Snæfell styrkti stöðu sína á toppi Domino's-deildar kvenna með þrettán stiga sigri á Hamri, 71-58, í Stykkishólmi í dag.
Jafnræði var með liðunum í upphafi en leiðir skildu síðan í öðrum leikhluta sem Snæfell vann, 19-9. Sigurinn var aldrei í hættu eftir það.
Hildur Sigurðardóttir skoraði 20 stig fyrir Snæfell en Di'Amber Johnson 21 fyrir gestina úr Hveragerði.
Snæfell er nú með sex stiga forystu á toppi deildarinnar en Hamar er í sjötta sætinu með tólf stig.
Snæfell-Hamar 71-58 (14-15, 19-9, 19-12, 19-22)
Snæfell: Chynna Unique Brown 23/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 18/11 fráköst/3 varin skot, Hildur Sigurðardóttir 12/12 fráköst/13 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Aníta Rún Sæþórsdóttir 2, Eva Margrét Kristjánsdóttir 0/4 fráköst.
Hamar: Di'Amber Johnson 21/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 17/7 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 14/4 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 4/11 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 2, Katrín Eik Össurardóttir 0/4 fráköst.
Öruggt hjá Snæfelli
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



