Viðskipti innlent

76 fermetra íbúð til sölu fyrir eina milljón króna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Íbúðin er á jarðhæð í tvíbýlishúsi við Ásgötu á Raufarhöfn.
Íbúðin er á jarðhæð í tvíbýlishúsi við Ásgötu á Raufarhöfn.
Fermetraverð á landsbyggðinni getur oft komið fólki í íbúðarhugleiðingum á óvart. Fasteignasalan Framtíðareign auglýsir nú 76 fermetra tveggja herbergja íbúð á Raufarhöfn til sölu fyrir eina milljón króna.

Skráð fasteignamat íbúðarinnar er 1,8 milljónir króna og brunabótamat 17.550.000 krónur. Hins vegar er tekið fram að miklar rakaskemmdir eru í íbúðinni og gler er ónýtt. Að auki eru miklar steypuskemmdir á húsinu að utan. 

Viðskiptablaðið greindi frá auglýsingunni í dag, en þar er íbúðin sögð kosta 900 þúsund krónur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×