Stöðugleiki og ábyrgð S. Björn Blöndal skrifar 24. mars 2014 06:00 Fæstir tengdu Besta flokkinn við stöðugleika og ábyrgð þegar við tókum við borginni fyrir fjórum árum, ekki einu sinni við sjálf. En það kom í ljós að eftir margra ára óstöðugleika og ábyrgðarleysi var þetta einmitt það sem vantaði. Við löguðum okkur að því: það þurfa þau að gera sem eru kosin til að vinna fyrir fólk. Borgin þarf áfram stöðugleika og ábyrgð. Á þessu kjörtímabili höfum við komið Orkuveitunni úr vonlausri stöðu í góða stöðu. Við höfum unnið gegn atvinnuleysi með háu framkvæmdastigi og markvissum vinnumarkaðsaðgerðum. Og við ætlum að halda uppteknum hætti. Við getum ekki aðeins fagnað árangri á þessu kjörtímabili – við höfum líka lært. Við vitum að ábyrg fjármálastjórn skilar borginni miklu meiri hagnaði þegar til lengri tíma er litið en alls konar æfingar með gjöld og útsvar. Þær koma bara aftan að fólki síðar. Hvers vegna hefur okkur tekist að ná þessum stöðugleika og hvernig getum við tryggt hann áfram? Við nálguðumst verkefnin af auðmýkt og reyndum að skapa andrúmsloft samvinnu. Það er mikill fjársjóður falinn í stöðugleika. Það er líka mikill fjársjóður falinn í gleði og góðu viðmóti og í umhverfi samvinnu og gagnkvæmrar virðingar er eftirsóknarverðara að axla ábyrgð og auðveldara að standa undir miklum kröfum. Þannig vinnur Björt framtíð áfram. Ávinningurinn af stöðugleikanum er byrjaður að koma í ljós og hann verður ómældur ef stefna Bjartrar framtíðar ræður ferðinni. Reykjavík er nú þegar eftirsóttur áfangastaður ferðamanna, listafólks, fólks í skapandi greinum og frumkvöðla. Pólitískur stöðugleiki þýðir að stefna er mótuð til lengri tíma. Þeir sem ráða ferðinni velja áherslur sem standast og geta séð til þess að þær standist. Reykjavík er borg menningar, frumkvæðis og fjölbreytileika. Sá pólitíski stöðugleiki sem Björt framtíð getur lofað, ef hún fær góða kosningu, er að Reykjavík eflist enn frekar sem nútímaleg menningarborg. Slíkar borgir draga til sín skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk og það gerir borgarlífið betra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fæstir tengdu Besta flokkinn við stöðugleika og ábyrgð þegar við tókum við borginni fyrir fjórum árum, ekki einu sinni við sjálf. En það kom í ljós að eftir margra ára óstöðugleika og ábyrgðarleysi var þetta einmitt það sem vantaði. Við löguðum okkur að því: það þurfa þau að gera sem eru kosin til að vinna fyrir fólk. Borgin þarf áfram stöðugleika og ábyrgð. Á þessu kjörtímabili höfum við komið Orkuveitunni úr vonlausri stöðu í góða stöðu. Við höfum unnið gegn atvinnuleysi með háu framkvæmdastigi og markvissum vinnumarkaðsaðgerðum. Og við ætlum að halda uppteknum hætti. Við getum ekki aðeins fagnað árangri á þessu kjörtímabili – við höfum líka lært. Við vitum að ábyrg fjármálastjórn skilar borginni miklu meiri hagnaði þegar til lengri tíma er litið en alls konar æfingar með gjöld og útsvar. Þær koma bara aftan að fólki síðar. Hvers vegna hefur okkur tekist að ná þessum stöðugleika og hvernig getum við tryggt hann áfram? Við nálguðumst verkefnin af auðmýkt og reyndum að skapa andrúmsloft samvinnu. Það er mikill fjársjóður falinn í stöðugleika. Það er líka mikill fjársjóður falinn í gleði og góðu viðmóti og í umhverfi samvinnu og gagnkvæmrar virðingar er eftirsóknarverðara að axla ábyrgð og auðveldara að standa undir miklum kröfum. Þannig vinnur Björt framtíð áfram. Ávinningurinn af stöðugleikanum er byrjaður að koma í ljós og hann verður ómældur ef stefna Bjartrar framtíðar ræður ferðinni. Reykjavík er nú þegar eftirsóttur áfangastaður ferðamanna, listafólks, fólks í skapandi greinum og frumkvöðla. Pólitískur stöðugleiki þýðir að stefna er mótuð til lengri tíma. Þeir sem ráða ferðinni velja áherslur sem standast og geta séð til þess að þær standist. Reykjavík er borg menningar, frumkvæðis og fjölbreytileika. Sá pólitíski stöðugleiki sem Björt framtíð getur lofað, ef hún fær góða kosningu, er að Reykjavík eflist enn frekar sem nútímaleg menningarborg. Slíkar borgir draga til sín skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk og það gerir borgarlífið betra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun