OPEC ríkin bregðast ekki við verðfalli olíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2014 16:07 Tólf ríki eru í OPEC og selja þau um þriðjung olíu í heiminum. Vísir/AFP Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent