Skarpari hugsun í pólitíkina Jónas Elíasson skrifar 23. júní 2014 07:00 Þorsteinn Pálsson er jafnan með fróðlegar pólitískar skýringar í Fréttablaðinu. Þá er vitnað stíft í alls konar skýrslur sem rannsóknarstofnanir háskólanna sem lifa á að skrifa fyrir stjórnvöld og aðra þá aðila sem eiga fyrir þeim, annað fé til háskólarannsókna er ekki að hafa hér á landi. Það er auðvitað gott að kunna hinar sögulegu staðreyndir sem standa í þessum skýrslum, þótt ekki virðist þær hafa mikil áhrif á þá sem ganga með sínar bjargföstu skoðanir innmúraðar í heilabúið.Sjávarútvegurinn Sjávarútvegurinn ber höfuð og herðar yfir aðra atvinnuvegi í krafti hinna miklu pólitísku áhrifa LÍÚ. Það sem LÍÚ hefur til málanna að leggja í útgerð er yfirleitt kvótalögfræði og þjóðhagfræði til hagsbóta fyrir togaraútgerðina. Tæknimálin verða að húka í þriðja sæti og þar fyrir neðan. Í hinum ýmsu skýrslum og hjá Þ.P. er kallað eftir meiri fjárfestingum í sjávarútvegi því togarar okkar eru flestir gamlir og sumir úreltir, en hvaða nýjar tekjur eiga að bera þær uppi? Hér þarf vissulega að hafa í huga allt sem stendur í skýrslunum, en miklu frekar allt sem EKKI stendur í þeim. Til dæmis sér kvótakerfið til þess að allur fiskur sem má veiða kemur á land og það breytist ekkert þó keyptir séu nýir togarar. Þá tók þjóðin sér frí frá togaraútgerð allengi á árunum 1950–1980, en fiskaði mjög vel.Landbúnaður Þarna er sama sagan. Kostnaður við kvótann að sliga nýsköpun í landbúnaði. Miklir hnökrar í markaðssókn erlendis. Síðast en ekki síst, háskólar og rannsóknastofnanir landbúnaðarins virðast ekki ráða við tæknimál greinarinnar. Þetta eru mál sem þarf að kippa í lag, þarna eru gífurlega miklir möguleikar fyrir landbúnaðinn til að einbeita sér að tæknivæddri framleiðslu á sérvörum fyrir dýra markaði, eins og reyndar flestir landbúnaðarfrömuðir eru búnir að sjá og skrifa reglulega um.Pólitíkin Hér er best að segja það sem ekki stendur í skýrslunni hér á undan. Mikill heiladoði hefur færst yfir íslenska stjórnsýslu á undanförnum árum og hún á uppruna sinn í pólitíkinni. Til að finna mann sem hafði einlægan vilja til að ráða hæfa menn virðist þurfa að fara alveg aftur í Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á áttunda áratugnum. Það eina sem menn virðast kunna vel í dag er einhvers konar skömmtunarkerfi, t.d. kvótakerfi. Sjávarútvegurinn er á kvótakerfi, landbúnaður á kvótakerfi, heilbrigðisþjónustan á kvótakerfi og menntakerfið er á kvótakerfi. Þær lausnir sem ekki fela í sér einhvers konar skömmtun eru einfaldlega ekki með í umræðunni. Kvótinn er í dag eign örfárra stórútgerða sem hagnast mest á því að leigja hann frá sér. Þess vegna liggja andvana togarar hingað og þangað í höfnum landsins, meðan leiguliðarnir veiða fiskinn. Kvótamálin verða efst á lista vandræðamála ef semja á við ESB og Þ.P. hefur áhyggjur af þessu. Ef nú togararnir verða teknir úr þorskinum með því að draga úr botnvörpuveiðum innan landhelginnar og hætta þeim alveg eftir fimm ár, þá koma ESB-liðar ekki hingað á smábátum til að veiða þorsk. Okkar bátar taka hins vegar þorskinn fyrir olíukostnað sem er fjórðungur togaraolíunnar. Þessi lausn mundi bjarga þorskstofninum, landsbyggðinni og ýmsum þjóðhagsmálum í einum pakka. En þetta stendur EKKI í skýrslunum og þetta er EKKI skömmtunarkerfi. Menn þurfa að fara að hugsa einhverjar hugsanir inn í framtíðina. Það er gert í öðrum löndum, en þær hugsanir eru ekki í pöntuðum skýrslum eða stjórnmálasamþykktum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson er jafnan með fróðlegar pólitískar skýringar í Fréttablaðinu. Þá er vitnað stíft í alls konar skýrslur sem rannsóknarstofnanir háskólanna sem lifa á að skrifa fyrir stjórnvöld og aðra þá aðila sem eiga fyrir þeim, annað fé til háskólarannsókna er ekki að hafa hér á landi. Það er auðvitað gott að kunna hinar sögulegu staðreyndir sem standa í þessum skýrslum, þótt ekki virðist þær hafa mikil áhrif á þá sem ganga með sínar bjargföstu skoðanir innmúraðar í heilabúið.Sjávarútvegurinn Sjávarútvegurinn ber höfuð og herðar yfir aðra atvinnuvegi í krafti hinna miklu pólitísku áhrifa LÍÚ. Það sem LÍÚ hefur til málanna að leggja í útgerð er yfirleitt kvótalögfræði og þjóðhagfræði til hagsbóta fyrir togaraútgerðina. Tæknimálin verða að húka í þriðja sæti og þar fyrir neðan. Í hinum ýmsu skýrslum og hjá Þ.P. er kallað eftir meiri fjárfestingum í sjávarútvegi því togarar okkar eru flestir gamlir og sumir úreltir, en hvaða nýjar tekjur eiga að bera þær uppi? Hér þarf vissulega að hafa í huga allt sem stendur í skýrslunum, en miklu frekar allt sem EKKI stendur í þeim. Til dæmis sér kvótakerfið til þess að allur fiskur sem má veiða kemur á land og það breytist ekkert þó keyptir séu nýir togarar. Þá tók þjóðin sér frí frá togaraútgerð allengi á árunum 1950–1980, en fiskaði mjög vel.Landbúnaður Þarna er sama sagan. Kostnaður við kvótann að sliga nýsköpun í landbúnaði. Miklir hnökrar í markaðssókn erlendis. Síðast en ekki síst, háskólar og rannsóknastofnanir landbúnaðarins virðast ekki ráða við tæknimál greinarinnar. Þetta eru mál sem þarf að kippa í lag, þarna eru gífurlega miklir möguleikar fyrir landbúnaðinn til að einbeita sér að tæknivæddri framleiðslu á sérvörum fyrir dýra markaði, eins og reyndar flestir landbúnaðarfrömuðir eru búnir að sjá og skrifa reglulega um.Pólitíkin Hér er best að segja það sem ekki stendur í skýrslunni hér á undan. Mikill heiladoði hefur færst yfir íslenska stjórnsýslu á undanförnum árum og hún á uppruna sinn í pólitíkinni. Til að finna mann sem hafði einlægan vilja til að ráða hæfa menn virðist þurfa að fara alveg aftur í Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á áttunda áratugnum. Það eina sem menn virðast kunna vel í dag er einhvers konar skömmtunarkerfi, t.d. kvótakerfi. Sjávarútvegurinn er á kvótakerfi, landbúnaður á kvótakerfi, heilbrigðisþjónustan á kvótakerfi og menntakerfið er á kvótakerfi. Þær lausnir sem ekki fela í sér einhvers konar skömmtun eru einfaldlega ekki með í umræðunni. Kvótinn er í dag eign örfárra stórútgerða sem hagnast mest á því að leigja hann frá sér. Þess vegna liggja andvana togarar hingað og þangað í höfnum landsins, meðan leiguliðarnir veiða fiskinn. Kvótamálin verða efst á lista vandræðamála ef semja á við ESB og Þ.P. hefur áhyggjur af þessu. Ef nú togararnir verða teknir úr þorskinum með því að draga úr botnvörpuveiðum innan landhelginnar og hætta þeim alveg eftir fimm ár, þá koma ESB-liðar ekki hingað á smábátum til að veiða þorsk. Okkar bátar taka hins vegar þorskinn fyrir olíukostnað sem er fjórðungur togaraolíunnar. Þessi lausn mundi bjarga þorskstofninum, landsbyggðinni og ýmsum þjóðhagsmálum í einum pakka. En þetta stendur EKKI í skýrslunum og þetta er EKKI skömmtunarkerfi. Menn þurfa að fara að hugsa einhverjar hugsanir inn í framtíðina. Það er gert í öðrum löndum, en þær hugsanir eru ekki í pöntuðum skýrslum eða stjórnmálasamþykktum.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar