Kjósum valfrelsi Halldór Halldórsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Halldór Halldórsson Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Sjá meira
Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun