Ljósin loga lengur Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 29. maí 2014 00:00 Í Garðabæ er kveikt lengur á ljósastaurunum en í nágrannasveitarfélögunum, grasið er slegið oftar, snjómokstur tíðari, sorpið er oftar tæmt og bæjarbúar fá aðstoð við að fjarlægja garðaúrgang og jólatré. Lögð hefur verið mikil áhersla á snyrtilegt og fallegt umhverfi. Garðabær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og var fyrst til að innleiða Lýðræðisstefnu. Börn komast yngri inn á leikskóla og niðurgreiðsla til dagforeldra er meiri hér en annars staðar. Þetta og fleira gerir Garðabæ að góðum bæ.Garðabær er einn eftirsóttasti staðurinn til að búa á Sveitarfélag kemst ekki í svo góða stöðu af sjálfu sér og hvorki fyrir slysni né heppni. Það er ástæða fyrir því að hér eru góðir skólar, öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla, öruggt samfélag sem einkennist af samkennd og jákvæðni, nálægð við einstaka náttúru og gott skipulag. Forsendan fyrir þessu öllu saman er traust fjárhagsstjórn. Hún er undirstaða góðrar þjónustu og alls þess sem gerir sveitarfélag að góðum stað til að búa á. Garðbæingar eru ánægðir með þjónustuna í bæjarfélaginu. Það er líka góð og gild ástæða fyrir því. Einn af lykilþáttum í þjónustu íbúanna hefur verið valið. Við höfum lagt áherslu á það að bæjarbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti hvort sem það eru skólar, íþrótta- og tómstundastarf, heimaþjónusta eða annað. Með valinu færum við valdið til fólksins og ánægja Garðbæinga er afleiðing af því.Höldum áfram að gera betur Tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að jafnt grípa þau sem og að búa til fleiri. Við eigum að vera framsækin og metnaðarfull. Í samvinnu við íbúa Garðabæjar höfum við náð að byggja upp sterka stöðu bæjarins. Við eigum að efla og virkja enn frekar þann félagsauð, þekkingu og reynslu sem er innan frjálsra félaga, grasrótarsamtaka og annarra hópa með aukinni samvinnu, samráði og stuðningi. Við þurfum að gefa í og gera stórátak í viðhaldi gatna, stíga, lóða og mannvirkja bæjarins. Fjölga smábarnaleikskólum og efla dagforeldrakerfið. Þéttum net göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga milli hverfa, opinna svæða, upplandið og við bæjarmörk. Merkjum betur minjar og sögufræga staði og aukum aðgengi að þeim. Við munum gera þetta allt saman og fleira af því að við getum það. Og við getum það af því að Garðabær hefur verið og verður áfram rekinn með traustri og skynsamlegri fjárhagsstjórn. Garðabær á að vera áfram í fremstu röð bæjarfélaga, bæði í þjónustu við íbúa og rekstri sveitarfélagsins enda fer þetta tvennt saman. Við viljum halda áfram að efla gott og jákvætt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er kveikt lengur á ljósastaurunum en í nágrannasveitarfélögunum, grasið er slegið oftar, snjómokstur tíðari, sorpið er oftar tæmt og bæjarbúar fá aðstoð við að fjarlægja garðaúrgang og jólatré. Lögð hefur verið mikil áhersla á snyrtilegt og fallegt umhverfi. Garðabær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og var fyrst til að innleiða Lýðræðisstefnu. Börn komast yngri inn á leikskóla og niðurgreiðsla til dagforeldra er meiri hér en annars staðar. Þetta og fleira gerir Garðabæ að góðum bæ.Garðabær er einn eftirsóttasti staðurinn til að búa á Sveitarfélag kemst ekki í svo góða stöðu af sjálfu sér og hvorki fyrir slysni né heppni. Það er ástæða fyrir því að hér eru góðir skólar, öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla, öruggt samfélag sem einkennist af samkennd og jákvæðni, nálægð við einstaka náttúru og gott skipulag. Forsendan fyrir þessu öllu saman er traust fjárhagsstjórn. Hún er undirstaða góðrar þjónustu og alls þess sem gerir sveitarfélag að góðum stað til að búa á. Garðbæingar eru ánægðir með þjónustuna í bæjarfélaginu. Það er líka góð og gild ástæða fyrir því. Einn af lykilþáttum í þjónustu íbúanna hefur verið valið. Við höfum lagt áherslu á það að bæjarbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti hvort sem það eru skólar, íþrótta- og tómstundastarf, heimaþjónusta eða annað. Með valinu færum við valdið til fólksins og ánægja Garðbæinga er afleiðing af því.Höldum áfram að gera betur Tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að jafnt grípa þau sem og að búa til fleiri. Við eigum að vera framsækin og metnaðarfull. Í samvinnu við íbúa Garðabæjar höfum við náð að byggja upp sterka stöðu bæjarins. Við eigum að efla og virkja enn frekar þann félagsauð, þekkingu og reynslu sem er innan frjálsra félaga, grasrótarsamtaka og annarra hópa með aukinni samvinnu, samráði og stuðningi. Við þurfum að gefa í og gera stórátak í viðhaldi gatna, stíga, lóða og mannvirkja bæjarins. Fjölga smábarnaleikskólum og efla dagforeldrakerfið. Þéttum net göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga milli hverfa, opinna svæða, upplandið og við bæjarmörk. Merkjum betur minjar og sögufræga staði og aukum aðgengi að þeim. Við munum gera þetta allt saman og fleira af því að við getum það. Og við getum það af því að Garðabær hefur verið og verður áfram rekinn með traustri og skynsamlegri fjárhagsstjórn. Garðabær á að vera áfram í fremstu röð bæjarfélaga, bæði í þjónustu við íbúa og rekstri sveitarfélagsins enda fer þetta tvennt saman. Við viljum halda áfram að efla gott og jákvætt samfélag fyrir alla.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar