Búskaparbasl og þjóðarhagur Þórólfur Matthíasson skrifar 7. mars 2014 06:00 Forsvarsmenn bænda og stjórnmálamenn í leiðtogastöðum halda því fram að landbúnaður á Íslandi sé þjóðhagslega hagkvæmur. Skoðum hversu traustum fótum sú staðhæfing stendur.Framlag til landsframleiðslu Hagstofa Íslands hefur nýverið opinberað hagreikninga landbúnaðarins fyrir árið 2013. Samkvæmt bókhaldi Hagstofunnar námu opinberir styrkir til greinarinnar 9,9 milljörðum króna það ár. Fjárlagaáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir að styrkupphæðin yrði um 12 milljarðar króna. Væntanlega er flokkun Hagstofunnar hvað teljist styrkir til landbúnaðar íhaldssamari en flokkun fjármálaráðuneytisins. Hagstofan telur hreint vinnsluvirði landbúnaðar, styrkir innifaldir, hafa verið 13,9 milljarðar króna árið 2013. Framlag landbúnaðarins til landsframleiðslunnar, þegar ríkis-styrkirnir eru dregnir frá, var 4,0 milljarðar króna árið 2013.Skipting hreinna landbúnaðartekna Hreinn fjármagnskostnaður landbúnaðarins, samkvæmt Hagstofunni, nam fjórum milljörðum króna árið 2013 og leigugjöld námu 0,1 milljarði króna. Þannig að hefði 9,9 milljarða króna framlag úr ríkissjóði ekki komið til hefði landbúnaðurinn ekki getað greitt laun og ekkert hefði heldur verið eftir í formi rekstrarhagnaðar og einyrkjatekna! Landbúnaður er ekki þjóðhagslega hagkvæmur með núverandi fyrirkomulagi. Uppgjör Hagstofunnar er gert á grundvelli innlends verðlags á landbúnaðarvörum. Væri innflutningsverðlag lagt til grundvallar, að hætti OECD, myndi framlag landbúnaðar til landsframleiðslu verða minna en ekki neitt! Landbúnaður með þeirri styrkja- og boða- og bannaumgjörð sem rekin er á Íslandi er eins fjarri því að vera þjóðhagslega hagkvæmur og hægt er. Greinin stendur ekki undir launagreiðslum óstudd. Um 3-5000 manns með fulla starfsgetu eru beinlínis á framfæri skattgreiðenda við að mjólka kýr og smala kindum. Þarf þetta að vera svo? Alls ekki! En til að greinin komist úr þessari stöðu styrkþiggjandans þarf að gjörbylta allri stofnanaumgjörð landbúnaðarins, afnema einkarétt afurðastöðva og veita inn frískum vindum samkeppninnar. Bæld samkeppni gefur bælda afkomu bænda og búaliðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn bænda og stjórnmálamenn í leiðtogastöðum halda því fram að landbúnaður á Íslandi sé þjóðhagslega hagkvæmur. Skoðum hversu traustum fótum sú staðhæfing stendur.Framlag til landsframleiðslu Hagstofa Íslands hefur nýverið opinberað hagreikninga landbúnaðarins fyrir árið 2013. Samkvæmt bókhaldi Hagstofunnar námu opinberir styrkir til greinarinnar 9,9 milljörðum króna það ár. Fjárlagaáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir að styrkupphæðin yrði um 12 milljarðar króna. Væntanlega er flokkun Hagstofunnar hvað teljist styrkir til landbúnaðar íhaldssamari en flokkun fjármálaráðuneytisins. Hagstofan telur hreint vinnsluvirði landbúnaðar, styrkir innifaldir, hafa verið 13,9 milljarðar króna árið 2013. Framlag landbúnaðarins til landsframleiðslunnar, þegar ríkis-styrkirnir eru dregnir frá, var 4,0 milljarðar króna árið 2013.Skipting hreinna landbúnaðartekna Hreinn fjármagnskostnaður landbúnaðarins, samkvæmt Hagstofunni, nam fjórum milljörðum króna árið 2013 og leigugjöld námu 0,1 milljarði króna. Þannig að hefði 9,9 milljarða króna framlag úr ríkissjóði ekki komið til hefði landbúnaðurinn ekki getað greitt laun og ekkert hefði heldur verið eftir í formi rekstrarhagnaðar og einyrkjatekna! Landbúnaður er ekki þjóðhagslega hagkvæmur með núverandi fyrirkomulagi. Uppgjör Hagstofunnar er gert á grundvelli innlends verðlags á landbúnaðarvörum. Væri innflutningsverðlag lagt til grundvallar, að hætti OECD, myndi framlag landbúnaðar til landsframleiðslu verða minna en ekki neitt! Landbúnaður með þeirri styrkja- og boða- og bannaumgjörð sem rekin er á Íslandi er eins fjarri því að vera þjóðhagslega hagkvæmur og hægt er. Greinin stendur ekki undir launagreiðslum óstudd. Um 3-5000 manns með fulla starfsgetu eru beinlínis á framfæri skattgreiðenda við að mjólka kýr og smala kindum. Þarf þetta að vera svo? Alls ekki! En til að greinin komist úr þessari stöðu styrkþiggjandans þarf að gjörbylta allri stofnanaumgjörð landbúnaðarins, afnema einkarétt afurðastöðva og veita inn frískum vindum samkeppninnar. Bæld samkeppni gefur bælda afkomu bænda og búaliðs.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar