Spennandi og skemmtilegt verkefni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2014 08:00 Ívar Ásgrímsson þjálfar Hauka í úrvalsdeild karla. Vísir/Daníel „Það er spennandi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í Evrópumótinu. Ég tel okkur líka eiga góða möguleika á sigri í C-deildinni,“ segir Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. KKÍ tilkynnti um ráðningu Ívars í gær en hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni. Verkefni sumarsins er þátttaka í C-deild Evrópukeppninnar. „Það er alveg frábært og þarft framtak að taka þátt í Evrópukeppninni. Yngri landsliðin eru líka að taka þátt í Evrópukeppnum þannig þetta er allt hið besta mál,“ segir Ívar. Ísland er í riðli með Möltu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru fjögur lið: Skotland, Austurríki, Wales og Aserbaídsjan. Efstu tvö lið hvors riðils leika í kross til undanúrslita og svo er hreinn úrslitaleikur um sigur í C-deildinni. „Án þess að hafa séð liðin spila og bara miðað við hvernig þetta hefur verið þá eigum við að vinna okkar riðil. Ég held það verði svo Austurríki sem við munum berjast um sigurinn við. Það er svona það sem ég held fyrirfram en maður veit aldrei,“ segir Ívar sem fær vináttuleiki gegn Dönum í júlí rétt áður en haldið verður í Evrópukeppnina. „Það er mjög gott. Danirnir verða þá líka búnir að spila við Austurríki þannig við fáum vonandi myndbönd af því. Þessir leikir eru alveg nauðsynlegir. Ég hefði viljað fá leiki fyrr líka til að laga það sem þarf að laga en það er erfitt að fá leiki á þessum tímapunkti. Ívar er þjálfari karlaliðs Hauka sem gerði flotta hluti á tímabilinu sem nýliði í deildinni. Það endaði í 5. sæti en var sópað í sumarfrí af Njarðvík. Hann heldur áfram með karlaliðið næsta vetur. „Ég gerði tveggja ára samning við Haukana síðasta sumar sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. En það er bara vilji hjá báðum aðilum til að halda áfram. Þetta var skemmtilegt tímabil með Haukana og við náðum vissum markmiðum. Þetta er bara eitthvað sem við byggjum á,“ segir Ívar Ásgrímsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
„Það er spennandi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í Evrópumótinu. Ég tel okkur líka eiga góða möguleika á sigri í C-deildinni,“ segir Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. KKÍ tilkynnti um ráðningu Ívars í gær en hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni. Verkefni sumarsins er þátttaka í C-deild Evrópukeppninnar. „Það er alveg frábært og þarft framtak að taka þátt í Evrópukeppninni. Yngri landsliðin eru líka að taka þátt í Evrópukeppnum þannig þetta er allt hið besta mál,“ segir Ívar. Ísland er í riðli með Möltu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru fjögur lið: Skotland, Austurríki, Wales og Aserbaídsjan. Efstu tvö lið hvors riðils leika í kross til undanúrslita og svo er hreinn úrslitaleikur um sigur í C-deildinni. „Án þess að hafa séð liðin spila og bara miðað við hvernig þetta hefur verið þá eigum við að vinna okkar riðil. Ég held það verði svo Austurríki sem við munum berjast um sigurinn við. Það er svona það sem ég held fyrirfram en maður veit aldrei,“ segir Ívar sem fær vináttuleiki gegn Dönum í júlí rétt áður en haldið verður í Evrópukeppnina. „Það er mjög gott. Danirnir verða þá líka búnir að spila við Austurríki þannig við fáum vonandi myndbönd af því. Þessir leikir eru alveg nauðsynlegir. Ég hefði viljað fá leiki fyrr líka til að laga það sem þarf að laga en það er erfitt að fá leiki á þessum tímapunkti. Ívar er þjálfari karlaliðs Hauka sem gerði flotta hluti á tímabilinu sem nýliði í deildinni. Það endaði í 5. sæti en var sópað í sumarfrí af Njarðvík. Hann heldur áfram með karlaliðið næsta vetur. „Ég gerði tveggja ára samning við Haukana síðasta sumar sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. En það er bara vilji hjá báðum aðilum til að halda áfram. Þetta var skemmtilegt tímabil með Haukana og við náðum vissum markmiðum. Þetta er bara eitthvað sem við byggjum á,“ segir Ívar Ásgrímsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54