Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. mars 2014 15:28 Már segir sjálfstæði Seðlabankans ekki vera eftiráskýringu. Vísir/Daníel Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. Már segir að með málarekstrinum hafi hann ætlað að fá svar við spurningum um hvort hægt væri með lögum frá Alþingi að lækka laun seðlabankastjóra á fimm ára skipunartíma án þess að það sé skýrt tekið fram í viðkomandi lögum sem og hvort vernd og réttarstaða þeirra sem hafa með ráðherrabréfi fimm ára skipunartíma án uppsagnarfrests verri en þeirra sem hafa ráðningarsamninga með uppsagnarfresti, þvert á það sem áður var talið. Hann segir að ein af tveimur megin ástæðum málsóknarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Seðlabankans þó þeirri málsástæðu hafi ekki verið haldið á lofti við rekstur málsins. Spurningarnar tvær varði sannarlega sjálfstæði Seðlabankans og stöðu seðlabankastjóraembættisins. Hann segir það vera vel staðfest í hans huga að frá upphafi hafi tvö meginsjónarmið verið að baki málarekstrinum. Annað laut að sjónarmiðum um sjálfstæði bankans en hitt að því hversu óeðlilegt hafi verið að breyta launum hans eftir að ráðningarferli á árinu 2009 var lokið þegar nægt svigrúm var til að lækka laun seðlabankastjóra í framhaldi af hruninu áður en umsóknarfrestur rann út. Þá leiðréttir Már í lok yfirlýsingar sinnar rangfærslu er hann rakst á í Staksteinum Morgunblaðsins. Þar sem hann og Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs, eru titluð flokkssystkin. Um það segir Már: „Það höfum við hins vegar aldrei verið. Þegar ég hætti stjórnmálaafskiptum á árinu 1994 var ég í Alþýðubandalaginu. Lára var mér vitanlega aldrei þar enda í Alþýðuflokknum, Þjóðvaka og síðan í Samfylkingunni. Ég hef aldrei starfað í neinum af þessum flokkum. Að vísu hafði ég á einhverjum tíma spurnir af því að nafn mitt hafði verið flutt úr Alþýðubandalaginu yfir í þann flokk. En mér tókst að fá það afskráð fyrir nokkrum árum síðan.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Más í heild sinni.Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýringÞví hefur verið haldið fram á undanförnum dögum að tilvísun mín til sjálfstæðis Seðlabankans varðandi það dómsmál sem ég rak varðandi launamál mín sé eftiráskýring.Í þessu sambandi hefur einkum verið vísað til tvenns. Það fyrra er að það geti vart skert sjálfstæði Seðlabankans að sami aðili ákveði laun seðlabankastjóra og til dæmis hæstaréttardómara sem séu sjálfstæðir í störfum sínum. Það er alveg rétt enda hefur því ekki verið haldið fram af mér né af lögmanni mínum að það í sjálfu sér að kjararáð ákveði laun seðlabankastjóra gangi í berhögg við sjálfstæði Seðlabankans.Það seinna sem nefnt er að sjálfstæði Seðlabankans hafi ekki komið fram sem málsástæða fyrir dómsstólum. Það er einnig rétt en af því hafa verið dregnar rangar ályktanir. Ég lagði áherslu á þennan þátt málsins við lögmann minn. Það var hins vegar hans mat að frá lögfræðilegu sjónarmiði þyrfti ekki að geta þess sem málsástæðu eins og hann hygðist leggja málið.Eftir sem áður var þetta af minni hálfu ein af tveimur meginástæðum málsóknarinnar.Þær spurningar sem ég taldi mikilvægt að fá svar við með málarekstri mínum voru eftirfarandi:Er hægt með lögum frá Alþingi að lækka laun seðlabankastjóra á fimm ára skipunartíma án þess að það sé skýrt tekið fram í viðkomandi lögum?Er vernd og réttarstaða þeirra sem hafa með ráðherrabréfi fimm ára skipunartíma án uppsagnarfrests verri en þeirra sem hafa ráðningarsamninga með uppsagnarfresti, þvert á það sem áður var talið?Þessar spurningar varða sannarlega sjálfstæði Seðlabankans annars vegar og stöðu seðlabankastjóraembættisins hins vegar.Það er vel skjalfest að í mínum huga voru frá upphafi tvö meginsjónarmið að baki málarekstri mínum. Annað laut að sjónarmiðum varðandi sjálfstæði seðlabanka. Hitt laut að því hversu óeðlilegt var að breyta þessum launum eftir að ráðningarferli á árinu 2009 var lokið þegar nægt svigrúm var til að lækka laun seðlabankastjóra í framhaldi af hruninu áður en umsóknarfrestur rann út. Vísa ég í þessu sambandi m.a. til tölvupósts míns til þáverandi formanns bankaráðs frá 14. júní 2009 en þar tala ég bæði um persónulegar og faglegar ástæður fyrir því að ef áform frumvarps um kjararáð nái fram að ganga gæti farið svo að ég drægi umsókn mín um starf seðlabankastjóra til baka. Varðandi faglegar ástæður sagði ég m.a.: „Aðgerðin myndi fela í sér veikingu á sjálfstæði og reisn Seðlabankans. Víða er ekki hægt að skerða kjör seðlabankastjóra á ráðningartíma hans.“ Þetta endurtek ég svo hvað eftir annað í öllum málflutningi mínum í aðdraganda málshöfðunar og alla tíð síðan (sjá nánar fylgiskjöl með þessari yfirlýsingu). Má þar nefna tölvupósta til þáverandi formanns bankaráðs og til forsætisráðherra í júnímánuði 2009, minnispunkta frá maí 2010 í tilefni af fundi efnahags- og viðskiptanefndar og yfirlýsingu mína frá 24. apríl 2013 vegna dóms Hæstaréttar. Efni þeirrar yfirlýsingar virðist því miður fara framhjá mörgum á sínum tíma. Meðal annars þess vegna hefur verið auðveldara að setja dómsmál mitt í tortryggilegt samhengi og gera því skóna að það hafi verið einfalt launamál.Í lokin get ég ekki á mér setið að leiðrétta rangfærslu sem ég rakst á í Staksteinum við skrif þessarar yfirlýsingar. Þar erum við Lára Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs, titluð flokkssystkin. Það höfum við hins vegar aldrei verið. Þegar ég hætti stjórnmálaafskiptum á árinu 1994 var ég í Alþýðubandalaginu. Lára var mér vitanlega aldrei þar enda í Alþýðuflokknum, Þjóðvaka og síðan í Samfylkingunni. Ég hef aldrei starfað í neinum af þessum flokkum. Að vísu hafði ég á einhverjum tíma spurnir af því að nafn mitt hafði verið flutt úr Alþýðubandalaginu yfir í þann flokk. En mér tókst að fá það afskráð fyrir nokkrum árum síðan.Már GuðmundssonFylgiskjöl:Tölvupóstur til Láru V. Júlíusdóttur, dagsettur 14. júní 2009.Tölvupóstur til forsætisráðherra, dagsettur 21. júní 2009.Minnispunktar, dagsettir 26. maí 2010.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar í dag, dagsett 24. apríl 2013. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. Már segir að með málarekstrinum hafi hann ætlað að fá svar við spurningum um hvort hægt væri með lögum frá Alþingi að lækka laun seðlabankastjóra á fimm ára skipunartíma án þess að það sé skýrt tekið fram í viðkomandi lögum sem og hvort vernd og réttarstaða þeirra sem hafa með ráðherrabréfi fimm ára skipunartíma án uppsagnarfrests verri en þeirra sem hafa ráðningarsamninga með uppsagnarfresti, þvert á það sem áður var talið. Hann segir að ein af tveimur megin ástæðum málsóknarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Seðlabankans þó þeirri málsástæðu hafi ekki verið haldið á lofti við rekstur málsins. Spurningarnar tvær varði sannarlega sjálfstæði Seðlabankans og stöðu seðlabankastjóraembættisins. Hann segir það vera vel staðfest í hans huga að frá upphafi hafi tvö meginsjónarmið verið að baki málarekstrinum. Annað laut að sjónarmiðum um sjálfstæði bankans en hitt að því hversu óeðlilegt hafi verið að breyta launum hans eftir að ráðningarferli á árinu 2009 var lokið þegar nægt svigrúm var til að lækka laun seðlabankastjóra í framhaldi af hruninu áður en umsóknarfrestur rann út. Þá leiðréttir Már í lok yfirlýsingar sinnar rangfærslu er hann rakst á í Staksteinum Morgunblaðsins. Þar sem hann og Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs, eru titluð flokkssystkin. Um það segir Már: „Það höfum við hins vegar aldrei verið. Þegar ég hætti stjórnmálaafskiptum á árinu 1994 var ég í Alþýðubandalaginu. Lára var mér vitanlega aldrei þar enda í Alþýðuflokknum, Þjóðvaka og síðan í Samfylkingunni. Ég hef aldrei starfað í neinum af þessum flokkum. Að vísu hafði ég á einhverjum tíma spurnir af því að nafn mitt hafði verið flutt úr Alþýðubandalaginu yfir í þann flokk. En mér tókst að fá það afskráð fyrir nokkrum árum síðan.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Más í heild sinni.Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýringÞví hefur verið haldið fram á undanförnum dögum að tilvísun mín til sjálfstæðis Seðlabankans varðandi það dómsmál sem ég rak varðandi launamál mín sé eftiráskýring.Í þessu sambandi hefur einkum verið vísað til tvenns. Það fyrra er að það geti vart skert sjálfstæði Seðlabankans að sami aðili ákveði laun seðlabankastjóra og til dæmis hæstaréttardómara sem séu sjálfstæðir í störfum sínum. Það er alveg rétt enda hefur því ekki verið haldið fram af mér né af lögmanni mínum að það í sjálfu sér að kjararáð ákveði laun seðlabankastjóra gangi í berhögg við sjálfstæði Seðlabankans.Það seinna sem nefnt er að sjálfstæði Seðlabankans hafi ekki komið fram sem málsástæða fyrir dómsstólum. Það er einnig rétt en af því hafa verið dregnar rangar ályktanir. Ég lagði áherslu á þennan þátt málsins við lögmann minn. Það var hins vegar hans mat að frá lögfræðilegu sjónarmiði þyrfti ekki að geta þess sem málsástæðu eins og hann hygðist leggja málið.Eftir sem áður var þetta af minni hálfu ein af tveimur meginástæðum málsóknarinnar.Þær spurningar sem ég taldi mikilvægt að fá svar við með málarekstri mínum voru eftirfarandi:Er hægt með lögum frá Alþingi að lækka laun seðlabankastjóra á fimm ára skipunartíma án þess að það sé skýrt tekið fram í viðkomandi lögum?Er vernd og réttarstaða þeirra sem hafa með ráðherrabréfi fimm ára skipunartíma án uppsagnarfrests verri en þeirra sem hafa ráðningarsamninga með uppsagnarfresti, þvert á það sem áður var talið?Þessar spurningar varða sannarlega sjálfstæði Seðlabankans annars vegar og stöðu seðlabankastjóraembættisins hins vegar.Það er vel skjalfest að í mínum huga voru frá upphafi tvö meginsjónarmið að baki málarekstri mínum. Annað laut að sjónarmiðum varðandi sjálfstæði seðlabanka. Hitt laut að því hversu óeðlilegt var að breyta þessum launum eftir að ráðningarferli á árinu 2009 var lokið þegar nægt svigrúm var til að lækka laun seðlabankastjóra í framhaldi af hruninu áður en umsóknarfrestur rann út. Vísa ég í þessu sambandi m.a. til tölvupósts míns til þáverandi formanns bankaráðs frá 14. júní 2009 en þar tala ég bæði um persónulegar og faglegar ástæður fyrir því að ef áform frumvarps um kjararáð nái fram að ganga gæti farið svo að ég drægi umsókn mín um starf seðlabankastjóra til baka. Varðandi faglegar ástæður sagði ég m.a.: „Aðgerðin myndi fela í sér veikingu á sjálfstæði og reisn Seðlabankans. Víða er ekki hægt að skerða kjör seðlabankastjóra á ráðningartíma hans.“ Þetta endurtek ég svo hvað eftir annað í öllum málflutningi mínum í aðdraganda málshöfðunar og alla tíð síðan (sjá nánar fylgiskjöl með þessari yfirlýsingu). Má þar nefna tölvupósta til þáverandi formanns bankaráðs og til forsætisráðherra í júnímánuði 2009, minnispunkta frá maí 2010 í tilefni af fundi efnahags- og viðskiptanefndar og yfirlýsingu mína frá 24. apríl 2013 vegna dóms Hæstaréttar. Efni þeirrar yfirlýsingar virðist því miður fara framhjá mörgum á sínum tíma. Meðal annars þess vegna hefur verið auðveldara að setja dómsmál mitt í tortryggilegt samhengi og gera því skóna að það hafi verið einfalt launamál.Í lokin get ég ekki á mér setið að leiðrétta rangfærslu sem ég rakst á í Staksteinum við skrif þessarar yfirlýsingar. Þar erum við Lára Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs, titluð flokkssystkin. Það höfum við hins vegar aldrei verið. Þegar ég hætti stjórnmálaafskiptum á árinu 1994 var ég í Alþýðubandalaginu. Lára var mér vitanlega aldrei þar enda í Alþýðuflokknum, Þjóðvaka og síðan í Samfylkingunni. Ég hef aldrei starfað í neinum af þessum flokkum. Að vísu hafði ég á einhverjum tíma spurnir af því að nafn mitt hafði verið flutt úr Alþýðubandalaginu yfir í þann flokk. En mér tókst að fá það afskráð fyrir nokkrum árum síðan.Már GuðmundssonFylgiskjöl:Tölvupóstur til Láru V. Júlíusdóttur, dagsettur 14. júní 2009.Tölvupóstur til forsætisráðherra, dagsettur 21. júní 2009.Minnispunktar, dagsettir 26. maí 2010.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar í dag, dagsett 24. apríl 2013.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira