Minn líkami, mín réttindi Bryndís Bjarnadóttir skrifar 6. mars 2014 10:30 Fyrir mörg okkar er frelsi til að velja hvað við gerum við líkama okkar og líf sjálfsögð mannréttindi. Við veljum hvern við elskum, hvernig við tjáum þá ást og hvort og hvenær við viljum eignast börn. Þessar ákvarðanir tökum við frjálst, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okkur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Víða um heim eru þó margir sviptir þessu frelsi eða sæta refsingu fyrir að framfylgja því. Í Úganda eiga samkynhneigðir nú á hættu að sæta lífstíðarfangelsi vegna kynhneigðar sinnar og þeir sem styðja við bakið á réttindabaráttu hinsegin fólks í landinu eða tilgreina ekki hvar samkynhneigðir halda sig, eiga jafnframt á hættu að sæta refsingu. Í Búrkína Fasó er konum ekki gefin getnaðarvörn nema með samþykki maka eða foreldra. Í Marokkó, Alsír og Túnis neyðast fórnarlömb nauðgana oft til að giftast kvalara sínum því lögin í umræddum löndum kveða á um að gerandi kynferðisbrota geti sloppið undan refsingu með því að giftast þolandanum. Amina Filali frá Marokkó er eitt af mörgum fórnarlömbum þessara laga. Hún var neydd til að giftast nauðgara sínum á unga aldri. Angist Aminu var svo mikil að hún ákvað að svipta sig lífi með því að gleypa rottueitur þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Í stað þess að ríkið verndi þolendur kynferðisofbeldis og veiti þeim stuðning er þeim refsað á miskunarlausan hátt. Vandinn byggir ennfremur á rótgrónum viðhorfum samfélagsins til hlutverka og virði kvenna. Þær sem eru óspjallaðar þykja álitlegri kvenkostur og í þessu samhengi snýst nauðgun því um virði konunnar eða stúlkunnar. Saga Aminu minnir á sögu annarar ungrar stúlku frá Túnis sem fór á fund lögreglu til að tilkynna nauðgun sem hún sætti af hálfu tveggja lögreglumanna. Í stað þess að taka upp mál hennar var stúlkan sjálf ákærð fyrir ósiðsemi.Bann við fóstureyðingum þegar um nauðgun er að ræða! Á Írlandi er fóstureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir og þá og því aðeins leyfileg ef raunveruleg og mikil hætta er á að kona eða stúlka láti lífið á meðgöngu. Ekki var þó skýrt kveðið á um þetta þrönga ákvæði í lögum landsins og olli það miklu hugarvíli meðal heilbrigðisstarfsfólks sem var oft í mikilli óvissu um hvernig ætti að túlka þennan rétt. Vegna ágalla í löggjöfinni hafa konur sem unnt hefði verið að bjarga látið lífið á meðgöngu á Írlandi. Í júlí 2013 tóku írsk stjórnvöld loks þá ákvörðun að binda ákvæðið um réttinn til fóstureyðingar skýrt í lög ef líf konu er í hættu, en þar fyrir utan geta konur átt von á allt að 14 ára fangelsisdóm leiti þær sér fóstureyðingar. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóstureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz, 22 ára gömul kona frá El Salvador, glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðlað til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty-félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador að bjarga lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemmbúnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar. Allt eru þetta brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi og milljónir sæta á degi hverjum. Þess vegna mun Amnesty International ýta úr vör herferðinni, Líkami minn, réttindi mín, sem beinir sjónum að kyn - og frjósemisréttindum okkar.Heyrir undir öll mannréttindi! Um 1,8 milljarðar ungs fólks búa við þá ógn að kyn- og frjósemisréttindi þeirra verði hunsuð, þrátt fyrir loforð ríkja Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla þessi réttindi. Loforðin voru skjalfest í Karíró-aðgerðaáætluninni fyrir 20 árum á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og þróun. Í apríl 2014 koma leiðtogar heimsins saman á sömu ráðstefnu til að ræða hvað hefur áunnist síðan Karíó-aðgerðaáætlunin var samþykkt. Hætta er á að ríki Sameinuðu þjóðanna standi ekki við stóru orðin þar sem þrýstingur ýmissa íhaldssamra ríkisstjórna og trúarhópa er mikill um að útvatna kyn– og frjósemisréttindi. Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynvitund, kynferði, kynhneigð og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingana. En um heim allan er fólki refsað – af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað að taka þær yfirhöfuð. Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Réttindin ná til allra borgaralegra, stjórnmálalegra, félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra réttinda. Næstu tvö árin mun Amnesty International taka fyrir mál í fimm löndum og landsvæðum þar sem brotið er á kyn- og frjósemisréttindum þ.e. í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó, í Norðvestur-Afríku og á Írlandi. Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að taka þátt í aðgerð samtakanna og þrýsta á leiðtoga heims að standa við loforð sín um að vernda heilsu og mannréttindi ungs fólks alls staðar.https://www.netakall.is/adgerdir/seld-i-hjonaband-11-ara/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir mörg okkar er frelsi til að velja hvað við gerum við líkama okkar og líf sjálfsögð mannréttindi. Við veljum hvern við elskum, hvernig við tjáum þá ást og hvort og hvenær við viljum eignast börn. Þessar ákvarðanir tökum við frjálst, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okkur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Víða um heim eru þó margir sviptir þessu frelsi eða sæta refsingu fyrir að framfylgja því. Í Úganda eiga samkynhneigðir nú á hættu að sæta lífstíðarfangelsi vegna kynhneigðar sinnar og þeir sem styðja við bakið á réttindabaráttu hinsegin fólks í landinu eða tilgreina ekki hvar samkynhneigðir halda sig, eiga jafnframt á hættu að sæta refsingu. Í Búrkína Fasó er konum ekki gefin getnaðarvörn nema með samþykki maka eða foreldra. Í Marokkó, Alsír og Túnis neyðast fórnarlömb nauðgana oft til að giftast kvalara sínum því lögin í umræddum löndum kveða á um að gerandi kynferðisbrota geti sloppið undan refsingu með því að giftast þolandanum. Amina Filali frá Marokkó er eitt af mörgum fórnarlömbum þessara laga. Hún var neydd til að giftast nauðgara sínum á unga aldri. Angist Aminu var svo mikil að hún ákvað að svipta sig lífi með því að gleypa rottueitur þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Í stað þess að ríkið verndi þolendur kynferðisofbeldis og veiti þeim stuðning er þeim refsað á miskunarlausan hátt. Vandinn byggir ennfremur á rótgrónum viðhorfum samfélagsins til hlutverka og virði kvenna. Þær sem eru óspjallaðar þykja álitlegri kvenkostur og í þessu samhengi snýst nauðgun því um virði konunnar eða stúlkunnar. Saga Aminu minnir á sögu annarar ungrar stúlku frá Túnis sem fór á fund lögreglu til að tilkynna nauðgun sem hún sætti af hálfu tveggja lögreglumanna. Í stað þess að taka upp mál hennar var stúlkan sjálf ákærð fyrir ósiðsemi.Bann við fóstureyðingum þegar um nauðgun er að ræða! Á Írlandi er fóstureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir og þá og því aðeins leyfileg ef raunveruleg og mikil hætta er á að kona eða stúlka láti lífið á meðgöngu. Ekki var þó skýrt kveðið á um þetta þrönga ákvæði í lögum landsins og olli það miklu hugarvíli meðal heilbrigðisstarfsfólks sem var oft í mikilli óvissu um hvernig ætti að túlka þennan rétt. Vegna ágalla í löggjöfinni hafa konur sem unnt hefði verið að bjarga látið lífið á meðgöngu á Írlandi. Í júlí 2013 tóku írsk stjórnvöld loks þá ákvörðun að binda ákvæðið um réttinn til fóstureyðingar skýrt í lög ef líf konu er í hættu, en þar fyrir utan geta konur átt von á allt að 14 ára fangelsisdóm leiti þær sér fóstureyðingar. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóstureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz, 22 ára gömul kona frá El Salvador, glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðlað til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty-félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador að bjarga lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemmbúnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar. Allt eru þetta brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi og milljónir sæta á degi hverjum. Þess vegna mun Amnesty International ýta úr vör herferðinni, Líkami minn, réttindi mín, sem beinir sjónum að kyn - og frjósemisréttindum okkar.Heyrir undir öll mannréttindi! Um 1,8 milljarðar ungs fólks búa við þá ógn að kyn- og frjósemisréttindi þeirra verði hunsuð, þrátt fyrir loforð ríkja Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla þessi réttindi. Loforðin voru skjalfest í Karíró-aðgerðaáætluninni fyrir 20 árum á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og þróun. Í apríl 2014 koma leiðtogar heimsins saman á sömu ráðstefnu til að ræða hvað hefur áunnist síðan Karíó-aðgerðaáætlunin var samþykkt. Hætta er á að ríki Sameinuðu þjóðanna standi ekki við stóru orðin þar sem þrýstingur ýmissa íhaldssamra ríkisstjórna og trúarhópa er mikill um að útvatna kyn– og frjósemisréttindi. Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynvitund, kynferði, kynhneigð og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingana. En um heim allan er fólki refsað – af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað að taka þær yfirhöfuð. Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Réttindin ná til allra borgaralegra, stjórnmálalegra, félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra réttinda. Næstu tvö árin mun Amnesty International taka fyrir mál í fimm löndum og landsvæðum þar sem brotið er á kyn- og frjósemisréttindum þ.e. í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó, í Norðvestur-Afríku og á Írlandi. Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að taka þátt í aðgerð samtakanna og þrýsta á leiðtoga heims að standa við loforð sín um að vernda heilsu og mannréttindi ungs fólks alls staðar.https://www.netakall.is/adgerdir/seld-i-hjonaband-11-ara/
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun