Vatnstjón er heimilunum alltof dýrt Björn Karlsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Það kom fram í fréttum nýverið að tryggingafélögunum bárust 6.700 tilkynningar um vatnstjón í fyrra, að langmestu leyti frá heimilum. Tjónið nam vel á þriðja milljarð króna, einnig að langmestu leyti á heimilum. Þá er ótalin röskun á daglegu lífi, óþægindi og jafnvel heilsutjón vegna raka og myglu. Þarf þetta að vera svona? Nei, því við getum gert ýmislegt til að draga úr líkum á að vatn leki og vinni skemmdir á heimilinu og innanstokksmunum. Tryggingafélögin bæta vatnstjón að miklu leyti en þó er ljóst að heimilin sitja uppi með hundruð milljóna króna tjón á aðeins einu ári. Annars vegar greiða þau um 300 milljónir í eigin áhættu. Á hinn bóginn þurftu heimilin að bera allan kostnað í að minnsta kosti 1.500 tilvikum þar sem tjónið reyndist ekki bótaskylt. Samtals er hér líklega um að ræða kostnað upp á um 750 milljónir króna. Í hverju og einu tilviki getur verið um fremur lágar upphæðir að ræða. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um verulegt tjón. Þannig var í fyrra næstum daglega tilkynnt um vatnstjón sem nam einni milljón króna eða meira. Flest heimili munar um minna.Samstarfshópur um varnir Ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa myndað samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr vatnstjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna. Hann hefur gefið út fræðsluefni sem meðal annars er unnt að nálgast á mannvirkjastofnun.is. Þá hefur hópurinn þegar stuðlað að því að auka framboð á endurmenntun fyrir iðnaðarmenn til að bæta frágang í votrýmum, svo sem eldhúsi, þvottahúsi og á baðherbergi. Að hópnum standa Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf.Hvernig verjumst við vatnstjóni? Ég hvet lesendur til að kynna sér fræðsluefni samstarfshópsins þar sem fjallað er um leiðir til að verjast vatnstjóni. Meðal annars má nefna: Að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum (eldhús, bað, þvottahús), svo sem múrverk, flísalögn og dúklögn. Reynslan sýnir að ófagleg vinnubrögð eða fúsk getur orðið fólki afar dýrkeypt. Einnig þarf að hafa fagmenn með í ráðum um val á tækjum og efnum. Að fólk sinni umhirðu og eftirliti með lögnum og tækjum og bregðist við til að draga úr líkum á vatnstjóni eða koma í veg fyrir það. Að fólk bregðist rétt við þegar vatnsleki verður. Þannig má koma í veg fyrir tjón eða draga úr því. Nánari upplýsingar eru á mannvirkjastofnun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Það kom fram í fréttum nýverið að tryggingafélögunum bárust 6.700 tilkynningar um vatnstjón í fyrra, að langmestu leyti frá heimilum. Tjónið nam vel á þriðja milljarð króna, einnig að langmestu leyti á heimilum. Þá er ótalin röskun á daglegu lífi, óþægindi og jafnvel heilsutjón vegna raka og myglu. Þarf þetta að vera svona? Nei, því við getum gert ýmislegt til að draga úr líkum á að vatn leki og vinni skemmdir á heimilinu og innanstokksmunum. Tryggingafélögin bæta vatnstjón að miklu leyti en þó er ljóst að heimilin sitja uppi með hundruð milljóna króna tjón á aðeins einu ári. Annars vegar greiða þau um 300 milljónir í eigin áhættu. Á hinn bóginn þurftu heimilin að bera allan kostnað í að minnsta kosti 1.500 tilvikum þar sem tjónið reyndist ekki bótaskylt. Samtals er hér líklega um að ræða kostnað upp á um 750 milljónir króna. Í hverju og einu tilviki getur verið um fremur lágar upphæðir að ræða. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um verulegt tjón. Þannig var í fyrra næstum daglega tilkynnt um vatnstjón sem nam einni milljón króna eða meira. Flest heimili munar um minna.Samstarfshópur um varnir Ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa myndað samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr vatnstjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna. Hann hefur gefið út fræðsluefni sem meðal annars er unnt að nálgast á mannvirkjastofnun.is. Þá hefur hópurinn þegar stuðlað að því að auka framboð á endurmenntun fyrir iðnaðarmenn til að bæta frágang í votrýmum, svo sem eldhúsi, þvottahúsi og á baðherbergi. Að hópnum standa Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf.Hvernig verjumst við vatnstjóni? Ég hvet lesendur til að kynna sér fræðsluefni samstarfshópsins þar sem fjallað er um leiðir til að verjast vatnstjóni. Meðal annars má nefna: Að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum (eldhús, bað, þvottahús), svo sem múrverk, flísalögn og dúklögn. Reynslan sýnir að ófagleg vinnubrögð eða fúsk getur orðið fólki afar dýrkeypt. Einnig þarf að hafa fagmenn með í ráðum um val á tækjum og efnum. Að fólk sinni umhirðu og eftirliti með lögnum og tækjum og bregðist við til að draga úr líkum á vatnstjóni eða koma í veg fyrir það. Að fólk bregðist rétt við þegar vatnsleki verður. Þannig má koma í veg fyrir tjón eða draga úr því. Nánari upplýsingar eru á mannvirkjastofnun.is.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar