Að bæta lífskjörin? Ekkert mál Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. febrúar 2014 06:00 Í skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum1) kemur fram að þó finna megi tilvik þar sem krónan hefur gagnast til að draga úr efnahagsáföllum þá er myntsvæðið okkar það lítið að í raun stuðlar krónan að óstöðugleika og dregur úr atvinnuframboði. Seðlabankinn kemst að þeirri niðurstöðu að „við evruaðild mun landsframleiðsla aukast um 1,5-11%, eða um 65-179 ma.kr. á ári“. Ávinningurinn í lífskjörum verður mun meiri, trúlega um 20-30%. Þetta gerist með því að meðallaun hækka og verð vöru og þjónustu lækkar og vextir lækka. Það verður því talsvert meira til skiptanna hjá heimilunum þegar við erum búin að kaupa sama magn af vörum og þjónustu og greiða af lánum. Við getum nýtt þann afgang til að lækka skuldir, draga úr yfirvinnu og njóta frístunda. Þegar á allt þetta er litið gerir þetta a.m.k. 20-30% í lífskjörum. Allar helstu atvinnugreinar í landinu njóta evrunnar með því að fjármagnskostnaður lækkar, verðtrygging verður óþörf, fjármagnshöft hverfa og til kemur stöðugleiki. Lítum á áhrif evrunnar á einstakar atvinnugreinar:1. Sjávarútvegurinn býr við minni tekjusveiflur en áður vegna aflamarks og þarf ekki gengisfellingar með krónu.2. Orkuframleiðsla og orkufrekur iðnaður. Best er að tekjur séu í sömu mynt og útgjöld. Lækkun krónu veldur vanda fremur en hitt sbr. vandræði Orkuveitu Reykjavíkur.3. Ferðaþjónusta gefur út verðskrár í evrum og dollurum. Gengisáhætta minnkar og ferðamönnum fjölgar með lægra verði vöru og þjónustu.4. Skapandi greinar og hátækniiðnaður, fyrirtæki eins og Össur, Marel, Íslensk erfðagreining, kvikmyndagerð, tónlistarmenn og hugbúnaðargerð. Fjármagnshöftin koma illa við þessar greinar. Svona fyrirtæki fara síður úr landi, nýfjárfesting vex verulega.5. Bankarnir hagnast á stöðugleika og minni gengisáhættu. Við fáum erlenda banka hingað til að keppa við okkar banka, ekki síst ef Ísland fær aðild að hinu nýja bankasambandi. Erlendir bankar minnka hættu á krosseignartengslum og samþjöppun eignarhalds í bankarekstri sem var einn helsti vandinn fyrir hrun. Fjármagnskostnaður á Íslandi mun lækka um tugi ef ekki hundruð milljarða króna á ári. Fyrir skuldugri heimili mun lækkun vaxta og vöruverðs nema um 50 til 100 þús. kr. á mánuði sem er 10-20% af útgjöldum þeirra.6. Verslun og netviðskipti verða ódýrari og einfaldari í sama gjaldmiðli. Þetta lækkar verð vöru og þjónustu og úrvalið eykst.7. Landbúnaðurinn hagnast á evrunni því flytja þarf inn flest aðföng svo sem áburð og tæki en útflutningur er lítill.Kjarasamningarnir Mikilvægt er að ljúka aðildarviðræðum að Evrópusambandinu og búa í haginn fyrir upptöku evru. Núverandi stjórnarflokkar standa enn ekki við kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna. Aðilar að kjarasamningum standa frammi fyrir þeim vanda að krónutöluhækkanir launa bæta ekki kaupmáttinn. Nú eru um ¾ landsmanna á því að rétt sé að ljúka aðildarviðræðunum. Því miður tekur nokkur ár að fá fram ávinninginn af ESB og evruaðild. Strax ætti að opna á tollfrjálsan innflutning landbúnaðarafurða sem bætir hag heimilanna um 5-10%. Ofurtollar og innflutningsbönn á nauðsynjavöru eru glórulausir gagnvart efnaminni heimilunum í landinu. Kröfur til stjórnvalda í þessum samningum ættu því að vera þessar: 1) Opnað verði á tollfrjálsan innflutning landbúnaðarafurða. 2) Haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor um hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið. Samtals munu þessir tveir liðir bæta hag heimilanna líklega um 25% til 40% þegar allt er komið fram. Að sjálfsögðu fylgja aðild að Evrópusambandinu ýmsir fleiri kostir og gallar. Þjóðin mun taka afstöðu til þess þegar fram líða stundir. Með von um góða samninga sem bæta lífskjörin varanlega. Tilvísanir: 1) Seðlabanki Íslands. Sérritið: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálumLesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum1) kemur fram að þó finna megi tilvik þar sem krónan hefur gagnast til að draga úr efnahagsáföllum þá er myntsvæðið okkar það lítið að í raun stuðlar krónan að óstöðugleika og dregur úr atvinnuframboði. Seðlabankinn kemst að þeirri niðurstöðu að „við evruaðild mun landsframleiðsla aukast um 1,5-11%, eða um 65-179 ma.kr. á ári“. Ávinningurinn í lífskjörum verður mun meiri, trúlega um 20-30%. Þetta gerist með því að meðallaun hækka og verð vöru og þjónustu lækkar og vextir lækka. Það verður því talsvert meira til skiptanna hjá heimilunum þegar við erum búin að kaupa sama magn af vörum og þjónustu og greiða af lánum. Við getum nýtt þann afgang til að lækka skuldir, draga úr yfirvinnu og njóta frístunda. Þegar á allt þetta er litið gerir þetta a.m.k. 20-30% í lífskjörum. Allar helstu atvinnugreinar í landinu njóta evrunnar með því að fjármagnskostnaður lækkar, verðtrygging verður óþörf, fjármagnshöft hverfa og til kemur stöðugleiki. Lítum á áhrif evrunnar á einstakar atvinnugreinar:1. Sjávarútvegurinn býr við minni tekjusveiflur en áður vegna aflamarks og þarf ekki gengisfellingar með krónu.2. Orkuframleiðsla og orkufrekur iðnaður. Best er að tekjur séu í sömu mynt og útgjöld. Lækkun krónu veldur vanda fremur en hitt sbr. vandræði Orkuveitu Reykjavíkur.3. Ferðaþjónusta gefur út verðskrár í evrum og dollurum. Gengisáhætta minnkar og ferðamönnum fjölgar með lægra verði vöru og þjónustu.4. Skapandi greinar og hátækniiðnaður, fyrirtæki eins og Össur, Marel, Íslensk erfðagreining, kvikmyndagerð, tónlistarmenn og hugbúnaðargerð. Fjármagnshöftin koma illa við þessar greinar. Svona fyrirtæki fara síður úr landi, nýfjárfesting vex verulega.5. Bankarnir hagnast á stöðugleika og minni gengisáhættu. Við fáum erlenda banka hingað til að keppa við okkar banka, ekki síst ef Ísland fær aðild að hinu nýja bankasambandi. Erlendir bankar minnka hættu á krosseignartengslum og samþjöppun eignarhalds í bankarekstri sem var einn helsti vandinn fyrir hrun. Fjármagnskostnaður á Íslandi mun lækka um tugi ef ekki hundruð milljarða króna á ári. Fyrir skuldugri heimili mun lækkun vaxta og vöruverðs nema um 50 til 100 þús. kr. á mánuði sem er 10-20% af útgjöldum þeirra.6. Verslun og netviðskipti verða ódýrari og einfaldari í sama gjaldmiðli. Þetta lækkar verð vöru og þjónustu og úrvalið eykst.7. Landbúnaðurinn hagnast á evrunni því flytja þarf inn flest aðföng svo sem áburð og tæki en útflutningur er lítill.Kjarasamningarnir Mikilvægt er að ljúka aðildarviðræðum að Evrópusambandinu og búa í haginn fyrir upptöku evru. Núverandi stjórnarflokkar standa enn ekki við kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna. Aðilar að kjarasamningum standa frammi fyrir þeim vanda að krónutöluhækkanir launa bæta ekki kaupmáttinn. Nú eru um ¾ landsmanna á því að rétt sé að ljúka aðildarviðræðunum. Því miður tekur nokkur ár að fá fram ávinninginn af ESB og evruaðild. Strax ætti að opna á tollfrjálsan innflutning landbúnaðarafurða sem bætir hag heimilanna um 5-10%. Ofurtollar og innflutningsbönn á nauðsynjavöru eru glórulausir gagnvart efnaminni heimilunum í landinu. Kröfur til stjórnvalda í þessum samningum ættu því að vera þessar: 1) Opnað verði á tollfrjálsan innflutning landbúnaðarafurða. 2) Haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor um hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið. Samtals munu þessir tveir liðir bæta hag heimilanna líklega um 25% til 40% þegar allt er komið fram. Að sjálfsögðu fylgja aðild að Evrópusambandinu ýmsir fleiri kostir og gallar. Þjóðin mun taka afstöðu til þess þegar fram líða stundir. Með von um góða samninga sem bæta lífskjörin varanlega. Tilvísanir: 1) Seðlabanki Íslands. Sérritið: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálumLesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun