Sebrahestar og sjúklingar Teitur Guðmundsson skrifar 24. júní 2014 08:30 Þegar sjúklingur veikist þá kemur oftast til samskipta milli hans og heilbrigðiskerfisins á einn eða annan máta. Flestir koma til læknis þar sem viðkomandi leitast eftir að fá greiningu á vanda sínum, ráð og þá meðferð sé hún í boði. Eins og flestir vita eru margir sjúkdómar þess eðlis að ekki er nauðsynlegt að meðhöndla þá með lyfjum eða slíku, í besta falli styðjandi meðferð. Það á við um flestar kvef- og veirupestir sem við glímum við og eru líklega algengasta orsök veikinda almennt. Í þeim tilvikum getur þurft lyf eins og hitalækkandi og hóstastillandi eða viðlíka, en sjaldan eða aldrei er þörf á sýklalyfjum svo dæmi sé tekið. Það er þó svo að sjúkdómsferli er mismunandi milli einstaklinga og getur verið mjög dýnamískt ef svo má að orði komast. Ef við tökum dæmi þessu til skýringar þá er algengt að gefin séu sýklalyf eftir langvarandi veirupest þar sem veiklun hefur orðið á slímhúð og vörnum líkamans og bakteríur ná yfirhöndinni sem auka þá á veikindi einstaklingsins. Þess vegna er mikilvægt að geta fylgt eftir sjúklingi og sjá hann aftur lagist ekki einkenni á nokkrum dögum. Þetta er grundvallaratriði í heimilislækningum svo dæmi sé tekið en virkar því miður ekki nægjanlega vel hér vegna skorts á mannafla og tímaframboði. Í þessu kristallast vandi heilbrigðiskerfisins, barnið sem fær ekki tíma hjá sama lækni verður að leita á vaktþjónustu eða jafnvel bráðamóttöku sjúkrahúss, sem er mun dýrari þjónusta fyrir samfélagið í heild sinni og í flestum tilvikum óþarfi þegar við svona vandamál er að etja.Sendir „hálfkláraðir“ heim Þá kemur oftar en ekki fram óánægja á meðal foreldra sem eru búin að glíma við veikindi barns síns þegar og ef nauðsynlegt reynist að meðhöndla það. Af hverju var ekki meðhöndlað strax? Er oft spurt og í leiðinni kvartað undan lélegri þjónustu. Reykjavík og stærri kjarnar landsins lenda frekar í slíku en landsbyggðin þar sem oftsinnis er mun betra aðgengi að lækni, þótt það sé ekki algilt. Sem betur fer er þó í yfirgnæfandi meirihluta tilfella ekki um stærri vandamál að ræða og sjaldan lífshættuleg en það er engin afsökun. Við þekkjum líka dæmi þess að sjúklingar leita á sjúkrahúsin og fá þar afgreiðslu á bráðamóttöku eða göngudeildum og eru sendir heim „hálfkláraðir“ þar sem þeir eru ekki „nógu“ veikir til að leggjast inn. Þetta er alltaf matskennt og stýrist mikið til af álagi, framboði á rúmum á sjúkrahúsum, mönnun og þannig mætti lengi telja. Það verður til að gæta sanngirni að segjast að í flestum tilvikum reynist það í fullkomnu lagi að bíða, það er búið að greina hvort um bráðavandamál sé að ræða og heimilislæknir eða sérfræðingur á að fylgja málinu eftir. Hér kemur enn fram galli í kerfinu sökum manneklu og skipulagsvanda að það geta jafnvel liðið margir mánuðir í næsta tíma hjá sérfræðingi, hugsanlega allt að einhverjar vikur að komast til heimilislæknis. Þegar það svo gerist getur vantað upp á pappíra og gögn til að klára málin þar sem ekki hefur unnist tími til að senda læknabréf. Rafræn sjúkraskrá sem er „loksins“ að koma mun leysa ansi mörg slík vandamál. Það er heilbrigðisráðherrum undanfarandi ára til skammar að vera ekki fyrir löngu búnir að klára það verkefni, leyfist mér að segja. Af því hlýst sparnaður sem er líklegast sá mesti í kerfinu sem hægt er að ná með einni framkvæmd.Sebrahestar á sjúkrahúsum Þá að titli greinarinnar sem menn kunna að velta fyrir sér, en það eru sebrahestarnir. Það er nefnilega svo í læknisfræði, sem gerir hana líka svo skemmtilega, að þó svo að mismunandi sjúklingar séu með sama sjúkdóminn kann hann að hegða sér á mjög mismunandi hátt og gera það að verkum að erfitt reynist að greina hann. Þá líka hitt, að líkaminn, umhverfi hans og ónæmiskerfi er eitt flóknasta samspil sem þekkist og þess vegna getur reynst mjög krefjandi að komast að réttri greiningu sjúklings og hún getur vafist fyrir mönnum býsna lengi. Óhætt er að segja að margir kannist eflaust við það langhlaup sem lent hafa í slíku. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að það sem er algengt er algengt og flestir læknar kunna góð skil á því. Sebrahestarnir eru þar sem reynir á og sérfræðiþekkingar og reynslu er þörf og samspil ólíkra sérgreina mikilvægt. Iðulega liggja sebrahestarnir á sjúkrahúsum þar sem mest þekking, tækni og meðferðarmöguleikar fyrirfinnast. Til þess að slík vinna gangi sem best fyrir alla hlutaðeigandi verður heilbrigðiskerfið að virka sem skyldi. Heilsugæslan verður að eflast, sérfræðilækningar utan sjúkrahúsa einnig og spítalinn verður að fá tækifæri til að sinna þeim verkum sem að honum er beint. Þessi umræða er orðin of tuggin, pólitíkin hefur ekki lausnir, það þarf að opna umræðuna um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi, án frasa takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar sjúklingur veikist þá kemur oftast til samskipta milli hans og heilbrigðiskerfisins á einn eða annan máta. Flestir koma til læknis þar sem viðkomandi leitast eftir að fá greiningu á vanda sínum, ráð og þá meðferð sé hún í boði. Eins og flestir vita eru margir sjúkdómar þess eðlis að ekki er nauðsynlegt að meðhöndla þá með lyfjum eða slíku, í besta falli styðjandi meðferð. Það á við um flestar kvef- og veirupestir sem við glímum við og eru líklega algengasta orsök veikinda almennt. Í þeim tilvikum getur þurft lyf eins og hitalækkandi og hóstastillandi eða viðlíka, en sjaldan eða aldrei er þörf á sýklalyfjum svo dæmi sé tekið. Það er þó svo að sjúkdómsferli er mismunandi milli einstaklinga og getur verið mjög dýnamískt ef svo má að orði komast. Ef við tökum dæmi þessu til skýringar þá er algengt að gefin séu sýklalyf eftir langvarandi veirupest þar sem veiklun hefur orðið á slímhúð og vörnum líkamans og bakteríur ná yfirhöndinni sem auka þá á veikindi einstaklingsins. Þess vegna er mikilvægt að geta fylgt eftir sjúklingi og sjá hann aftur lagist ekki einkenni á nokkrum dögum. Þetta er grundvallaratriði í heimilislækningum svo dæmi sé tekið en virkar því miður ekki nægjanlega vel hér vegna skorts á mannafla og tímaframboði. Í þessu kristallast vandi heilbrigðiskerfisins, barnið sem fær ekki tíma hjá sama lækni verður að leita á vaktþjónustu eða jafnvel bráðamóttöku sjúkrahúss, sem er mun dýrari þjónusta fyrir samfélagið í heild sinni og í flestum tilvikum óþarfi þegar við svona vandamál er að etja.Sendir „hálfkláraðir“ heim Þá kemur oftar en ekki fram óánægja á meðal foreldra sem eru búin að glíma við veikindi barns síns þegar og ef nauðsynlegt reynist að meðhöndla það. Af hverju var ekki meðhöndlað strax? Er oft spurt og í leiðinni kvartað undan lélegri þjónustu. Reykjavík og stærri kjarnar landsins lenda frekar í slíku en landsbyggðin þar sem oftsinnis er mun betra aðgengi að lækni, þótt það sé ekki algilt. Sem betur fer er þó í yfirgnæfandi meirihluta tilfella ekki um stærri vandamál að ræða og sjaldan lífshættuleg en það er engin afsökun. Við þekkjum líka dæmi þess að sjúklingar leita á sjúkrahúsin og fá þar afgreiðslu á bráðamóttöku eða göngudeildum og eru sendir heim „hálfkláraðir“ þar sem þeir eru ekki „nógu“ veikir til að leggjast inn. Þetta er alltaf matskennt og stýrist mikið til af álagi, framboði á rúmum á sjúkrahúsum, mönnun og þannig mætti lengi telja. Það verður til að gæta sanngirni að segjast að í flestum tilvikum reynist það í fullkomnu lagi að bíða, það er búið að greina hvort um bráðavandamál sé að ræða og heimilislæknir eða sérfræðingur á að fylgja málinu eftir. Hér kemur enn fram galli í kerfinu sökum manneklu og skipulagsvanda að það geta jafnvel liðið margir mánuðir í næsta tíma hjá sérfræðingi, hugsanlega allt að einhverjar vikur að komast til heimilislæknis. Þegar það svo gerist getur vantað upp á pappíra og gögn til að klára málin þar sem ekki hefur unnist tími til að senda læknabréf. Rafræn sjúkraskrá sem er „loksins“ að koma mun leysa ansi mörg slík vandamál. Það er heilbrigðisráðherrum undanfarandi ára til skammar að vera ekki fyrir löngu búnir að klára það verkefni, leyfist mér að segja. Af því hlýst sparnaður sem er líklegast sá mesti í kerfinu sem hægt er að ná með einni framkvæmd.Sebrahestar á sjúkrahúsum Þá að titli greinarinnar sem menn kunna að velta fyrir sér, en það eru sebrahestarnir. Það er nefnilega svo í læknisfræði, sem gerir hana líka svo skemmtilega, að þó svo að mismunandi sjúklingar séu með sama sjúkdóminn kann hann að hegða sér á mjög mismunandi hátt og gera það að verkum að erfitt reynist að greina hann. Þá líka hitt, að líkaminn, umhverfi hans og ónæmiskerfi er eitt flóknasta samspil sem þekkist og þess vegna getur reynst mjög krefjandi að komast að réttri greiningu sjúklings og hún getur vafist fyrir mönnum býsna lengi. Óhætt er að segja að margir kannist eflaust við það langhlaup sem lent hafa í slíku. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að það sem er algengt er algengt og flestir læknar kunna góð skil á því. Sebrahestarnir eru þar sem reynir á og sérfræðiþekkingar og reynslu er þörf og samspil ólíkra sérgreina mikilvægt. Iðulega liggja sebrahestarnir á sjúkrahúsum þar sem mest þekking, tækni og meðferðarmöguleikar fyrirfinnast. Til þess að slík vinna gangi sem best fyrir alla hlutaðeigandi verður heilbrigðiskerfið að virka sem skyldi. Heilsugæslan verður að eflast, sérfræðilækningar utan sjúkrahúsa einnig og spítalinn verður að fá tækifæri til að sinna þeim verkum sem að honum er beint. Þessi umræða er orðin of tuggin, pólitíkin hefur ekki lausnir, það þarf að opna umræðuna um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi, án frasa takk!
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar