Blekkingar og staðreyndir um framleiðslu íslenskra kvikmynda. Björn B Björnsson skrifar 31. október 2014 09:47 Pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, birti nýverið grein þar sem hann heldur því fram að Framsóknarflokkurinn hafi þegar efnt kosningaloforð sitt um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Málið sé afgreitt. Þessi niðurstaða Jóhannesar hefur vakið mikla furðu í röðum íslenskra kvikmyndaframleiðenda - svo ekki sé meira sagt. Jóhannesi til varnar má auðvitað segja hann sé að reyna að sinna því starfi sínu að spinna staðreyndir mála á þann veg að allt líti sem best út fyrir húsbændur sína, Framsóknarflokkinn og ríkisstjórnina - en hér gengur aðstoðarmaðurinn svo langt í blekkingum að óhjákvæmilegt er að leiðrétta rangfærslurnar. 1. Jóhannes fullyrðir að framlög til kvikmyndasjóða hafi aldrei verið hærri en en þau verða 2015 - að undanskildu árinu 2013. Meðfylgjandi línurit um framlög til kvikmyndasjóða á föstu verðlagi sýnir að þessi fullyrðing Jóhannesar er ekki rétt.2. Eins og línuritið sýnir var fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum árið 2013 samtals 1020 milljónir en núverandi ríkisstjórn lækkaði framlagið með því að afnema fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar eftir 2013. Jóhannes heldur því fram að þegar rætt sé um framlög til kvikmyndasjóða sé "einfaldlega ekki hægt að nota 2013 sem eðlilegt viðmið" vegna þess að hækkunin það ár hafi verið "ófjármagnað risakosningaloforð" fyrrverandi stjórnarflokka. Staðreynd málsins er að þessi fjárfesting í kvikmyndasjóðum var ákvörðun framkvæmdavaldsins sem hrint var í framkvæmd með samþykki fjárveitingavaldsins. Þessum peningum var varið til framleiðslu íslenskra kvikmynda árið 2013. Fjárfestingin er því staðreynd - en ekki loforð - og sem slík er hún óhjákvæmilegt viðmið þegar rætt er um fjármögnun kvikmyndasjóða. Þetta er einfaldlega staðreynd máls þótt einhverjum kunni að koma sú staðreynd illa. 3. Jóhannes segir að fjárfestingaáætlunin hafi ekki verið "í neinu sambandi við raunveruleikann í ríkisfjármálum" og "það var því aldrei innistæða fyrir sjálfkrafa framlengingu á þessu"… Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var í tveimur hlutum og var annar hluti hennar (sem t.d. átti að fara í uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum) fjármagnaður með sérstöku veiðigjaldi sem lagt var á útgerðina. Núverandi ríkisstjórn afnam þetta veiðigjald og þar með var sá hluti áætlunarinnar fyrir bí. Það var einfaldlega pólitísk ákvörðun að peningarnir rynnu aftur til útgerðarinnar og hafði ekkert að gera með "raunveruleikann í ríkisfjármálum". Hinn hluti fjárfestingaáætlunarinnar - sá hluti sem fór til að efla skapandi greinar eins og kvikmyndaframleiðslu - var fjármagnaður með arði af hlut ríkisins í bönkunum. Ef arðurinn myndi minnka eða hverfa færu þessi framlög sömu leið. Þessi hluti áætlunarinnar kostaði 6.6 milljarða 2014 og 4.4 milljarða árið 2015. Arðgreiðslur bankanna til ríkisins árið 2013 námu 10 milljörðum en árið 2014 námu þær 21 milljarði. Innistæðan er því langt umfram það sem til þurfti. Það er því einfaldlega rangt að fjármunir hafi ekki skilað sér til þess að hægt væri að halda áfram með fjárfestingaáætlunina. Það er hins vegar pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna að nota þessa peninga frekar til annarra verkefna og við þá ákvörðun eiga þeir að þora að standa. Auðvitað rímar sú ákvörðun afar illa við kosningaloforð um eflingu kvkmyndaframleiðslu, en þannig er einfaldlega staðan í dag. 4. Jóhannes segir að "þrátt fyrir" að arðgreiðslur úr bönkunum hafi ekki skilað sér til að fjármagna fjárfestingaráætlunina hafi ríkisstjórnin "ákveðið" að hækka framlög til kvikmyndasjóða. Staðreyndin er sú að þessi hækkun milli ára er ekki verk þessarar ríkisstjórnar heldur er þessi hækkun bundin í samningi sem gerður var við greinina árið 2011. Eina "ákvörðunin" sem ríkisstjórnin tók í þessu sambandi var því sú að standa við samning sem hefur verið í gildi í nokkur ár. Það er "ákvörðun" af því tagi sem fæstum þykir þörf á að stæra sig af. 5. Þegar ríkisstjórnin slátraði fjárfestingaáætluninni var það gríðarlegt högg fyrir alla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi því fjárfesting hins opinbera í greininni (sem er forsenda annarrar fjármögnunar) dróst fyrirvaralaust saman um tæp 40%. Þetta þætti verulegur skellur í rótgrónum atvinnugreinum og enn verri er hann í grein sem er að koma undir sig fótunum. Jóhannes heldur því hins vegar blákalt fram að tal um að þessar aðgerðir skapi óvissu í greininni séu rangar. Hann segir: "Það er einfaldlega ekki rétt. Óvissa myndi ríkja ef framlög til kvikmyndasjóða væru á miklu flakki upp og niður milli ára". Staðreyndir tala sínu máli. Þetta línurit sýnir framlög til kvikmyndasjóða undanfarin 6 ár og til samanburðar eru framlög hins opinbera til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lesendur verða sjálfir að dæma hvort hér sé um að ræða "mikið flakk upp og niður milli ára" eða ekki.6. Jóhannes tekur næst upp á því að bæta appelsínum saman við eplin til að karfan sýnist full. Það gerir hann með því að leggja við framlög til kvikmyndasjóða þá endurgreiðslu sem ríkið greiðir þeim sem taka upp kvikmyndir á Íslandi. Hér er þó um algerlega óskylda hluti að ræða. Íslenska ríkið reynir að laða erlenda kvikmyndaframleiðendur til að taka upp kvikmyndir sínar á Íslandi með því að endurgreiða þeim 20% af þeim kostnaði sem fellur til hér innanlands. Með þessu er ekki verið að styrkja einn né neinn. Útreikningar sýna einfaldlega að ríkið fær meira fé í sköttum af þessari framleiðslu en það endurgreiðir framleiðendum og til þess er leikurinn gerður. Endurgreiðsla vegna upptöku á kvikmyndum er því tæki ríkissjóðs til tekjuöflunar - en ekki fjárfesting í íslenskri kvikmyndaframleiðslu - enda rennur lang stærstur hluti þessa þessa fjár til erlendra stórfyrirtækja. 7. Loks segir Jóhannes að það ríki "engin óvissa um framlög ríkisins til kvikmyndagerðar". Þetta er nokkuð hrauslega sagt í ljósi þess að fjárfesting ríkisins í greininni hefur snarlækkað frá því að þessi ríkisstjórn tók við - þvert á loforð um eflingu greinarinnar. Þar við bætist að samningur kvikmyndagerðarmanna við ríkisvaldið um fjármögnun kvikmyndasjóða rennur út á næsta ári. Það er því vandséð hvernig óvissan gæti verið meiri. Jóhannes klikkir svo út með að segja að “forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra hafa einnig lýst því yfir að ríkið hyggist áfram styðja myndarlega við kvikmyndagerð og um mikilvægi greinarinnar ríkir nokkuð góð sátt." Miðað við stöðu greinarinnar þegar tvö af fjórum fjárlagafrumvörpum ríkisstjórnarinnar eru komin fram - og hversu illa Jóhannesi gengur að segja rétt frá verður - því miður að taka þessari fullyrðingu með fyrirvara. Kvikmyndaframleiðendur bundu satt að segja vonir við að núverandi stjórnvöld sæju framtíðina, tækifærin sem felast í íslenskri kvikmyndaframleiðslu, mikla fjárhagslega möguleika greinarinnar og menningarlegt mikilvægi hennar í heimi sem stendur okkur opinn. En það sem af er þessu kjörtímabili hafa þær vonir reynst blekking ein - eins og staðreyndirnar sýna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, birti nýverið grein þar sem hann heldur því fram að Framsóknarflokkurinn hafi þegar efnt kosningaloforð sitt um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Málið sé afgreitt. Þessi niðurstaða Jóhannesar hefur vakið mikla furðu í röðum íslenskra kvikmyndaframleiðenda - svo ekki sé meira sagt. Jóhannesi til varnar má auðvitað segja hann sé að reyna að sinna því starfi sínu að spinna staðreyndir mála á þann veg að allt líti sem best út fyrir húsbændur sína, Framsóknarflokkinn og ríkisstjórnina - en hér gengur aðstoðarmaðurinn svo langt í blekkingum að óhjákvæmilegt er að leiðrétta rangfærslurnar. 1. Jóhannes fullyrðir að framlög til kvikmyndasjóða hafi aldrei verið hærri en en þau verða 2015 - að undanskildu árinu 2013. Meðfylgjandi línurit um framlög til kvikmyndasjóða á föstu verðlagi sýnir að þessi fullyrðing Jóhannesar er ekki rétt.2. Eins og línuritið sýnir var fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum árið 2013 samtals 1020 milljónir en núverandi ríkisstjórn lækkaði framlagið með því að afnema fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar eftir 2013. Jóhannes heldur því fram að þegar rætt sé um framlög til kvikmyndasjóða sé "einfaldlega ekki hægt að nota 2013 sem eðlilegt viðmið" vegna þess að hækkunin það ár hafi verið "ófjármagnað risakosningaloforð" fyrrverandi stjórnarflokka. Staðreynd málsins er að þessi fjárfesting í kvikmyndasjóðum var ákvörðun framkvæmdavaldsins sem hrint var í framkvæmd með samþykki fjárveitingavaldsins. Þessum peningum var varið til framleiðslu íslenskra kvikmynda árið 2013. Fjárfestingin er því staðreynd - en ekki loforð - og sem slík er hún óhjákvæmilegt viðmið þegar rætt er um fjármögnun kvikmyndasjóða. Þetta er einfaldlega staðreynd máls þótt einhverjum kunni að koma sú staðreynd illa. 3. Jóhannes segir að fjárfestingaáætlunin hafi ekki verið "í neinu sambandi við raunveruleikann í ríkisfjármálum" og "það var því aldrei innistæða fyrir sjálfkrafa framlengingu á þessu"… Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var í tveimur hlutum og var annar hluti hennar (sem t.d. átti að fara í uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum) fjármagnaður með sérstöku veiðigjaldi sem lagt var á útgerðina. Núverandi ríkisstjórn afnam þetta veiðigjald og þar með var sá hluti áætlunarinnar fyrir bí. Það var einfaldlega pólitísk ákvörðun að peningarnir rynnu aftur til útgerðarinnar og hafði ekkert að gera með "raunveruleikann í ríkisfjármálum". Hinn hluti fjárfestingaáætlunarinnar - sá hluti sem fór til að efla skapandi greinar eins og kvikmyndaframleiðslu - var fjármagnaður með arði af hlut ríkisins í bönkunum. Ef arðurinn myndi minnka eða hverfa færu þessi framlög sömu leið. Þessi hluti áætlunarinnar kostaði 6.6 milljarða 2014 og 4.4 milljarða árið 2015. Arðgreiðslur bankanna til ríkisins árið 2013 námu 10 milljörðum en árið 2014 námu þær 21 milljarði. Innistæðan er því langt umfram það sem til þurfti. Það er því einfaldlega rangt að fjármunir hafi ekki skilað sér til þess að hægt væri að halda áfram með fjárfestingaáætlunina. Það er hins vegar pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna að nota þessa peninga frekar til annarra verkefna og við þá ákvörðun eiga þeir að þora að standa. Auðvitað rímar sú ákvörðun afar illa við kosningaloforð um eflingu kvkmyndaframleiðslu, en þannig er einfaldlega staðan í dag. 4. Jóhannes segir að "þrátt fyrir" að arðgreiðslur úr bönkunum hafi ekki skilað sér til að fjármagna fjárfestingaráætlunina hafi ríkisstjórnin "ákveðið" að hækka framlög til kvikmyndasjóða. Staðreyndin er sú að þessi hækkun milli ára er ekki verk þessarar ríkisstjórnar heldur er þessi hækkun bundin í samningi sem gerður var við greinina árið 2011. Eina "ákvörðunin" sem ríkisstjórnin tók í þessu sambandi var því sú að standa við samning sem hefur verið í gildi í nokkur ár. Það er "ákvörðun" af því tagi sem fæstum þykir þörf á að stæra sig af. 5. Þegar ríkisstjórnin slátraði fjárfestingaáætluninni var það gríðarlegt högg fyrir alla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi því fjárfesting hins opinbera í greininni (sem er forsenda annarrar fjármögnunar) dróst fyrirvaralaust saman um tæp 40%. Þetta þætti verulegur skellur í rótgrónum atvinnugreinum og enn verri er hann í grein sem er að koma undir sig fótunum. Jóhannes heldur því hins vegar blákalt fram að tal um að þessar aðgerðir skapi óvissu í greininni séu rangar. Hann segir: "Það er einfaldlega ekki rétt. Óvissa myndi ríkja ef framlög til kvikmyndasjóða væru á miklu flakki upp og niður milli ára". Staðreyndir tala sínu máli. Þetta línurit sýnir framlög til kvikmyndasjóða undanfarin 6 ár og til samanburðar eru framlög hins opinbera til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lesendur verða sjálfir að dæma hvort hér sé um að ræða "mikið flakk upp og niður milli ára" eða ekki.6. Jóhannes tekur næst upp á því að bæta appelsínum saman við eplin til að karfan sýnist full. Það gerir hann með því að leggja við framlög til kvikmyndasjóða þá endurgreiðslu sem ríkið greiðir þeim sem taka upp kvikmyndir á Íslandi. Hér er þó um algerlega óskylda hluti að ræða. Íslenska ríkið reynir að laða erlenda kvikmyndaframleiðendur til að taka upp kvikmyndir sínar á Íslandi með því að endurgreiða þeim 20% af þeim kostnaði sem fellur til hér innanlands. Með þessu er ekki verið að styrkja einn né neinn. Útreikningar sýna einfaldlega að ríkið fær meira fé í sköttum af þessari framleiðslu en það endurgreiðir framleiðendum og til þess er leikurinn gerður. Endurgreiðsla vegna upptöku á kvikmyndum er því tæki ríkissjóðs til tekjuöflunar - en ekki fjárfesting í íslenskri kvikmyndaframleiðslu - enda rennur lang stærstur hluti þessa þessa fjár til erlendra stórfyrirtækja. 7. Loks segir Jóhannes að það ríki "engin óvissa um framlög ríkisins til kvikmyndagerðar". Þetta er nokkuð hrauslega sagt í ljósi þess að fjárfesting ríkisins í greininni hefur snarlækkað frá því að þessi ríkisstjórn tók við - þvert á loforð um eflingu greinarinnar. Þar við bætist að samningur kvikmyndagerðarmanna við ríkisvaldið um fjármögnun kvikmyndasjóða rennur út á næsta ári. Það er því vandséð hvernig óvissan gæti verið meiri. Jóhannes klikkir svo út með að segja að “forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra hafa einnig lýst því yfir að ríkið hyggist áfram styðja myndarlega við kvikmyndagerð og um mikilvægi greinarinnar ríkir nokkuð góð sátt." Miðað við stöðu greinarinnar þegar tvö af fjórum fjárlagafrumvörpum ríkisstjórnarinnar eru komin fram - og hversu illa Jóhannesi gengur að segja rétt frá verður - því miður að taka þessari fullyrðingu með fyrirvara. Kvikmyndaframleiðendur bundu satt að segja vonir við að núverandi stjórnvöld sæju framtíðina, tækifærin sem felast í íslenskri kvikmyndaframleiðslu, mikla fjárhagslega möguleika greinarinnar og menningarlegt mikilvægi hennar í heimi sem stendur okkur opinn. En það sem af er þessu kjörtímabili hafa þær vonir reynst blekking ein - eins og staðreyndirnar sýna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun