Gylfi Sigurðsson í súperliði Pepsi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 11:00 Hér er Gylfi með súperliðinu. Ekki amalegur félagsskapur þetta. „Pepsi hefur stillt upp fótboltaliði reglulega síðustu fimmtán ár eða svo. Við höfum aldrei haft þann möguleika áður að fá íslenskan leikmann í hópinn en Pepsi gaf leyfi til þess núna. Við höfðum samband við Gylfa Sigurðsson og hann tók vel í þessa hugmynd frá upphafi. Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að vinna að svona herferð. Algjör forréttindi. Gylfi er algjör fagmaður, heill náungi og svakalega góð fyrirmynd,“ segir Jón Mikael Jónasson, vörumerkjastjóri Pepsi hjá Ölgerðinni. Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn í súperlið Pepsi með fótboltagoðunum Lionel Messi, Robin van Persie, Sergio Aguero, Jack Wilshire, David Luiz, Sergio Ramos, Juan Guillermo Cuadrado, Clint Dempsey, Tarik Elyounoussi, Maynor Figueroa, Mario Gomez, Vincent Kompany, Kemar Lawrence, Victor Moses, Peter Osaze Odemwingie, Oribe Peralta, Andriy Pyatov og Mohamed Salah. Þessi hópur myndar eitt magnaðasta og hæfileikaríkasta lið allra tíma að mati Pepsi og munu knattspyrnumenn hvetja aðdáendur um heim allan til að tileinka sér slagorðið „Live for Now“ á árinu 2014. Súperliðið er afhjúpað í dag og er þessi afhjúpun einnig upphafið á spennandi viðburðum út árið sem eru hluti af Pepsi-fótboltaherferðinni 2014. Leikmennirnir munu meðal annars leika aðalhlutverkið í alþjóðlegri sjónvarpsauglýsingu sem afhjúpuð verður síðar á árinu.Stund milli stríða Gylfi slakar á með Pepsi og kíkir á símann.„Gylfi fer í tökur á sjónvarpsauglýsingunni 3. febrúar og mun þá leika á móti þessum leikmönnum,“ segir Jón Mikael. Þá mun mynd af Gylfa einnig prýða Pepsi- og Pepsi Max-flöskur innan tíðar. „Myndin af Gylfa verður á hálfs lítra og tveggja lítra flöskum sem fara í sölu strax eftir páska. Þá fer Pepsi-deildin hér heima líka að rúlla þannig að þetta helst allt í hendur. Við setjum kóða aftan á flöskumiðana sem fólk getur slegið inn í smáforrit í gegnum Facebook. Fólk fær að vita strax hvort það vinnur eða ekki og á möguleika á að vinna mikið af flottum fótboltatengdum vinningum,“ segir Jón Mikael. „Gylfi verður líklegast bara á umbúðum á Íslandi og ég hef trú á því að sjónvarpsauglýsingin með honum verði keyrð meira og minna bara á Íslandi. Herferðin fer á fullt fljótlega eftir páska og samanstendur af sjónvarpsauglýsingu og margs konar markaðsefni fyrir fjölbreytta fjölmiðla og verslanir. Gylfi mun vera í aðalhlutverki, ásamt Lionel Messi, í herferðinni sem keyrð verður á Íslandi. Aðrir leikmenn sem verða í herferðinni á Íslandi eru Jack Wilshere, Sergio Aguero og David Luiz. Það mun allt snúast um fótbolta hjá okkur næsta sumar, eins og fleirum væntanlega. Pepsi-deildin og Gylfi Sigurðsson eru tengingar sem Pepsi og Ölgerðin eru ótrúlega stolt af og við ætlum okkur að gera íslenskri knattspyrnu og knattspyrnumönnum hátt undir höfði í sumar.“ Aðspurður um kostnað við herferðina segir Jón Mikael hana ekki kosta mikið meira en hefðbundna Pepsi-herferð. „Ég get ekki gefið upp hvað Gylfi fær í sinn hlut en herferðin í sjálfu sér kostar ekki mikið meira en fótboltaherferðir sem Pepsi hefur verið með í gegnum tíðina.“ Gylfi vill ekki gefa upp hvað hann fær greitt fyrir herferðina en til dæmis má taka að Lionel Messi fékk tvær milljónir dollara, rúmlega 230 milljónir króna, fyrir herferð hjá sportvörumerkinu Adidas. Þá er stutt síðan söngkonan Beyonce landaði samningi við Pepsi og fékk fyrir það fimmtíu milljónir dollara, tæpa sex milljarða króna.Svipuð mynd mun verða af Gylfa á flöskum hér á landi og fara þær í sölu strax eftir páska.„Ég einbeiti mér bara að því að spila fótbolta. Þegar ég var yngri langaði mig að vera eins og þessir frægu leikmenn eins og Beckham sem voru alls staðar. Núna finnst mér þetta meira bara bónus. Mér finnst bara gaman að taka þátt í þessari herferð með þessu stórfyrirtæki. Þetta er frábær auglýsing fyrir sjálfan mig og íslenskan fótbolta. Fótboltalega séð gerir þetta ekkert fyrir ferilinn en vonandi kemur þetta Íslandi einhvern veginn á kortið fyrir einstaklinga úti í heimi sem þekkja ekki fótboltann þar,“ segir Gylfi. Síðasta ár endaði með því að Gylfi var valinn Íþróttamaður ársins á Íslandi og árið byrjar með súperliði Pepsi. Hvernig leggst árið 2014 í Gylfa? „Fótbolti hefur verið ástríða mín frá því ég var lítill strákur og svo sannarlega eitt af því sem ég lifi fyrir í dag. Ég er ótrúlega stoltur af því að vinna aftur með Pepsi og vinna með þeim um heim allan sem hluti af þessu stjörnuliði,“ segir besti knattspyrnumaður heims og fyrirliði argentínska landsliðsins, Leo Messi.„Árið leggst vel í mig fyrir utan þessi meiðsli sem ég lenti í í lok árs og ég hef verið að einbeita mér að að losna við. Tottenham er í ágætis málum í deildinni og við erum enn í Evrópukeppninni. Svo byrjar ný undankeppni með landsliðinu þannig að það er margt sem maður hlakkar til að takast á við. Meiðslin eru horfin núna og ég hef verið að æfa síðustu fjóra til fimm daga. Þetta er allt á réttri leið,“ segir Gylfi en næsti leikur liðs hans, Tottenham, er á sunnudag gegn Swansea. Tottenham er í sjötta sæti en Swansea í því þrettánda í ensku úrvalsdeildinni. „Auðvitað vonast ég til þess að fá að spila á sunnudag en liðið er búið að vinna tvo til þrjá leiki í röð í deildinni og persónulega finnst mér að ætti ekki að breyta liðinu eftir þessa sigra. En ég vonast allavega til þess að vera í hópnum.“ Og þá liggur beinast við að spyrja Gylfa hvort hann sé sólginn í Pepsi. „Já, ég er mikill Pepsi-maður.“Hér er United-maðurinn Robin van Persie í myndatöku. Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Drepur alla sköpun að taka sig alvarlega og halda að maður sé eitthvað Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Drepur alla sköpun að taka sig alvarlega og halda að maður sé eitthvað Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Sjá meira
„Pepsi hefur stillt upp fótboltaliði reglulega síðustu fimmtán ár eða svo. Við höfum aldrei haft þann möguleika áður að fá íslenskan leikmann í hópinn en Pepsi gaf leyfi til þess núna. Við höfðum samband við Gylfa Sigurðsson og hann tók vel í þessa hugmynd frá upphafi. Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að vinna að svona herferð. Algjör forréttindi. Gylfi er algjör fagmaður, heill náungi og svakalega góð fyrirmynd,“ segir Jón Mikael Jónasson, vörumerkjastjóri Pepsi hjá Ölgerðinni. Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn í súperlið Pepsi með fótboltagoðunum Lionel Messi, Robin van Persie, Sergio Aguero, Jack Wilshire, David Luiz, Sergio Ramos, Juan Guillermo Cuadrado, Clint Dempsey, Tarik Elyounoussi, Maynor Figueroa, Mario Gomez, Vincent Kompany, Kemar Lawrence, Victor Moses, Peter Osaze Odemwingie, Oribe Peralta, Andriy Pyatov og Mohamed Salah. Þessi hópur myndar eitt magnaðasta og hæfileikaríkasta lið allra tíma að mati Pepsi og munu knattspyrnumenn hvetja aðdáendur um heim allan til að tileinka sér slagorðið „Live for Now“ á árinu 2014. Súperliðið er afhjúpað í dag og er þessi afhjúpun einnig upphafið á spennandi viðburðum út árið sem eru hluti af Pepsi-fótboltaherferðinni 2014. Leikmennirnir munu meðal annars leika aðalhlutverkið í alþjóðlegri sjónvarpsauglýsingu sem afhjúpuð verður síðar á árinu.Stund milli stríða Gylfi slakar á með Pepsi og kíkir á símann.„Gylfi fer í tökur á sjónvarpsauglýsingunni 3. febrúar og mun þá leika á móti þessum leikmönnum,“ segir Jón Mikael. Þá mun mynd af Gylfa einnig prýða Pepsi- og Pepsi Max-flöskur innan tíðar. „Myndin af Gylfa verður á hálfs lítra og tveggja lítra flöskum sem fara í sölu strax eftir páska. Þá fer Pepsi-deildin hér heima líka að rúlla þannig að þetta helst allt í hendur. Við setjum kóða aftan á flöskumiðana sem fólk getur slegið inn í smáforrit í gegnum Facebook. Fólk fær að vita strax hvort það vinnur eða ekki og á möguleika á að vinna mikið af flottum fótboltatengdum vinningum,“ segir Jón Mikael. „Gylfi verður líklegast bara á umbúðum á Íslandi og ég hef trú á því að sjónvarpsauglýsingin með honum verði keyrð meira og minna bara á Íslandi. Herferðin fer á fullt fljótlega eftir páska og samanstendur af sjónvarpsauglýsingu og margs konar markaðsefni fyrir fjölbreytta fjölmiðla og verslanir. Gylfi mun vera í aðalhlutverki, ásamt Lionel Messi, í herferðinni sem keyrð verður á Íslandi. Aðrir leikmenn sem verða í herferðinni á Íslandi eru Jack Wilshere, Sergio Aguero og David Luiz. Það mun allt snúast um fótbolta hjá okkur næsta sumar, eins og fleirum væntanlega. Pepsi-deildin og Gylfi Sigurðsson eru tengingar sem Pepsi og Ölgerðin eru ótrúlega stolt af og við ætlum okkur að gera íslenskri knattspyrnu og knattspyrnumönnum hátt undir höfði í sumar.“ Aðspurður um kostnað við herferðina segir Jón Mikael hana ekki kosta mikið meira en hefðbundna Pepsi-herferð. „Ég get ekki gefið upp hvað Gylfi fær í sinn hlut en herferðin í sjálfu sér kostar ekki mikið meira en fótboltaherferðir sem Pepsi hefur verið með í gegnum tíðina.“ Gylfi vill ekki gefa upp hvað hann fær greitt fyrir herferðina en til dæmis má taka að Lionel Messi fékk tvær milljónir dollara, rúmlega 230 milljónir króna, fyrir herferð hjá sportvörumerkinu Adidas. Þá er stutt síðan söngkonan Beyonce landaði samningi við Pepsi og fékk fyrir það fimmtíu milljónir dollara, tæpa sex milljarða króna.Svipuð mynd mun verða af Gylfa á flöskum hér á landi og fara þær í sölu strax eftir páska.„Ég einbeiti mér bara að því að spila fótbolta. Þegar ég var yngri langaði mig að vera eins og þessir frægu leikmenn eins og Beckham sem voru alls staðar. Núna finnst mér þetta meira bara bónus. Mér finnst bara gaman að taka þátt í þessari herferð með þessu stórfyrirtæki. Þetta er frábær auglýsing fyrir sjálfan mig og íslenskan fótbolta. Fótboltalega séð gerir þetta ekkert fyrir ferilinn en vonandi kemur þetta Íslandi einhvern veginn á kortið fyrir einstaklinga úti í heimi sem þekkja ekki fótboltann þar,“ segir Gylfi. Síðasta ár endaði með því að Gylfi var valinn Íþróttamaður ársins á Íslandi og árið byrjar með súperliði Pepsi. Hvernig leggst árið 2014 í Gylfa? „Fótbolti hefur verið ástríða mín frá því ég var lítill strákur og svo sannarlega eitt af því sem ég lifi fyrir í dag. Ég er ótrúlega stoltur af því að vinna aftur með Pepsi og vinna með þeim um heim allan sem hluti af þessu stjörnuliði,“ segir besti knattspyrnumaður heims og fyrirliði argentínska landsliðsins, Leo Messi.„Árið leggst vel í mig fyrir utan þessi meiðsli sem ég lenti í í lok árs og ég hef verið að einbeita mér að að losna við. Tottenham er í ágætis málum í deildinni og við erum enn í Evrópukeppninni. Svo byrjar ný undankeppni með landsliðinu þannig að það er margt sem maður hlakkar til að takast á við. Meiðslin eru horfin núna og ég hef verið að æfa síðustu fjóra til fimm daga. Þetta er allt á réttri leið,“ segir Gylfi en næsti leikur liðs hans, Tottenham, er á sunnudag gegn Swansea. Tottenham er í sjötta sæti en Swansea í því þrettánda í ensku úrvalsdeildinni. „Auðvitað vonast ég til þess að fá að spila á sunnudag en liðið er búið að vinna tvo til þrjá leiki í röð í deildinni og persónulega finnst mér að ætti ekki að breyta liðinu eftir þessa sigra. En ég vonast allavega til þess að vera í hópnum.“ Og þá liggur beinast við að spyrja Gylfa hvort hann sé sólginn í Pepsi. „Já, ég er mikill Pepsi-maður.“Hér er United-maðurinn Robin van Persie í myndatöku.
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Drepur alla sköpun að taka sig alvarlega og halda að maður sé eitthvað Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Drepur alla sköpun að taka sig alvarlega og halda að maður sé eitthvað Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Sjá meira