Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Aðalheiður Héðinsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. Trúlega er eitt besta verslunarrými á Íslandi í flugstöðinni á Miðnesheiði. Margvíslegar viðurkenningar eru til vitnis um að rekstraraðilar hafa staðið sig vel. Þrátt fyrir það og nýlegar innréttingar í brottfararsal stendur til að rífa allt niður og fá nýja aðila í flugstöðina. Isavia efndi í vor til samkeppni um leigurými í flugstöðinni. Í Hörpu var fyrirkomulag keppninnar kynnt og þótti fulltrúum íslenska ríkisins tilhlýðilegt að kynningin færi fram á ensku. Samkeppnislýsingin, tilboð, fylgigögn og formleg samskipti – allt á ensku. Reglur evrópska efnahagssvæðisins segja að öll tungumál séu jafn rétthá innan EES. Íslenska er ekki undantekning. Að velja ensku veikir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Ef ekki, þá má með gagnrökum segja að það veiki ekki samkeppnisstöðu erlendra fyrirtækja að tungumál samkeppninnar sé íslenska.Leynd hvílir yfir ferlinu Fyrirtæki mínu hefur verið tilkynnt að það sé ekki fyrsti valkostur þegar kemur að samningaviðræðum við Isavia. Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku þátt í samkeppninni, sundurliðun stigagjafar og við hvað var stuðst við stigagjöf. Svar barst á ensku: Eingöngu stigagjöf Kaffitárs, engar skýringar, enginn samanburður, óskiljanleg samhengislaus stigagjöf. Ég sætti mig við að verða undir í samkeppni, en ekki að leikreglur í svo mikilvægri keppni séu bæði óskýrar og ógegnsæjar. Leynd skapar tortryggni, ýtir undir tilfinningu um að ekki sé farið að settum reglum og eitthvað þurfi að fela. Trúverðugleika skortir í þessari samkeppni. Jafnvel Samtök iðnaðarins mega ekki sjá samkeppnislýsinguna. Hvað þolir ekki dagsbirtu? Eftir samtöl við marga sýnist mér að til standi að gera stóran samning við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem rekur tæplega þrjú þúsund verslanir og sérhæfir sig í rekstri í flugstöðvum. Frá þessu á ekki segja fyrr en samningar eru undirritaðir. Þá á ekki að gefa skýringar. Ég tel mikilvægt að fyrirtæki sem stunda rekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar séu íslensk og það sé skammsýni þegar fulltrúar ríkisins halda fram að slíkt skipti engu máli. Alþjóðleg stórfyrirtæki greiða skatta þar sem þeir eru lægstir og það skapar þeim samkeppnisforskot.Horft framhjá heildarhagsmunum Íslensk fyrirtæki greiða skatta á Íslandi. Kaffitár framleiðir nánast allar vörur sínar á Íslandi, kaffi jafnt sem kruðerí. Öll hönnun, markaðsefni, vinna iðnaðarmanna, þjónusta er veitt af þeim sem hér búa. Margfeldisáhrifin eru augljós og þessi fyrirtæki greiða skatta á Íslandi. Í samkeppnislýsingunni er klifað á íslenskum áherslum, ferðamaðurinn á að skynja að hann sé kominn til Íslands og kynnist því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Að sækjast eftir alþjóðlegu stórfyrirtæki til að koma þessum skilaboðum á framfæri er grátbroslegt. Slíkt þjónar ekki hagsmunum Íslands eða skattgreiðenda. Íslensk fyrirtæki eru fullfær um að koma íslenskum áherslum á framfæri. Ef rétt reynist, er það sóun að færa erlendu stórfyrirtæki á silfurfati þessa verðmætu auðlind sem ferðamaðurinn er. Hvað ef auðlindin væri fiskurinn úr sjónum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. Trúlega er eitt besta verslunarrými á Íslandi í flugstöðinni á Miðnesheiði. Margvíslegar viðurkenningar eru til vitnis um að rekstraraðilar hafa staðið sig vel. Þrátt fyrir það og nýlegar innréttingar í brottfararsal stendur til að rífa allt niður og fá nýja aðila í flugstöðina. Isavia efndi í vor til samkeppni um leigurými í flugstöðinni. Í Hörpu var fyrirkomulag keppninnar kynnt og þótti fulltrúum íslenska ríkisins tilhlýðilegt að kynningin færi fram á ensku. Samkeppnislýsingin, tilboð, fylgigögn og formleg samskipti – allt á ensku. Reglur evrópska efnahagssvæðisins segja að öll tungumál séu jafn rétthá innan EES. Íslenska er ekki undantekning. Að velja ensku veikir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Ef ekki, þá má með gagnrökum segja að það veiki ekki samkeppnisstöðu erlendra fyrirtækja að tungumál samkeppninnar sé íslenska.Leynd hvílir yfir ferlinu Fyrirtæki mínu hefur verið tilkynnt að það sé ekki fyrsti valkostur þegar kemur að samningaviðræðum við Isavia. Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku þátt í samkeppninni, sundurliðun stigagjafar og við hvað var stuðst við stigagjöf. Svar barst á ensku: Eingöngu stigagjöf Kaffitárs, engar skýringar, enginn samanburður, óskiljanleg samhengislaus stigagjöf. Ég sætti mig við að verða undir í samkeppni, en ekki að leikreglur í svo mikilvægri keppni séu bæði óskýrar og ógegnsæjar. Leynd skapar tortryggni, ýtir undir tilfinningu um að ekki sé farið að settum reglum og eitthvað þurfi að fela. Trúverðugleika skortir í þessari samkeppni. Jafnvel Samtök iðnaðarins mega ekki sjá samkeppnislýsinguna. Hvað þolir ekki dagsbirtu? Eftir samtöl við marga sýnist mér að til standi að gera stóran samning við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem rekur tæplega þrjú þúsund verslanir og sérhæfir sig í rekstri í flugstöðvum. Frá þessu á ekki segja fyrr en samningar eru undirritaðir. Þá á ekki að gefa skýringar. Ég tel mikilvægt að fyrirtæki sem stunda rekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar séu íslensk og það sé skammsýni þegar fulltrúar ríkisins halda fram að slíkt skipti engu máli. Alþjóðleg stórfyrirtæki greiða skatta þar sem þeir eru lægstir og það skapar þeim samkeppnisforskot.Horft framhjá heildarhagsmunum Íslensk fyrirtæki greiða skatta á Íslandi. Kaffitár framleiðir nánast allar vörur sínar á Íslandi, kaffi jafnt sem kruðerí. Öll hönnun, markaðsefni, vinna iðnaðarmanna, þjónusta er veitt af þeim sem hér búa. Margfeldisáhrifin eru augljós og þessi fyrirtæki greiða skatta á Íslandi. Í samkeppnislýsingunni er klifað á íslenskum áherslum, ferðamaðurinn á að skynja að hann sé kominn til Íslands og kynnist því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Að sækjast eftir alþjóðlegu stórfyrirtæki til að koma þessum skilaboðum á framfæri er grátbroslegt. Slíkt þjónar ekki hagsmunum Íslands eða skattgreiðenda. Íslensk fyrirtæki eru fullfær um að koma íslenskum áherslum á framfæri. Ef rétt reynist, er það sóun að færa erlendu stórfyrirtæki á silfurfati þessa verðmætu auðlind sem ferðamaðurinn er. Hvað ef auðlindin væri fiskurinn úr sjónum?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun