Skemmtidagskrá í Guantanamo Jónas Sen skrifar 6. febrúar 2014 10:00 Ryoji Ikeda Tónlist: Verk eftir Ryoji Ikeda Hátíð helgaðri sjónrænni tónlist Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 1. febrúar Sjónræn tónlist er eitthvað sem verður æ meira áberandi. Sumir tónleikanna á síðustu Airwaves-hátíðinni voru t.d. skreyttir myndefni. Á Bíófilíu-tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur voru stórir skjáir með gríðarlega flottum myndskeiðum undir nánast hverju lagi. Og eitt aðalatriðið á Myrkum músíkdögum í fyrra var þegar Megumi Masaki flutti tónverk byggt á kvikmyndum Alfreds Hitchcocks. Þannig mætti lengi telja. Þetta er ekkert skrýtið í ljósi þess að skjáir eru allt í kringum okkur, frá snjallsímum upp í flatskjái, í matvöruverslunum, flugvélum og heima í stofu. Flest af því sem þar sést inniheldur tónlist. Fólk er því farið að gera kröfu um að upplifa tónlist á tónleikum í sýnilegri mynd. Og ef það er ekki hægt, eins og t.d. á Sinfóníutónleikum, þá alltént að geta lesið eitthvað fróðlegt um tónlistina í tónleikaskrám. Ég hugsa að það sé orðið býsna sjaldgæft að maður loki bara augunum og hlusti. Um helgina var haldin hátíð sem var helguð sjónrænni tónlist, að þessu sinni samspili tónlistar og afstrakt myndlistar. Þetta tengdist spænskri hátíð sem nefnist Punto y Raya. Á hennar vegum var m.a. haldin alþjóðleg samkeppni stuttmynda, og mátti sjá allt það besta úr keppninni á hátíðinni hér. Því miður missti ég af opnunartónleikunum á fimmtudagskvöldið, með nýjum verkum eftir Huga Guðmundsson og Önnu Þorvaldsdóttur. Ég fór hins vegar á lokatónleikana, sem voru í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöldið. Þar tróð upp hinn japanski Ryoji Ikeda. Sýnilegi þátturinn var mjög flottur. Hann byrjaði sem eins konar skjáhvíla í tvívídd. Svo magnaðist hann og varð að flókinni þrívídd sem var hrein veisla fyrir augað. Tónlistin var ekki eins áhugaverð. Hún var ákaflega endurtekningarsöm, samanstóð megnið af tímanum af einhverju sem helst líktist vélbyssuskothríð og fallbyssudrunum. Það hefði í sjálfu sér verið ásættanlegt, tónlist getur verið svo margt. Vissulega passaði hún prýðilega við það sem sást á skjánum. Gallinn var sá að hún var afar hátt stillt og það var þreytandi að þurfa að halda fyrir eyrun í heil þrjú korter. Þurfti þetta að vera svona? Mér datt í hug að einhvern veginn á þessa leið væru skemmtikvöld í Guantanamo-búðunum. Fangar eru m.a. pyntaðir með hávaða, þeir fá ekki að sofa og loks brotna þeir saman. Þannig var upplifunin á tónleikunum. Á endanum leið mér eins og ég þyrfti að standa upp og segja frá öllu sem ég hef gert af mér í gegnum tíðina. Bara til að fá þögn. Máttur óhljóðanna er mikill.Niðurstaða: Sjónrænt flott en óþarflega hávaðsamt verk eftir Ryoji Ikeda. Gagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist: Verk eftir Ryoji Ikeda Hátíð helgaðri sjónrænni tónlist Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 1. febrúar Sjónræn tónlist er eitthvað sem verður æ meira áberandi. Sumir tónleikanna á síðustu Airwaves-hátíðinni voru t.d. skreyttir myndefni. Á Bíófilíu-tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur voru stórir skjáir með gríðarlega flottum myndskeiðum undir nánast hverju lagi. Og eitt aðalatriðið á Myrkum músíkdögum í fyrra var þegar Megumi Masaki flutti tónverk byggt á kvikmyndum Alfreds Hitchcocks. Þannig mætti lengi telja. Þetta er ekkert skrýtið í ljósi þess að skjáir eru allt í kringum okkur, frá snjallsímum upp í flatskjái, í matvöruverslunum, flugvélum og heima í stofu. Flest af því sem þar sést inniheldur tónlist. Fólk er því farið að gera kröfu um að upplifa tónlist á tónleikum í sýnilegri mynd. Og ef það er ekki hægt, eins og t.d. á Sinfóníutónleikum, þá alltént að geta lesið eitthvað fróðlegt um tónlistina í tónleikaskrám. Ég hugsa að það sé orðið býsna sjaldgæft að maður loki bara augunum og hlusti. Um helgina var haldin hátíð sem var helguð sjónrænni tónlist, að þessu sinni samspili tónlistar og afstrakt myndlistar. Þetta tengdist spænskri hátíð sem nefnist Punto y Raya. Á hennar vegum var m.a. haldin alþjóðleg samkeppni stuttmynda, og mátti sjá allt það besta úr keppninni á hátíðinni hér. Því miður missti ég af opnunartónleikunum á fimmtudagskvöldið, með nýjum verkum eftir Huga Guðmundsson og Önnu Þorvaldsdóttur. Ég fór hins vegar á lokatónleikana, sem voru í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöldið. Þar tróð upp hinn japanski Ryoji Ikeda. Sýnilegi þátturinn var mjög flottur. Hann byrjaði sem eins konar skjáhvíla í tvívídd. Svo magnaðist hann og varð að flókinni þrívídd sem var hrein veisla fyrir augað. Tónlistin var ekki eins áhugaverð. Hún var ákaflega endurtekningarsöm, samanstóð megnið af tímanum af einhverju sem helst líktist vélbyssuskothríð og fallbyssudrunum. Það hefði í sjálfu sér verið ásættanlegt, tónlist getur verið svo margt. Vissulega passaði hún prýðilega við það sem sást á skjánum. Gallinn var sá að hún var afar hátt stillt og það var þreytandi að þurfa að halda fyrir eyrun í heil þrjú korter. Þurfti þetta að vera svona? Mér datt í hug að einhvern veginn á þessa leið væru skemmtikvöld í Guantanamo-búðunum. Fangar eru m.a. pyntaðir með hávaða, þeir fá ekki að sofa og loks brotna þeir saman. Þannig var upplifunin á tónleikunum. Á endanum leið mér eins og ég þyrfti að standa upp og segja frá öllu sem ég hef gert af mér í gegnum tíðina. Bara til að fá þögn. Máttur óhljóðanna er mikill.Niðurstaða: Sjónrænt flott en óþarflega hávaðsamt verk eftir Ryoji Ikeda.
Gagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira