei,“ segir Ívar sem fær vináttuleiki gegn Dönum í júlí rétt áður en haldið verður í Evrópukeppnina. „Það er mjög gott. Danirnir verða þá líka búnir að spila við Austurríki þannig við fáum vonandi myndbönd af því. Þessir leikir eru alveg nauðsynlegir. Ég hefði viljað fá leiki fyrr líka til að laga það sem þarf að laga en það er erfitt að fá leiki á þessum tímapunkti. Ívar er þjálfari karlaliðs Hauka sem gerði flotta hluti á tímabilinu sem nýliði í deildinni. Það endaði í 5. sæti en var sópað í sumarfrí af Njarðvík. Hann heldur áfram með karlaliðið næsta vetur. „Ég gerði tveggja ára samning við Haukana síðasta sumar sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. En það er bara vilji hjá báðum aðilum til að halda áfram. Þetta var skemmtilegt tímabil með Haukana og við náðum vissum markmiðum. Þetta er bara eitthvað sem við byggjum á,“ segir Ívar Ásgrímsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54