Hjálpi mér! Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 17:00 Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun