Hótel Saga sett á sölu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 15:12 Hótel Saga. Á síðustu mánuðum hafa margir fjárfestar haft samband við Bændasamtök Íslands og lýst yfir áhuga á að kaupa fasteign og rekstur Hótel Sögu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands. Í ljósi þess hefur stjórn Bændasamtaka Íslands ákveðið að óska eftir formlegum tilboðum og ráðið fyrirtækjaráðgjöf MP banka til þess að sjá um söluferlið. Sú vinna felst í því að taka saman upplýsingar um hótelið og annast kynningu fyrir áhugasama kaupendur með gagnsæjum hætti. Þannig er tryggt jafnræði meðal áhugasamra fjárfesta. Endanleg ákvörðun um sölu verður tekin af Búnaðarþingi en í ljósi mikils áhuga á starfsemi hótelsins þótti rétt að kanna áhuga fjárfesta með þessum hætti. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar. „Samhliða miklum vexti í ferðaþjónustu hefur rekstur Hótel Sögu gengið vel. Þá benda áætlanir til þess að enn meiri aukning verði á fjölda ferðamanna á næstu árum. BÍ vilja leita allra leiða til þess að ávaxta eignir sínar með viðunandi hætti. Nú er rétti tíminn til að skoða hvort það geti verið hagfellt fyrir Bændasamtökin að eftirláta sérhæfðan hótelrekstur í hendur aðila sem vilja byggja sig upp á þeim vettvangi en ávaxta þess í stað eignir samtakanna með öðrum hætti,“ segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa margir fjárfestar haft samband við Bændasamtök Íslands og lýst yfir áhuga á að kaupa fasteign og rekstur Hótel Sögu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands. Í ljósi þess hefur stjórn Bændasamtaka Íslands ákveðið að óska eftir formlegum tilboðum og ráðið fyrirtækjaráðgjöf MP banka til þess að sjá um söluferlið. Sú vinna felst í því að taka saman upplýsingar um hótelið og annast kynningu fyrir áhugasama kaupendur með gagnsæjum hætti. Þannig er tryggt jafnræði meðal áhugasamra fjárfesta. Endanleg ákvörðun um sölu verður tekin af Búnaðarþingi en í ljósi mikils áhuga á starfsemi hótelsins þótti rétt að kanna áhuga fjárfesta með þessum hætti. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar. „Samhliða miklum vexti í ferðaþjónustu hefur rekstur Hótel Sögu gengið vel. Þá benda áætlanir til þess að enn meiri aukning verði á fjölda ferðamanna á næstu árum. BÍ vilja leita allra leiða til þess að ávaxta eignir sínar með viðunandi hætti. Nú er rétti tíminn til að skoða hvort það geti verið hagfellt fyrir Bændasamtökin að eftirláta sérhæfðan hótelrekstur í hendur aðila sem vilja byggja sig upp á þeim vettvangi en ávaxta þess í stað eignir samtakanna með öðrum hætti,“ segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent