Ofurtollaðar mjólkurvörur á ofurverði Þórólfur Matthíasson skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun