Íslendingar eru oft slappir sölumenn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2014 08:00 Andri Heiðar hefur starfað hjá LinkedIn frá nóvember 2012, síðan hefur fyrirtækið ráðið til sín 1.500 manns. mynd/Shalva Kashmadze LinkedIn er eitt fyrirtækja í Kísildalnum sem vex hvað hraðast en þar starfa núna rúmlega 5.000 manns og í hverjum mánuði eru ráðnir um eða yfir 100 nýir starfsmenn. Einn þeirra er Andri Heiðar Kristinsson sem er „product manager“ eða þróunarstjóri hjá SlideShare sem er fyrirtæki sem LinkedIn keypti í fyrra fyrir 119 milljónir Bandaríkjadala. „SlideShare er stærsti vefur í heimi fyrir kynningarglærur, skjöl hvers konar og upplýsingar og er hluti af LinkedIn. LinkedIn er sem stendur með yfir 260 milljónir notenda, tveir notendur bætast við á hverri sekúndu allan sólarhringinn. SlideShare er með um 70 milljónir notenda. Ég stýri farsímalausnum fyrir fyrirtækið sem við komum til með að kynna í mars á þessu ári,“ segir Andri Heiðar. Andri stofnaði og starfaði sem framkvæmdastjóri Innovit frumkvöðlaseturs hérlendis áður en hann flutti til Kaliforníu til að leggja stund á MBA-nám við Stanford-háskóla.Sprotafyrirtæki innan stórfyrirtækis „Ég hafði verið mikið viðloðandi nýsköpun og lítil sprotafyrirtæki heima þannig að eftir námið við Stanford langaði mig til að fá svolítið nýja sýn á þessi mál og prófa að starfa hjá stærra fyrirtæki við nýsköpun. LinkedIn byrjaði í sjálfu sér ekki fyrir mörgum árum og var sprotafyrirtæki sjálft og tók þátt í svona hröðum vexti á þessari stærðargráðu. LinkedIn er á góðri leið með að verða eitt af þessum stóru fyrirtækjum á skala á við Facebook, Google og Amazon og bara frá því ég var ráðinn hér í nóvember 2012 er búið að ráða inn 1.500 manns. Mig langaði til að sjá hvernig maður býr til vörur og vinnur með teymum sem eru að vaxa á svona hraða og starfa á þessari stærðargráðu,“ segir Andri Heiðar. Hann segist hafa fengið þau skilaboð um leið og hann byrjaði að ráða inn, eins hratt og hann gat, eins mörgu góðu fólki og hann gat og stækka eins hratt og mögulegt væri þar sem markmiðið var að ná inn tíu milljónum notenda með farsímalausnir SlideShare á einu ári. „Þetta er auðvitað magnað, hvað hraðinn er mikill og reynslan er ómetanleg,“ segir Andri. Andri segir teymið sem hann stjórnar enn vera frekar lítið innan LinkedIn en í grunninn eru þau sex sem starfa aðeins við farsímalausnir SlideShare. „Við erum að reyna að ráða inn fólk eins og við getum en fyrir utan kjarnateymið erum við með töluvert af fólki í kringum okkur sem starfar með okkur og öðrum teymum við gervigreind, markaðsmál, gagnagreiningu og fleira. Ætli þetta sé ekki alls um fimmtán manns sem koma að því að þróa þessar lausnir en við erum að stækka frekar hratt,“ segir Andri. Hann segist líta á verkefni sitt sem nokkurs konar sprotafyrirtæki innan stórfyrirtækis. „Þetta er auðvitað alger lúxus í því ljósi þar sem ég hef aðgang að auðlindum LinkedIn til að framkvæma hluti hratt og vel ásamt auðvitað ógrynni af fólki til að gefa mér ráð og læra af og það er mjög dýrmætt,“ segir hann.SlideShare er stærsti vefur í heimi fyrir kynningarglærur, skjöl hvers konar og upplýsingar og er hluti af LinkedIn.Vísir/Shalva KashmadzeUmhverfið öðruvísi Andri Heiðar stýrði frumkvöðlasetrinu Innovit í tæplega fimm ár áður en hann ákvað að leggja sprotann á hilluna og sækja sér frekari menntun, en hann er rafmagnstölvuverkfræðingur í grunninn. „Stanford er í hjarta Kísildalsins og það er mjög sniðugt hvað hann er nálægt því helsta sem er að gerast í heiminum í þessum geira en Google-þorpið er til dæmis þarna rétt hjá. Mér finnst fólkið sem þarna stundar nám ekkert endilega vera neitt klárara en það sem maður kynnist heima, en það er bara umhverfið sem er allt öðruvísi,“ segir Andri. Hann segir að í skólanum sé umhverfið og andrúmsloftið þannig að það séu engin takmörk fyrir því sem hægt er að gera og hverju er hægt að áorka. „Það er náttúrulega magnað að stunda nám með fólki sem hefur ýmist verið að ná ótrúlegum árangri á svo mörgum sviðum eins og Wall Street, stofnað skóla í Afríku til að kenna þarlendum stúlkum að lesa eða tekið þátt í stofnun sprotafyrirtækja sem hafa náð undraverðum árangri á skömmum tíma. Síðan verður að viðurkennast að kennararnir eru líka á allt öðru plani en maður á að venjast, Condoleezza Rice til dæmis kenndi mér einn áfanga, stjórnarformaður Google annan og þetta eru dæmi um þau atvik sem standa upp úr; að hafa fengið tækifæri til að heyra sögur beint frá þessu fólki, læra af því sem það hefur gert vel sem og því sem hefur mistekist,“ segir Andri.Í farsímalausnateyminu sem Andri stýrir starfa um 15 manns og fer það stækkandi.Vísir/Shalva KashmadzeÍslenskt sprotaumhverfi Andri segir mikinn mun á íslensku og bandarísku umhverfi fyrir frumkvöðla, þó hann telji að það sé nokkuð margt vel gert hér heima. „Það er auðvitað alltaf sama gamla tuggan, en miðað við höfðatölu og stærð þá er augljóst að við erum að gera ansi margt mjög vel og það er gaman að sjá þessi sprotafyrirtæki sem eru að koma upp og gera góða hluti eins og Clara, Plain Vanilla, Mobilitius og fleiri. Eitt af því sem mér finnst skera sig úr hér í Kísildalnum miðað við Ísland er að hér ríkir meiri skilningur á því hvernig slík fyrirtæki virka, hvað það er sem skiptir máli, eins og að ná notendum snemma og vaxa hratt. Ef við nefnum Plain Vanilla og Quizup sem dæmi, að þá eru margir heima sem sjá ofsjónum yfir því hversu háar fjárhæðir það eru sem verið er að fjárfesta fyrir, það er hvað þessi fyrirtæki þurfa mikið til að halda áfram að vaxa, en þetta eru einfaldlega þær upphæðir sem almennt er verið að fjárfesta fyrir hérna og það sem virkilega þarf til að byggja upp svona fyrirtæki svo vel sé,“ segir Andri.Andri segir mikinn mun á íslensku og bandarísku umhverfi fyrir frumkvöðla, þó hann telji að það sé nokkuð margt vel gert hér heima.Vísir/Shalva KashmadzeÍsland á réttri leið Hann telur að Ísland sé á réttri leið í þessum málaflokki. „En ég held að það vanti þennan skilning á eðli sprotafyrirtækja og mögulega helgast það af því að við eigum enn sem komið er fáa annarrar kynslóðar frumkvöðla hérna. Það er að segja fólk sem hefur náð langt við að stofna fyrirtæki og vegnað vel og getur lagt yngri mönnum og konum lið og þannig fært þekkinguna áfram. Við erum svolítið eftir á heima hvað það varðar, en þó er allt á réttri leið,“ segir Andri. Hann telur að íslensk fyrirtæki séu almennt mjög sterk tæknilega séð og að það sé okkar styrkleiki en hins vegar séu Íslendingar oft slappir sölumenn. „Maður sér það hérna úti hvað þessi fyrirtæki leggja gríðarlega mikla áherslu á báða þessa þætti samtímis. Góð vara nefnilega selur sig ekki sjálf, nema í undantekningartilvikum, og það er magnað að sjá hvernig söluteymin markaðssetja og selja vörurnar sínar hér úti á mun afkastameiri og betri hátt en ég hef séð heima svona allajafna,“ segir Andri. Hann telur einnig að skilningur á mistökum sé lítill á Íslandi. „Mér finnst einnig mjög áberandi munur hérna í Dalnum hversu mikil þolinmæði er fyrir því að mönnum mistakist. Það er gífurlega algengt hér að menn stofni fyrirtæki sem síðan ganga ekki upp, kannski tapa einhverjir fjárfestar en þeir gera ráð fyrir því ef þeir eru að fjárfesta í þessum bransa á annað borð að svo geti farið. Ef menn hætta „heiðarlega“ og fara „heiðarlega“ á hausinn eða leggja niður fyrirtækið þá er mjög mikill skilningur fyrir slíku. Það er litið á það sem góða reynslu að byrja síðan upp á nýtt. En bæði heima sem og almennt í Evrópu og Asíu, sérstaklega Japan, þá virðist sem því fylgi mikil skömm að mistakast sem bæði heftir það að menn þori að taka áhættu og ekki síður að menn þora ekki að hætta, sjá ef til vill að hlutirnir eru ekki að ganga upp og oft væri bara betra að hætta fyrr og takmarka tapið. Hér er mikil jákvæðni fyrir því að menn læri af reynslunni,“ segir Andri að lokum. Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
LinkedIn er eitt fyrirtækja í Kísildalnum sem vex hvað hraðast en þar starfa núna rúmlega 5.000 manns og í hverjum mánuði eru ráðnir um eða yfir 100 nýir starfsmenn. Einn þeirra er Andri Heiðar Kristinsson sem er „product manager“ eða þróunarstjóri hjá SlideShare sem er fyrirtæki sem LinkedIn keypti í fyrra fyrir 119 milljónir Bandaríkjadala. „SlideShare er stærsti vefur í heimi fyrir kynningarglærur, skjöl hvers konar og upplýsingar og er hluti af LinkedIn. LinkedIn er sem stendur með yfir 260 milljónir notenda, tveir notendur bætast við á hverri sekúndu allan sólarhringinn. SlideShare er með um 70 milljónir notenda. Ég stýri farsímalausnum fyrir fyrirtækið sem við komum til með að kynna í mars á þessu ári,“ segir Andri Heiðar. Andri stofnaði og starfaði sem framkvæmdastjóri Innovit frumkvöðlaseturs hérlendis áður en hann flutti til Kaliforníu til að leggja stund á MBA-nám við Stanford-háskóla.Sprotafyrirtæki innan stórfyrirtækis „Ég hafði verið mikið viðloðandi nýsköpun og lítil sprotafyrirtæki heima þannig að eftir námið við Stanford langaði mig til að fá svolítið nýja sýn á þessi mál og prófa að starfa hjá stærra fyrirtæki við nýsköpun. LinkedIn byrjaði í sjálfu sér ekki fyrir mörgum árum og var sprotafyrirtæki sjálft og tók þátt í svona hröðum vexti á þessari stærðargráðu. LinkedIn er á góðri leið með að verða eitt af þessum stóru fyrirtækjum á skala á við Facebook, Google og Amazon og bara frá því ég var ráðinn hér í nóvember 2012 er búið að ráða inn 1.500 manns. Mig langaði til að sjá hvernig maður býr til vörur og vinnur með teymum sem eru að vaxa á svona hraða og starfa á þessari stærðargráðu,“ segir Andri Heiðar. Hann segist hafa fengið þau skilaboð um leið og hann byrjaði að ráða inn, eins hratt og hann gat, eins mörgu góðu fólki og hann gat og stækka eins hratt og mögulegt væri þar sem markmiðið var að ná inn tíu milljónum notenda með farsímalausnir SlideShare á einu ári. „Þetta er auðvitað magnað, hvað hraðinn er mikill og reynslan er ómetanleg,“ segir Andri. Andri segir teymið sem hann stjórnar enn vera frekar lítið innan LinkedIn en í grunninn eru þau sex sem starfa aðeins við farsímalausnir SlideShare. „Við erum að reyna að ráða inn fólk eins og við getum en fyrir utan kjarnateymið erum við með töluvert af fólki í kringum okkur sem starfar með okkur og öðrum teymum við gervigreind, markaðsmál, gagnagreiningu og fleira. Ætli þetta sé ekki alls um fimmtán manns sem koma að því að þróa þessar lausnir en við erum að stækka frekar hratt,“ segir Andri. Hann segist líta á verkefni sitt sem nokkurs konar sprotafyrirtæki innan stórfyrirtækis. „Þetta er auðvitað alger lúxus í því ljósi þar sem ég hef aðgang að auðlindum LinkedIn til að framkvæma hluti hratt og vel ásamt auðvitað ógrynni af fólki til að gefa mér ráð og læra af og það er mjög dýrmætt,“ segir hann.SlideShare er stærsti vefur í heimi fyrir kynningarglærur, skjöl hvers konar og upplýsingar og er hluti af LinkedIn.Vísir/Shalva KashmadzeUmhverfið öðruvísi Andri Heiðar stýrði frumkvöðlasetrinu Innovit í tæplega fimm ár áður en hann ákvað að leggja sprotann á hilluna og sækja sér frekari menntun, en hann er rafmagnstölvuverkfræðingur í grunninn. „Stanford er í hjarta Kísildalsins og það er mjög sniðugt hvað hann er nálægt því helsta sem er að gerast í heiminum í þessum geira en Google-þorpið er til dæmis þarna rétt hjá. Mér finnst fólkið sem þarna stundar nám ekkert endilega vera neitt klárara en það sem maður kynnist heima, en það er bara umhverfið sem er allt öðruvísi,“ segir Andri. Hann segir að í skólanum sé umhverfið og andrúmsloftið þannig að það séu engin takmörk fyrir því sem hægt er að gera og hverju er hægt að áorka. „Það er náttúrulega magnað að stunda nám með fólki sem hefur ýmist verið að ná ótrúlegum árangri á svo mörgum sviðum eins og Wall Street, stofnað skóla í Afríku til að kenna þarlendum stúlkum að lesa eða tekið þátt í stofnun sprotafyrirtækja sem hafa náð undraverðum árangri á skömmum tíma. Síðan verður að viðurkennast að kennararnir eru líka á allt öðru plani en maður á að venjast, Condoleezza Rice til dæmis kenndi mér einn áfanga, stjórnarformaður Google annan og þetta eru dæmi um þau atvik sem standa upp úr; að hafa fengið tækifæri til að heyra sögur beint frá þessu fólki, læra af því sem það hefur gert vel sem og því sem hefur mistekist,“ segir Andri.Í farsímalausnateyminu sem Andri stýrir starfa um 15 manns og fer það stækkandi.Vísir/Shalva KashmadzeÍslenskt sprotaumhverfi Andri segir mikinn mun á íslensku og bandarísku umhverfi fyrir frumkvöðla, þó hann telji að það sé nokkuð margt vel gert hér heima. „Það er auðvitað alltaf sama gamla tuggan, en miðað við höfðatölu og stærð þá er augljóst að við erum að gera ansi margt mjög vel og það er gaman að sjá þessi sprotafyrirtæki sem eru að koma upp og gera góða hluti eins og Clara, Plain Vanilla, Mobilitius og fleiri. Eitt af því sem mér finnst skera sig úr hér í Kísildalnum miðað við Ísland er að hér ríkir meiri skilningur á því hvernig slík fyrirtæki virka, hvað það er sem skiptir máli, eins og að ná notendum snemma og vaxa hratt. Ef við nefnum Plain Vanilla og Quizup sem dæmi, að þá eru margir heima sem sjá ofsjónum yfir því hversu háar fjárhæðir það eru sem verið er að fjárfesta fyrir, það er hvað þessi fyrirtæki þurfa mikið til að halda áfram að vaxa, en þetta eru einfaldlega þær upphæðir sem almennt er verið að fjárfesta fyrir hérna og það sem virkilega þarf til að byggja upp svona fyrirtæki svo vel sé,“ segir Andri.Andri segir mikinn mun á íslensku og bandarísku umhverfi fyrir frumkvöðla, þó hann telji að það sé nokkuð margt vel gert hér heima.Vísir/Shalva KashmadzeÍsland á réttri leið Hann telur að Ísland sé á réttri leið í þessum málaflokki. „En ég held að það vanti þennan skilning á eðli sprotafyrirtækja og mögulega helgast það af því að við eigum enn sem komið er fáa annarrar kynslóðar frumkvöðla hérna. Það er að segja fólk sem hefur náð langt við að stofna fyrirtæki og vegnað vel og getur lagt yngri mönnum og konum lið og þannig fært þekkinguna áfram. Við erum svolítið eftir á heima hvað það varðar, en þó er allt á réttri leið,“ segir Andri. Hann telur að íslensk fyrirtæki séu almennt mjög sterk tæknilega séð og að það sé okkar styrkleiki en hins vegar séu Íslendingar oft slappir sölumenn. „Maður sér það hérna úti hvað þessi fyrirtæki leggja gríðarlega mikla áherslu á báða þessa þætti samtímis. Góð vara nefnilega selur sig ekki sjálf, nema í undantekningartilvikum, og það er magnað að sjá hvernig söluteymin markaðssetja og selja vörurnar sínar hér úti á mun afkastameiri og betri hátt en ég hef séð heima svona allajafna,“ segir Andri. Hann telur einnig að skilningur á mistökum sé lítill á Íslandi. „Mér finnst einnig mjög áberandi munur hérna í Dalnum hversu mikil þolinmæði er fyrir því að mönnum mistakist. Það er gífurlega algengt hér að menn stofni fyrirtæki sem síðan ganga ekki upp, kannski tapa einhverjir fjárfestar en þeir gera ráð fyrir því ef þeir eru að fjárfesta í þessum bransa á annað borð að svo geti farið. Ef menn hætta „heiðarlega“ og fara „heiðarlega“ á hausinn eða leggja niður fyrirtækið þá er mjög mikill skilningur fyrir slíku. Það er litið á það sem góða reynslu að byrja síðan upp á nýtt. En bæði heima sem og almennt í Evrópu og Asíu, sérstaklega Japan, þá virðist sem því fylgi mikil skömm að mistakast sem bæði heftir það að menn þori að taka áhættu og ekki síður að menn þora ekki að hætta, sjá ef til vill að hlutirnir eru ekki að ganga upp og oft væri bara betra að hætta fyrr og takmarka tapið. Hér er mikil jákvæðni fyrir því að menn læri af reynslunni,“ segir Andri að lokum.
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf