Íslenskar auglýsingar í kennsluefni í Bandaríkjunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2014 08:30 Fimm íslenskar auglýsingar eru teknar fyrir í kennslubókinni. Íslenskar auglýsingar eru notaðar sem dæmi um vel heppnaðar auglýsingar eða auglýsingaherferðir í nýjustu útgáfu bandarísku kennslubókarinnar Advertising & IMC. Bókin er eitt helsta kennslurit í markaðsfræðum sem notað er í bandarískum háskólum og víðar. Í bókinni er heill kafli tileinkaður árveknisátakinu Mottumars, sem Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir. Í allt eru fimm íslenskar auglýsingar teknar fyrir í bókinni; fyrsta Mottumars-herferðin frá árinu 2010, Íslenska lambakjötið, Honda, Skeljungur og Sorpa. H:N Markaðssamskipti eiga heiðurinn að öllum auglýsingunum en Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N, er einn þeirra sem leggja til efni í bókina. Í bókinni er einnig rætt við Ingva Jökul um hvernig hugmyndir verða til.Ingvi Jökull Logason framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta„Það er mikill heiður að efni frá íslenskri stofu sé notað í kennslubók af þessu tagi,“ segir Ingvi Jökull. „Markaðurinn á Íslandi er að mörgu leyti óvenjulegur, ekki síst vegna smæðarinnar. Það þýðir að oft eru mælanleg áhrif auglýsingaherferða frekar skýr.“ Þetta er í fimmta sinn sem ritstjórar Advertising & IMC nota efni frá H:N Markaðssamskiptum en útgáfan í ár er sú tíunda í röðinni. Ingvi Jökull er eini Íslendingurinn sem hefur verið fenginn til að skrifa í hana en hann er jafnframt einn af tólf markaðsmönnum, víðsvegar að úr heiminum, sem skipa sérfræðingaráð bókarinnar. Meðal annarra sem skipa ráðið má nefna William H. Weintraub, aðalmarkaðsstjóra Coors Inc, í Colarado og David Rittenhouse, yfirmann alþjóðlegra fjölmiðlatengsla hjá Ogilvy & Mathers í New York, sem er ein stærsta auglýsingastofa heims. Í bókinni er heill kafli lagður undir fyrstu auglýsingaherferðina vegna Mottumars og hún notuð sem kennsludæmi um vel heppnaða herferð. Markmið Mottumars sé vekja karlmenn til vitundar um krabbamein, fá þá til að tala um sjúkdóminn og safna pening fyrir átakið. Þá hafi eitt af markmiðunum verið að kenna karlmönnum að þreifa eftir krabbameini á sjálfum sér og fá þá til að leita læknisaðstoðar ef þess þurfi. Til að koma þessum skilaboðum á framfæri hafi H:N Markaðssamskipti, sem vann verkefnið í samstarfi við Athygli, Birtingahúsið og TM, ákveðið að leita óvenjulegra leiða til að ná markmiðunum enda ekki á hverjum degi sem karlar eru hvattir til að þukla á sjálfum sér. Í bókinni kemur fram að átakið hafi heppnast með eindæmum vel. Um 40% karla á Íslandi hafi safnað í mottu til að sýna átakinu stuðning og um 80% þjóðarinnar hafi teki þátt í söfnuninni annaðhvort með peningagjöfum, mottu eða með því að bera út boðskapinn. Eftir átakið séu karlar mun líklegri til að tala um krabbamein og leita sér aðstoðar. Í Advertising & IMC er einnig sagt frá því hvernig Markaðsráð kindakjöts hafi brugðist við efnahagshruninu og breyttum neysluvenjum. Eftir ítarlegar markaðsrannsóknir hafi verið ráðist í auglýsingaherferð sem byggði meðal annars á stuttum „matreiðsluþáttum“ sem sýndir voru í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum þar sem almenningi var kennt að nýta íslenska lambið betur. Herferðin hafi gengið vonum framar og lambakjötsneysla aukist í kjölfarið. Þá eru auglýsingar frá Skeljungi og Hondu teknar sem kennsludæmi í bókinni um vel útfærðar auglýsingar sem og auglýsingar Sorpu. Sú síðastnefnda er notuð sem dæmi um vel heppnaða herferð sem hafi hvatt fólk til samfélagslegrar ábyrgðar. Herferðin hafi skilað sínu meðal annars með aukinni endurvinnslu hjá almenningi og jákvæðari ímynd af Sorpu. