Vatnstjón er heimilunum alltof dýrt Björn Karlsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Það kom fram í fréttum nýverið að tryggingafélögunum bárust 6.700 tilkynningar um vatnstjón í fyrra, að langmestu leyti frá heimilum. Tjónið nam vel á þriðja milljarð króna, einnig að langmestu leyti á heimilum. Þá er ótalin röskun á daglegu lífi, óþægindi og jafnvel heilsutjón vegna raka og myglu. Þarf þetta að vera svona? Nei, því við getum gert ýmislegt til að draga úr líkum á að vatn leki og vinni skemmdir á heimilinu og innanstokksmunum. Tryggingafélögin bæta vatnstjón að miklu leyti en þó er ljóst að heimilin sitja uppi með hundruð milljóna króna tjón á aðeins einu ári. Annars vegar greiða þau um 300 milljónir í eigin áhættu. Á hinn bóginn þurftu heimilin að bera allan kostnað í að minnsta kosti 1.500 tilvikum þar sem tjónið reyndist ekki bótaskylt. Samtals er hér líklega um að ræða kostnað upp á um 750 milljónir króna. Í hverju og einu tilviki getur verið um fremur lágar upphæðir að ræða. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um verulegt tjón. Þannig var í fyrra næstum daglega tilkynnt um vatnstjón sem nam einni milljón króna eða meira. Flest heimili munar um minna.Samstarfshópur um varnir Ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa myndað samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr vatnstjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna. Hann hefur gefið út fræðsluefni sem meðal annars er unnt að nálgast á mannvirkjastofnun.is. Þá hefur hópurinn þegar stuðlað að því að auka framboð á endurmenntun fyrir iðnaðarmenn til að bæta frágang í votrýmum, svo sem eldhúsi, þvottahúsi og á baðherbergi. Að hópnum standa Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf.Hvernig verjumst við vatnstjóni? Ég hvet lesendur til að kynna sér fræðsluefni samstarfshópsins þar sem fjallað er um leiðir til að verjast vatnstjóni. Meðal annars má nefna: Að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum (eldhús, bað, þvottahús), svo sem múrverk, flísalögn og dúklögn. Reynslan sýnir að ófagleg vinnubrögð eða fúsk getur orðið fólki afar dýrkeypt. Einnig þarf að hafa fagmenn með í ráðum um val á tækjum og efnum. Að fólk sinni umhirðu og eftirliti með lögnum og tækjum og bregðist við til að draga úr líkum á vatnstjóni eða koma í veg fyrir það. Að fólk bregðist rétt við þegar vatnsleki verður. Þannig má koma í veg fyrir tjón eða draga úr því. Nánari upplýsingar eru á mannvirkjastofnun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Það kom fram í fréttum nýverið að tryggingafélögunum bárust 6.700 tilkynningar um vatnstjón í fyrra, að langmestu leyti frá heimilum. Tjónið nam vel á þriðja milljarð króna, einnig að langmestu leyti á heimilum. Þá er ótalin röskun á daglegu lífi, óþægindi og jafnvel heilsutjón vegna raka og myglu. Þarf þetta að vera svona? Nei, því við getum gert ýmislegt til að draga úr líkum á að vatn leki og vinni skemmdir á heimilinu og innanstokksmunum. Tryggingafélögin bæta vatnstjón að miklu leyti en þó er ljóst að heimilin sitja uppi með hundruð milljóna króna tjón á aðeins einu ári. Annars vegar greiða þau um 300 milljónir í eigin áhættu. Á hinn bóginn þurftu heimilin að bera allan kostnað í að minnsta kosti 1.500 tilvikum þar sem tjónið reyndist ekki bótaskylt. Samtals er hér líklega um að ræða kostnað upp á um 750 milljónir króna. Í hverju og einu tilviki getur verið um fremur lágar upphæðir að ræða. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um verulegt tjón. Þannig var í fyrra næstum daglega tilkynnt um vatnstjón sem nam einni milljón króna eða meira. Flest heimili munar um minna.Samstarfshópur um varnir Ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa myndað samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr vatnstjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna. Hann hefur gefið út fræðsluefni sem meðal annars er unnt að nálgast á mannvirkjastofnun.is. Þá hefur hópurinn þegar stuðlað að því að auka framboð á endurmenntun fyrir iðnaðarmenn til að bæta frágang í votrýmum, svo sem eldhúsi, þvottahúsi og á baðherbergi. Að hópnum standa Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf.Hvernig verjumst við vatnstjóni? Ég hvet lesendur til að kynna sér fræðsluefni samstarfshópsins þar sem fjallað er um leiðir til að verjast vatnstjóni. Meðal annars má nefna: Að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum (eldhús, bað, þvottahús), svo sem múrverk, flísalögn og dúklögn. Reynslan sýnir að ófagleg vinnubrögð eða fúsk getur orðið fólki afar dýrkeypt. Einnig þarf að hafa fagmenn með í ráðum um val á tækjum og efnum. Að fólk sinni umhirðu og eftirliti með lögnum og tækjum og bregðist við til að draga úr líkum á vatnstjóni eða koma í veg fyrir það. Að fólk bregðist rétt við þegar vatnsleki verður. Þannig má koma í veg fyrir tjón eða draga úr því. Nánari upplýsingar eru á mannvirkjastofnun.is.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar