Viðskipti innlent

Reginn vill auka hlutaféð

Óli Kristján Ármannsson skrifar
 Frá skráningu Regins í Kauphöllina í fyrrasumar.
Frá skráningu Regins í Kauphöllina í fyrrasumar. Fréttablaðið/Valli
Viðskipti Stjórn Regins sækist eftir heimild hluthafafundar til þess að auka hlutafé félagsins um 128,7 milljónir króna að nafnvirði.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands að nota eigi hlutafjáraukninguna til að greiða fyrir hlutafé í Klasa fasteignum ehf. á genginu 13,63 krónur á hlut, í samræmi við kaupsamning sem undirritaður var 21. desember síðastliðinn.

Fundurinn fer frem í salnum Ríma í Hörpu, 11. febrúar næstkomandi, klukkan fjögur síðdegis. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×