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslenskar auglýsingar eru notaðar sem dæmi um vel heppnaðar auglýsingar eða auglýsingaherferðir í nýjustu útgáfu bandarísku kennslubókarinnar Advertising & IMC. Bókin er eitt helsta kennslurit í markaðsfræðum sem notað er í bandarískum háskólum og víðar. Í bókinni er heill kafli tileinkaður árveknisátakinu Mottumars, sem Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir. Í allt eru fimm íslenskar auglýsingar teknar fyrir í bókinni; fyrsta Mottumars-herferðin frá árinu 2010, Íslenska lambakjötið, Honda, Skeljungur og Sorpa. H:N Markaðssamskipti eiga heiðurinn að öllum auglýsingunum en Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N, er einn þeirra sem leggja til efni í bókina. Í bókinni er einnig rætt við Ingva Jökul um hvernig hugmyndir verða til.Ingvi Jökull Logason framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta„Það er mikill heiður að efni frá íslenskri stofu sé notað í kennslubók af þessu tagi,“ segir Ingvi Jökull. „Markaðurinn á Íslandi er að mörgu leyti óvenjulegur, ekki síst vegna smæðarinnar. Það þýðir að oft eru mælanleg áhrif auglýsingaherferða frekar skýr.“ Þetta er í fimmta sinn sem ritstjórar Advertising & IMC nota efni frá H:N Markaðssamskiptum en útgáfan í ár er sú tíunda í röðinni. Ingvi Jökull er eini Íslendingurinn sem hefur verið fenginn til að skrifa í hana en hann er jafnframt einn af tólf markaðsmönnum, víðsvegar að úr heiminum, sem skipa sérfræðingaráð bókarinnar. Meðal annarra sem skipa ráðið má nefna William H. Weintraub, aðalmarkaðsstjóra Coors Inc, í Colarado og David Rittenhouse, yfirmann alþjóðlegra fjölmiðlatengsla hjá Ogilvy & Mathers í New York, sem er ein stærsta auglýsingastofa heims. Í bókinni er heill kafli lagður undir fyrstu auglýsingaherferðina vegna Mottumars og hún notuð sem kennsludæmi um vel heppnaða herferð. Markmið Mottumars sé vekja karlmenn til vitundar um krabbamein, fá þá til að tala um sjúkdóminn og safna pening fyrir átakið. Þá hafi eitt af markmiðunum verið að kenna karlmönnum að þreifa eftir krabbameini á sjálfum sér og fá þá til að leita læknisaðstoðar ef þess þurfi. Til að koma þessum skilaboðum á framfæri hafi H:N Markaðssamskipti, sem vann verkefnið í samstarfi við Athygli, Birtingahúsið og TM, ákveðið að leita óvenjulegra leiða til að ná markmiðunum enda ekki á hverjum degi sem karlar eru hvattir til að þukla á sjálfum sér. Í bókinni kemur fram að átakið hafi heppnast með eindæmum vel. Um 40% karla á Íslandi hafi safnað í mottu til að sýna átakinu stuðning og um 80% þjóðarinnar hafi teki þátt í söfnuninni annaðhvort með peningagjöfum, mottu eða með því að bera út boðskapinn. Eftir átakið séu karlar mun líklegri til að tala um krabbamein og leita sér aðstoðar. Í Advertising & IMC er einnig sagt frá því hvernig Markaðsráð kindakjöts hafi brugðist við efnahagshruninu og breyttum neysluvenjum. Eftir ítarlegar markaðsrannsóknir hafi verið ráðist í auglýsingaherferð sem byggði meðal annars á stuttum „matreiðsluþáttum“ sem sýndir voru í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum þar sem almenningi var kennt að nýta íslenska lambið betur. Herferðin hafi gengið vonum framar og lambakjötsneysla aukist í kjölfarið. Þá eru auglýsingar frá Skeljungi og Hondu teknar sem kennsludæmi í bókinni um vel útfærðar auglýsingar sem og auglýsingar Sorpu. Sú síðastnefnda er notuð sem dæmi um vel heppnaða herferð sem hafi hvatt fólk til samfélagslegrar ábyrgðar. Herferðin hafi skilað sínu meðal annars með aukinni endurvinnslu hjá almenningi og jákvæðari ímynd af Sorpu.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira