Endar útivallarmartröð Grindvíkinga í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 06:30 Ómar Sævarsson, fyrirliði Grindavíkur, í leik á móti Haukum sem er einn af útileikjunum sem Grindavíkurliðið hefur tapað stórt. Vísir/Stefán Grindvíkingar hafa komist í fimm af síðustu sex úrslitaleikjum í deild og bikar en byrjun þessa tímabils í Dominos-deild karla hefur reynt á skap manna í Grindavíkinni. Fjögur töp í fyrstu sex leikjunum er eitthvað sem menn eiga ekki að venjast í Grindavík eftir sigursæl ár á undan. Það eru þó þrjú vandræðaleg töp Grindavíkurliðsins á útivelli sem stinga mest í augu en liðið hefur tapað þremur fyrstu útileikjum tímabilsins með 30 stigum að meðaltali. Varnarleikur Grindavíkurliðsins í þessum leikjum hefur örugglega verið mikil pína fyrir þjálfarann Sverri Þór Sverrisson sem lagði líf og sál sína í varnarleikinn sem leikmaður. Grindvíkingar hafa fengið á sig 106 stig að meðaltali í þessum þremur útileikjum og skotnýting mótherjanna jókst í hverjum leik. Kanaleysi og meiðsli lykilmanna afsaka kannski töpin en ekki skellina. Nú er svo komið að Grindavíkurliðið þarf að fara að vinna leiki ætli liðið sér að keppa um fjögur efstu sætin inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar eiga á hættu að missa ÍR-inga upp fyrir sig og að detta niður í 10. sæti deildarinnar takist þeim ekki að enda útivallarmatröð sína í Seljaskólanum í kvöld. ÍR-ingar hafa aðeins unnið einn af sex leikjum sínum en stóðu vel í heimamönnum í Keflavík í síðasta leik þar sem Bandaríkjamaðurinn Trey Hampton lék sinn fyrsta leik. Grindvíkingar frumsýndu líka nýjan Kana í síðustu umferð en Rodney Alexander varð að sætta sig við tap á heimavelli á móti Njarðvík í fyrsta leik. Það fara þrír aðrir leikir fram í kvöld. Njarðvík tekur á móti Snæfelli í Ljónagryfjunni, Tindastólsmaðurinn Darrel Lewis fær sína gömlu liðsfélaga úr Keflavík í heimsókn á Krókinn og Stjörnumenn taka á móti Fjölni í Garðabænunum. Tindastólsliðið hefur unnið alla leiki nema einn þegar Stólarnir töpuðu í framlengingu á móti toppliði KR. Dominos-deild karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Grindvíkingar hafa komist í fimm af síðustu sex úrslitaleikjum í deild og bikar en byrjun þessa tímabils í Dominos-deild karla hefur reynt á skap manna í Grindavíkinni. Fjögur töp í fyrstu sex leikjunum er eitthvað sem menn eiga ekki að venjast í Grindavík eftir sigursæl ár á undan. Það eru þó þrjú vandræðaleg töp Grindavíkurliðsins á útivelli sem stinga mest í augu en liðið hefur tapað þremur fyrstu útileikjum tímabilsins með 30 stigum að meðaltali. Varnarleikur Grindavíkurliðsins í þessum leikjum hefur örugglega verið mikil pína fyrir þjálfarann Sverri Þór Sverrisson sem lagði líf og sál sína í varnarleikinn sem leikmaður. Grindvíkingar hafa fengið á sig 106 stig að meðaltali í þessum þremur útileikjum og skotnýting mótherjanna jókst í hverjum leik. Kanaleysi og meiðsli lykilmanna afsaka kannski töpin en ekki skellina. Nú er svo komið að Grindavíkurliðið þarf að fara að vinna leiki ætli liðið sér að keppa um fjögur efstu sætin inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar eiga á hættu að missa ÍR-inga upp fyrir sig og að detta niður í 10. sæti deildarinnar takist þeim ekki að enda útivallarmatröð sína í Seljaskólanum í kvöld. ÍR-ingar hafa aðeins unnið einn af sex leikjum sínum en stóðu vel í heimamönnum í Keflavík í síðasta leik þar sem Bandaríkjamaðurinn Trey Hampton lék sinn fyrsta leik. Grindvíkingar frumsýndu líka nýjan Kana í síðustu umferð en Rodney Alexander varð að sætta sig við tap á heimavelli á móti Njarðvík í fyrsta leik. Það fara þrír aðrir leikir fram í kvöld. Njarðvík tekur á móti Snæfelli í Ljónagryfjunni, Tindastólsmaðurinn Darrel Lewis fær sína gömlu liðsfélaga úr Keflavík í heimsókn á Krókinn og Stjörnumenn taka á móti Fjölni í Garðabænunum. Tindastólsliðið hefur unnið alla leiki nema einn þegar Stólarnir töpuðu í framlengingu á móti toppliði KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira