Þjóðaratkvæði Þorbjörn Broddason skrifar 22. febrúar 2014 06:00 „... það er ákveðinn ómöguleiki hér til staðar,sem ekki er hægt að komast í kringum.“ (Bjarni Benediktsson, 19. febrúar 2014) Mér eru málefni Evrópu og þar með Evrópusambandsins hugleikin líkt og mörgum öðrum. Ég fagnaði umsókn Íslands um inngöngu og var bjartsýnn á að samningaviðræðum mundi ljúka með niðurstöðu, sem ég gæti tekið afstöðu til í þjóðaratkvæði. Ég er með öðrum orðum viðræðusinni samkvæmt skilningi Þorsteins Pálssonar (sjá pistil á visir.is frá 18. fyrra mánaðar). Þegar viðræður hafa verið leiddar til lykta mun ég breytast í annað tveggja, aðildarsinna eða aðildarandstæðing. Fyrr ekki. Þess vegna komu mjög flatt upp á mig þau orð formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann mælti á Alþingi 19. febrúar, að það væri að koma æ betur í ljós að eina leiðin til þess að „virkja vilja þjóðarinnar“ væri að gera það „með þjóðaratkvæðagreiðslu um viljann til aðganga í Evrópusambandið…“ Formaðurinn býður mér sem sagt og þeim tvö hundruð og fjörutíu þúsund öðrum, sem mundu vera á kjörskrá í þjóðaratkvæði, að kjósa um spurningu, sem ekki er unnt að svara fyrr en að loknum viðræðum, í stað þess að bjóða okkur að svara hinni skýru spurningu hvort við viljum halda áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið eða slíta þeim. Því hefur heyrst fleygt að Bjarni Benediktsson sé vaxandi stjórnmálamaður. Ekki treysti ég mér til að dæma um það en vera má að þessi skoðun sé afstæð og standi í sambandi við nærtækan samanburð. Þegar ég heyrði ofangreind ummæli formannsins í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 20. febrúar varð mér hins vegar ljóst að Evrópusambandsumræðan hefur orðið honum að tilefni til að lyfta kunnuglegu merki ósvífninnar á ný í slíkar hæðir að eldur stoltsins hlýtur að loga í æðum eins fyrirrennara hans. Reyndar gat hvarflað að hrekklausum útvarpshlustanda að texti formannsins hefði hreinlega verið saminn uppi í Hádegismóum.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„... það er ákveðinn ómöguleiki hér til staðar,sem ekki er hægt að komast í kringum.“ (Bjarni Benediktsson, 19. febrúar 2014) Mér eru málefni Evrópu og þar með Evrópusambandsins hugleikin líkt og mörgum öðrum. Ég fagnaði umsókn Íslands um inngöngu og var bjartsýnn á að samningaviðræðum mundi ljúka með niðurstöðu, sem ég gæti tekið afstöðu til í þjóðaratkvæði. Ég er með öðrum orðum viðræðusinni samkvæmt skilningi Þorsteins Pálssonar (sjá pistil á visir.is frá 18. fyrra mánaðar). Þegar viðræður hafa verið leiddar til lykta mun ég breytast í annað tveggja, aðildarsinna eða aðildarandstæðing. Fyrr ekki. Þess vegna komu mjög flatt upp á mig þau orð formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann mælti á Alþingi 19. febrúar, að það væri að koma æ betur í ljós að eina leiðin til þess að „virkja vilja þjóðarinnar“ væri að gera það „með þjóðaratkvæðagreiðslu um viljann til aðganga í Evrópusambandið…“ Formaðurinn býður mér sem sagt og þeim tvö hundruð og fjörutíu þúsund öðrum, sem mundu vera á kjörskrá í þjóðaratkvæði, að kjósa um spurningu, sem ekki er unnt að svara fyrr en að loknum viðræðum, í stað þess að bjóða okkur að svara hinni skýru spurningu hvort við viljum halda áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið eða slíta þeim. Því hefur heyrst fleygt að Bjarni Benediktsson sé vaxandi stjórnmálamaður. Ekki treysti ég mér til að dæma um það en vera má að þessi skoðun sé afstæð og standi í sambandi við nærtækan samanburð. Þegar ég heyrði ofangreind ummæli formannsins í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 20. febrúar varð mér hins vegar ljóst að Evrópusambandsumræðan hefur orðið honum að tilefni til að lyfta kunnuglegu merki ósvífninnar á ný í slíkar hæðir að eldur stoltsins hlýtur að loga í æðum eins fyrirrennara hans. Reyndar gat hvarflað að hrekklausum útvarpshlustanda að texti formannsins hefði hreinlega verið saminn uppi í Hádegismóum.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun