Snapchat safnar miklum upplýsingum um notendur Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2014 10:44 Evan Spiegel er framkvæmdastjóri Snapchat. Vísir/AFP Notkunarskilmálar skilaboðaforritsins Snapchat, bæði hvað varðar notkun og persónuupplýsingar, voru uppfærðir þann 17. nóvember síðastliðinn, en einnig voru þeir einfaldaðir svo almenningur skilur þá loks. Nú er auðvelt að sjá hvaða upplýsingum fyrirtækið safnar um notendur sína og hvernig forritið fylgist með notendum. Án breytinga mun forritið og þar af leiðandi fyrirtækið safna miklum upplýsingum um fólk. Þar með talið staðsetningu, vinalista og nafn, þrátt fyrir að nafn komi hvergi fram við skráningu á Snapchat. Samkvæmt Buisness Insider safnar fyrirtækið þessum upplýsingum, vegna þess hve gagnlegar þær eru fyrir auglýsendur. Vert er að taka fram að notendur geta komið í veg fyrir hluta upplýsingaöflunar fyrirtækisins í stillingum forritsins. Einnig er mögulegt að eyða því, en þrátt fyrir það geymir fyrirtækið upplýsingarnar áfram í einhvern tíma.Safna upplýsingum úr símaskrá og myndum Meðal þeirra upplýsinga sem ræðir er símaskrá þín. Snapchat nær öllum nöfnum í símanum þínum og þar af leiðandi nafni þínu í símum þeirra sem þú átt í samskiptum við. Hægt er að stöðva þetta í stillingum. Þá hefur fyrirtækið aðgang að myndum í símanum þínum. „Þar sem Snapchat gengur út á samskipti við vini, munum við – með þínu samþykki, safna upplýsingum úr símaskrá notenda og myndum,“ stendur í persónuöryggisstefnu Snapchat. Þá fylgist Snapchat með staðsetningu notenda sinna, en mögulegt er að slökkva á því.Fylgjast með netnotkun Einnig safnar forritið upplýsingum um netnotkun notenda í gegnum svokallaðar „Cookies“. Netpóstfang, hvert þú sendir myndir með forritinu, hvenær og frá hverjum þú opnar skilaboð. Að lokum veit Snaphcat hvernig síma neytendur nota og númerið sem einkennir þá. Fyrirtækið tók nýlega SnapCash í notkun í Bandaríkjunum sem gerir fólki kleift að senda vinum sínum peninga í gegnum forritið. Með því fær fyrirtækið upplýsingar um debet- og kreditkortanúmer. Þar að auki mun fyrirtækið öðlast fullt nafn notenda og heimilisfang í gegnum kortaupplýsingar. Tengdar fréttir Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Notkunarskilmálar skilaboðaforritsins Snapchat, bæði hvað varðar notkun og persónuupplýsingar, voru uppfærðir þann 17. nóvember síðastliðinn, en einnig voru þeir einfaldaðir svo almenningur skilur þá loks. Nú er auðvelt að sjá hvaða upplýsingum fyrirtækið safnar um notendur sína og hvernig forritið fylgist með notendum. Án breytinga mun forritið og þar af leiðandi fyrirtækið safna miklum upplýsingum um fólk. Þar með talið staðsetningu, vinalista og nafn, þrátt fyrir að nafn komi hvergi fram við skráningu á Snapchat. Samkvæmt Buisness Insider safnar fyrirtækið þessum upplýsingum, vegna þess hve gagnlegar þær eru fyrir auglýsendur. Vert er að taka fram að notendur geta komið í veg fyrir hluta upplýsingaöflunar fyrirtækisins í stillingum forritsins. Einnig er mögulegt að eyða því, en þrátt fyrir það geymir fyrirtækið upplýsingarnar áfram í einhvern tíma.Safna upplýsingum úr símaskrá og myndum Meðal þeirra upplýsinga sem ræðir er símaskrá þín. Snapchat nær öllum nöfnum í símanum þínum og þar af leiðandi nafni þínu í símum þeirra sem þú átt í samskiptum við. Hægt er að stöðva þetta í stillingum. Þá hefur fyrirtækið aðgang að myndum í símanum þínum. „Þar sem Snapchat gengur út á samskipti við vini, munum við – með þínu samþykki, safna upplýsingum úr símaskrá notenda og myndum,“ stendur í persónuöryggisstefnu Snapchat. Þá fylgist Snapchat með staðsetningu notenda sinna, en mögulegt er að slökkva á því.Fylgjast með netnotkun Einnig safnar forritið upplýsingum um netnotkun notenda í gegnum svokallaðar „Cookies“. Netpóstfang, hvert þú sendir myndir með forritinu, hvenær og frá hverjum þú opnar skilaboð. Að lokum veit Snaphcat hvernig síma neytendur nota og númerið sem einkennir þá. Fyrirtækið tók nýlega SnapCash í notkun í Bandaríkjunum sem gerir fólki kleift að senda vinum sínum peninga í gegnum forritið. Með því fær fyrirtækið upplýsingar um debet- og kreditkortanúmer. Þar að auki mun fyrirtækið öðlast fullt nafn notenda og heimilisfang í gegnum kortaupplýsingar.
Tengdar fréttir Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent