Á nýju ári ætla ég… Bjarni Gíslason skrifar 2. janúar 2014 00:00 Settu þér raunhæf markmið og gerðu svo áætlun um hvernig þú ætlar að ná þeim. Svo getur þú skipt markmiðunum upp í flokka, einn tengist heilsunni – missa nokkur kíló, annar tengist vinnunni – fá hærri laun og sá þriðji fjöskyldunni – hafa meiri tíma með fjölskyldunni. Er þetta ekki nokkuð hefðbundin uppskrift að betra lífi á nýju ári? Hvernig skyldu þessi markmið vera hjá fólki sem býr í Sýrlandi eða á Filippseyjum eða í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu þar sem er viðvarandi vatnsskortur. Skyldu þau vera að hugsa um að létta sig aðeins, fá hærri laun eða meiri tíma með fjölskyldunni. Nei, þau eru með aðeins eitt markmið á nýju ári, að halda lífi, komast af, bjarga að minnsta kosti börnunum. Þess vegna er Hjálparstarf kirkjunnar með þau markmið á nýju ári, meðal annars, að styðja við hjálpar- og neyðarstarf í Sýrlandi og á Filippseyjum og að halda áfram með vatnsverkefni í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT Alliance sem eru ein stærstu samtök heims sem sinna neyðarhjálp og þróunarsamvinnu. Í samstarfi við innlenda ACT-aðila á Filippseyjum og í Sýrlandi er brugðist við brýnustu neyð, mannslífum bjargað, reynt að tryggja öryggi og húsaskjól. Að sinna börnum og konum er í forgangi. Þegar brýnustu þörfum hefur verið mætt og öryggi tryggt er markmiðið að tryggja lífsafkomu, heilbrigðisþjónustu, menntun og örugga framtíð. Í vatnsverkefninu í Jijiga-héraði í Eþíópíu er markmiðið að tryggja fleirum aðgang að hreinu vatni, grafa brunna og tryggja fæðuöryggi á mjög harðbýlu svæði. Taktu þessi markmið einnig með inn í þín markmið fyrir nýju ári. Léttast um nokkur kíló OG borga 3.000 krónur fyrir hvert kíló sem þú léttist til neyðarhjálpar í Sýrlandi (5.000 fyrir hvert kíló sem þú þyngist!). Fá hærri laun OG gefa 10% af launahækkuninni til neyðarhjálpar á Filippseyjum. Hafa meiri tíma með fjölskyldunni OG styðja fjölskyldu í Jijiga svo hún fái aðgang að hreinu vatni með 1.000 krónu mánaðarlegu framlagi til vatnsverkefnis Hjálparstarfsins í Jijiga. Vertu með! Gleðilegt ár og takk fyrir frábæran stuðning á liðnu ári! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Settu þér raunhæf markmið og gerðu svo áætlun um hvernig þú ætlar að ná þeim. Svo getur þú skipt markmiðunum upp í flokka, einn tengist heilsunni – missa nokkur kíló, annar tengist vinnunni – fá hærri laun og sá þriðji fjöskyldunni – hafa meiri tíma með fjölskyldunni. Er þetta ekki nokkuð hefðbundin uppskrift að betra lífi á nýju ári? Hvernig skyldu þessi markmið vera hjá fólki sem býr í Sýrlandi eða á Filippseyjum eða í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu þar sem er viðvarandi vatnsskortur. Skyldu þau vera að hugsa um að létta sig aðeins, fá hærri laun eða meiri tíma með fjölskyldunni. Nei, þau eru með aðeins eitt markmið á nýju ári, að halda lífi, komast af, bjarga að minnsta kosti börnunum. Þess vegna er Hjálparstarf kirkjunnar með þau markmið á nýju ári, meðal annars, að styðja við hjálpar- og neyðarstarf í Sýrlandi og á Filippseyjum og að halda áfram með vatnsverkefni í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT Alliance sem eru ein stærstu samtök heims sem sinna neyðarhjálp og þróunarsamvinnu. Í samstarfi við innlenda ACT-aðila á Filippseyjum og í Sýrlandi er brugðist við brýnustu neyð, mannslífum bjargað, reynt að tryggja öryggi og húsaskjól. Að sinna börnum og konum er í forgangi. Þegar brýnustu þörfum hefur verið mætt og öryggi tryggt er markmiðið að tryggja lífsafkomu, heilbrigðisþjónustu, menntun og örugga framtíð. Í vatnsverkefninu í Jijiga-héraði í Eþíópíu er markmiðið að tryggja fleirum aðgang að hreinu vatni, grafa brunna og tryggja fæðuöryggi á mjög harðbýlu svæði. Taktu þessi markmið einnig með inn í þín markmið fyrir nýju ári. Léttast um nokkur kíló OG borga 3.000 krónur fyrir hvert kíló sem þú léttist til neyðarhjálpar í Sýrlandi (5.000 fyrir hvert kíló sem þú þyngist!). Fá hærri laun OG gefa 10% af launahækkuninni til neyðarhjálpar á Filippseyjum. Hafa meiri tíma með fjölskyldunni OG styðja fjölskyldu í Jijiga svo hún fái aðgang að hreinu vatni með 1.000 krónu mánaðarlegu framlagi til vatnsverkefnis Hjálparstarfsins í Jijiga. Vertu með! Gleðilegt ár og takk fyrir frábæran stuðning á liðnu ári!
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar