Gleymdu börnin Anna Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2014 07:00 Fæðing barns er kraftaverk. Foreldrarnir fagna, afinn og amman fagna, fjölskyldan fagnar. Allir í fjölskyldunni trúa því að með stuðningi samfélagsins verði henni gert kleift að koma barninu til manns. Barnið fái tækifæri til að vaxa og dafna, njóta hæfileika sinna, hamingju og tækifæra til að taka virkan þátt í samfélaginu. Sem betur fer eiga flest börn hamingjuríka æsku og taka jöfnum, nokkuð átakalausum skrefum út þroska sinn allt til fullorðinsára. Foreldrarnir reyna að styðja börnin sín eftir bestu getu, liggja ekki á lofi þegar vel gengur og leita óhræddir eftir stuðningi hjá vinum og vandamönnum þegar á móti blæs. Því miður eru ekki öll börn jafnheppin. Sum börn fæðast fötluð eða greinast með ýmiss konar skerðingar í upphafi ævinnar. Fæstar þessar skerðingar eru lengur feimnismál í íslensku samfélagi. Hækkandi menntunarstig hefur skilað sér í auknum skilningi og betri þjónustu við einstaklinga með ólíkar fatlanir og aðrar skerðingar. Því er þó ekki þannig farið með allar gerðir skerðinga. Sem dæmi má nefna geðröskun og geðfötlun meðal barna og ungmenna. Foreldrar barna og ungmenna með geðraskanir tala sjaldnast hátt um veikindi barna sinna jafnvel þó veikindin hvíli þungt á þeim og fjölskyldum þeirra. „Stelpan/strákurinn minn er alveg að fara með mig í þessari maníu sinni eða þunglyndi sínu,“ heyrist sjaldan á kaffistofunni þó vandinn leynist víða inni á heimilum.Þjónustu ábótavant Með sama hætti og skilningsskortur er ríkjandi er þjónustu við hóp barna með geðraskanir ábótavant. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur biðlisti eftir þjónustu við börn undir 18 ára aldri á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) sjaldan verið lengri. Ekki tekur betra við þegar ungmenni hafa náð 18 ára aldri því ekkert úrræði er sérstaklega ætlað fólki með geðraskanir á aldrinum 18 til 25 ára í íslensku samfélagi. Hópur ungs fólks með geðraskanir og vímuefnavanda fer vaxandi. Hans bíða aðeins almennar sjúkrameðferðarstofnanir eins og Vogur. Því miður bendir ýmislegt til þess að slíkar stofnanir búi ekki yfir nægilegri fagþekkingu til að taka við geðsjúkum og alls ekki ungmennum. Jafnvel eru dæmi um að ungu fólki sé vísað úr meðferð við fíkniefnavanda á grundvelli dæmigerðrar hegðunar af völdum geðröskunar. Ef foreldrar ungmennanna eru ekki tilbúnir að taka við þeim bíður þeirra aðeins – gatan. Við þurfum að skoða hug okkar og svara lykilspurningu. Ber samfélagið ekki ábyrgð á að koma „öllum“ börnum til manns? Íslenskt velferðarsamfélag verður að horfast í augu við gleymdu börnin sín. Okkur ber skylda til að tryggja þeim og aðstandendum þeirra nægilegan stuðning til að þau nái að lifa hamingjuríku lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Auka verður fræðslu um geðsjúkdóma til að vinna gegn fordómum, bæta þjónustu við yngri börn og síðast en ekki síst setja á stofn uppbyggilegt, félagslegt úrræði fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára með tvíþættan geðrænan og vímuefnaneysluvanda. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir mikla óhamingju og framtíðar-, samfélagslegan vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fæðing barns er kraftaverk. Foreldrarnir fagna, afinn og amman fagna, fjölskyldan fagnar. Allir í fjölskyldunni trúa því að með stuðningi samfélagsins verði henni gert kleift að koma barninu til manns. Barnið fái tækifæri til að vaxa og dafna, njóta hæfileika sinna, hamingju og tækifæra til að taka virkan þátt í samfélaginu. Sem betur fer eiga flest börn hamingjuríka æsku og taka jöfnum, nokkuð átakalausum skrefum út þroska sinn allt til fullorðinsára. Foreldrarnir reyna að styðja börnin sín eftir bestu getu, liggja ekki á lofi þegar vel gengur og leita óhræddir eftir stuðningi hjá vinum og vandamönnum þegar á móti blæs. Því miður eru ekki öll börn jafnheppin. Sum börn fæðast fötluð eða greinast með ýmiss konar skerðingar í upphafi ævinnar. Fæstar þessar skerðingar eru lengur feimnismál í íslensku samfélagi. Hækkandi menntunarstig hefur skilað sér í auknum skilningi og betri þjónustu við einstaklinga með ólíkar fatlanir og aðrar skerðingar. Því er þó ekki þannig farið með allar gerðir skerðinga. Sem dæmi má nefna geðröskun og geðfötlun meðal barna og ungmenna. Foreldrar barna og ungmenna með geðraskanir tala sjaldnast hátt um veikindi barna sinna jafnvel þó veikindin hvíli þungt á þeim og fjölskyldum þeirra. „Stelpan/strákurinn minn er alveg að fara með mig í þessari maníu sinni eða þunglyndi sínu,“ heyrist sjaldan á kaffistofunni þó vandinn leynist víða inni á heimilum.Þjónustu ábótavant Með sama hætti og skilningsskortur er ríkjandi er þjónustu við hóp barna með geðraskanir ábótavant. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur biðlisti eftir þjónustu við börn undir 18 ára aldri á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) sjaldan verið lengri. Ekki tekur betra við þegar ungmenni hafa náð 18 ára aldri því ekkert úrræði er sérstaklega ætlað fólki með geðraskanir á aldrinum 18 til 25 ára í íslensku samfélagi. Hópur ungs fólks með geðraskanir og vímuefnavanda fer vaxandi. Hans bíða aðeins almennar sjúkrameðferðarstofnanir eins og Vogur. Því miður bendir ýmislegt til þess að slíkar stofnanir búi ekki yfir nægilegri fagþekkingu til að taka við geðsjúkum og alls ekki ungmennum. Jafnvel eru dæmi um að ungu fólki sé vísað úr meðferð við fíkniefnavanda á grundvelli dæmigerðrar hegðunar af völdum geðröskunar. Ef foreldrar ungmennanna eru ekki tilbúnir að taka við þeim bíður þeirra aðeins – gatan. Við þurfum að skoða hug okkar og svara lykilspurningu. Ber samfélagið ekki ábyrgð á að koma „öllum“ börnum til manns? Íslenskt velferðarsamfélag verður að horfast í augu við gleymdu börnin sín. Okkur ber skylda til að tryggja þeim og aðstandendum þeirra nægilegan stuðning til að þau nái að lifa hamingjuríku lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Auka verður fræðslu um geðsjúkdóma til að vinna gegn fordómum, bæta þjónustu við yngri börn og síðast en ekki síst setja á stofn uppbyggilegt, félagslegt úrræði fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára með tvíþættan geðrænan og vímuefnaneysluvanda. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir mikla óhamingju og framtíðar-, samfélagslegan vanda.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun