Kjallarinn í skralli ? Teitur Guðmundsson skrifar 11. mars 2014 06:00 Það er ekki ofsögum sagt að við eigum mörg orð og orðatiltæki til um líffærakerfi okkar og má svo sem segja að þegar við erum að gefa þessum líkamspörtum nafn séum við iðulega að gera það af nokkurri alúð. Snilldin er mismikil og er orðið kjallari kannski ekki það besta, en þar er verið að vísa til innri og ytri kynfæra kynjanna. Það er augljóst að einstaklingar geta glímt við ansi mörg vandamál þarna, en sum eru algengari en önnur. Það er ákveðinn munur á milli kynja og þá eru vandamálin líka bundin að vissu leyti við aldur eða aldursskeið. Þegar við horfum til karlanna þá má segja að hjá þeim sem yngri eru sé oftar en ekki um að ræða óþægindi við þvaglát, verki, sviða, kláða, útbrot eða jafnvel útferð sem í mörgum tilvikum má rekja til sýkinga. Þar koma til einfaldari þvagfærasýkingar, sveppasýkingar í húð eða undir forhúð, bólgur í blöðruhálskirtli en einnig kynsjúkdómar eins og klamydía, herpes eða kynfæravörtur svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að átta sig á því að þrátt fyrir að vera smitaður af kynsjúkdómi líkt og klamydíu geta bæði karlar og konur verið einkennalaus. Því er afar mikilvægt að láta skoða reglubundið fyrir slíku, sérstaklega ef skipt er um maka, en það á við um allan aldur í raun.Minni reisn en áður Hjá eldri körlum er meira um þá kvörtun að þvaglát séu að verða tregari sem orsakast oftar en ekki af stækkuðum blöðruhálskirtli. Sumir fá veruleg óþægindi af og jafnvel þvagteppu, því getur þurft að hefla og minnka umfang kirtilsins til að létta á þvaglátum. Ekki má gleyma því að tíðni blöðruhálskirtilskrabbameina eykst með aldri og er mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Þá upplifa karlar á efri árum að ekki sé eins mikil reisn yfir þeim og áður var sem getur verið afar viðkvæmt mál, en þarf að ræða því úrræðin eru orðin ansi mörg. Konurnar glíma við svipuð vandamál að mörgu leyti og karlarnir en þó er munur á tíðni vandamála og orsök. Líklega er ein algengasta orsök óþæginda hjá konum þvagfærasýking, en þær eru mun líklegri til þess að fá hana heldur en karlar þar sem þvagrásin er styttri. Það eru þó ýmsar aðrar ástæður fyrir tíðari sýkingum og má þar nefna hormónastarfsemi, en þekkt er að eftir tíðahvörf finna konur oftsinnis meira fyrir óþægindum, þurrkur og breytingar á slímhúðinni hafa þar sitt að segja. Þá hef ég áður komið inn á það að þvagleki er tíðara vandamál meðal kvenna og getur komið fram á öllum aldri en þó sérstaklega eftir barnsburð og verða konur að vera meðvitaðar og gera reglubundnar grindarbotnsæfingar.Verkir við samfarir Útferð, kláði og sviði er býsna algeng kvörtun einnig og þar geta legið til grundvallar mjög margar orsakir. Algengast er að einhvers konar truflun verði á bakteríuflóru í sköpunum sem stuðlar að ofvexti á annaðhvort bakteríum eða sveppum sem aftur skapa þau einkenni sem konur finna fyrir. Ekki má þó gleyma öðrum sjúkdómum og ástæðum, sér í lagi ef einföld meðferð dugar ekki. Þar koma til að sjálfsögðu sömu kynsjúkdómar og hjá körlunum og verða konur að láta skoða sig ekki síður en karlarnir sé nokkur grunur um slíkt. Eftir tíðahvörf eru konur aftur í meiri hættu á að finna fyrir einkennum vegna breytinga í slímhúðinni, en mataræði, streita, álag og lyfjanotkun eru einnig áhættuþættir. Alltaf skyldi láta skoða ef útferðin er blóðlituð, þar sem slíkt getur verið merki um illkynja sjúkdóm. Óþægindi vegna innri kvenlíffæra eru einnig margvísleg, en ef konur finna til verkja við samfarir bendir það til bólgu eða ertingar í leghálsi, legi eða eggjastokkum og ætti að skoða það vel. Hnútar í legi, blöðrur á eggjastokkum og aðskotahlutir eins og lykkja geta valdið einkennum og er rétt að hafa í huga. Þá má ekki gleyma tíðaverkjum sem geta verið mismiklir og verulega einstaklingsbundnir en konur læra yfirleitt vel að þekkja þá. Svo auðvitað þungun sem þarf alltaf að útiloka líka hjá konum á barnsburðaraldri. Bráðir og miklir kviðverkir geta verið utanlegsfóstur og uppásnúningur á eggjaleiðara og er rétt að leita strax læknis, hið sama gildir hjá körlum ef skyndilegir og miklir verkir koma upp í eistum. Kjallarinn geymir því ýmislegt forvitnilegt og verra ef hann er í skralli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að við eigum mörg orð og orðatiltæki til um líffærakerfi okkar og má svo sem segja að þegar við erum að gefa þessum líkamspörtum nafn séum við iðulega að gera það af nokkurri alúð. Snilldin er mismikil og er orðið kjallari kannski ekki það besta, en þar er verið að vísa til innri og ytri kynfæra kynjanna. Það er augljóst að einstaklingar geta glímt við ansi mörg vandamál þarna, en sum eru algengari en önnur. Það er ákveðinn munur á milli kynja og þá eru vandamálin líka bundin að vissu leyti við aldur eða aldursskeið. Þegar við horfum til karlanna þá má segja að hjá þeim sem yngri eru sé oftar en ekki um að ræða óþægindi við þvaglát, verki, sviða, kláða, útbrot eða jafnvel útferð sem í mörgum tilvikum má rekja til sýkinga. Þar koma til einfaldari þvagfærasýkingar, sveppasýkingar í húð eða undir forhúð, bólgur í blöðruhálskirtli en einnig kynsjúkdómar eins og klamydía, herpes eða kynfæravörtur svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að átta sig á því að þrátt fyrir að vera smitaður af kynsjúkdómi líkt og klamydíu geta bæði karlar og konur verið einkennalaus. Því er afar mikilvægt að láta skoða reglubundið fyrir slíku, sérstaklega ef skipt er um maka, en það á við um allan aldur í raun.Minni reisn en áður Hjá eldri körlum er meira um þá kvörtun að þvaglát séu að verða tregari sem orsakast oftar en ekki af stækkuðum blöðruhálskirtli. Sumir fá veruleg óþægindi af og jafnvel þvagteppu, því getur þurft að hefla og minnka umfang kirtilsins til að létta á þvaglátum. Ekki má gleyma því að tíðni blöðruhálskirtilskrabbameina eykst með aldri og er mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Þá upplifa karlar á efri árum að ekki sé eins mikil reisn yfir þeim og áður var sem getur verið afar viðkvæmt mál, en þarf að ræða því úrræðin eru orðin ansi mörg. Konurnar glíma við svipuð vandamál að mörgu leyti og karlarnir en þó er munur á tíðni vandamála og orsök. Líklega er ein algengasta orsök óþæginda hjá konum þvagfærasýking, en þær eru mun líklegri til þess að fá hana heldur en karlar þar sem þvagrásin er styttri. Það eru þó ýmsar aðrar ástæður fyrir tíðari sýkingum og má þar nefna hormónastarfsemi, en þekkt er að eftir tíðahvörf finna konur oftsinnis meira fyrir óþægindum, þurrkur og breytingar á slímhúðinni hafa þar sitt að segja. Þá hef ég áður komið inn á það að þvagleki er tíðara vandamál meðal kvenna og getur komið fram á öllum aldri en þó sérstaklega eftir barnsburð og verða konur að vera meðvitaðar og gera reglubundnar grindarbotnsæfingar.Verkir við samfarir Útferð, kláði og sviði er býsna algeng kvörtun einnig og þar geta legið til grundvallar mjög margar orsakir. Algengast er að einhvers konar truflun verði á bakteríuflóru í sköpunum sem stuðlar að ofvexti á annaðhvort bakteríum eða sveppum sem aftur skapa þau einkenni sem konur finna fyrir. Ekki má þó gleyma öðrum sjúkdómum og ástæðum, sér í lagi ef einföld meðferð dugar ekki. Þar koma til að sjálfsögðu sömu kynsjúkdómar og hjá körlunum og verða konur að láta skoða sig ekki síður en karlarnir sé nokkur grunur um slíkt. Eftir tíðahvörf eru konur aftur í meiri hættu á að finna fyrir einkennum vegna breytinga í slímhúðinni, en mataræði, streita, álag og lyfjanotkun eru einnig áhættuþættir. Alltaf skyldi láta skoða ef útferðin er blóðlituð, þar sem slíkt getur verið merki um illkynja sjúkdóm. Óþægindi vegna innri kvenlíffæra eru einnig margvísleg, en ef konur finna til verkja við samfarir bendir það til bólgu eða ertingar í leghálsi, legi eða eggjastokkum og ætti að skoða það vel. Hnútar í legi, blöðrur á eggjastokkum og aðskotahlutir eins og lykkja geta valdið einkennum og er rétt að hafa í huga. Þá má ekki gleyma tíðaverkjum sem geta verið mismiklir og verulega einstaklingsbundnir en konur læra yfirleitt vel að þekkja þá. Svo auðvitað þungun sem þarf alltaf að útiloka líka hjá konum á barnsburðaraldri. Bráðir og miklir kviðverkir geta verið utanlegsfóstur og uppásnúningur á eggjaleiðara og er rétt að leita strax læknis, hið sama gildir hjá körlum ef skyndilegir og miklir verkir koma upp í eistum. Kjallarinn geymir því ýmislegt forvitnilegt og verra ef hann er í skralli.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun