Velta Sagafilm jókst um tæp 150 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. desember 2014 08:30 Matthew McConaughey Leikstjórinn Christopher Nolan ákvað að taka upp myndina Interstellar hér á landi. Sagafilm aðstoðaði við tökurnar. Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm jókst úr 1.077 milljónum króna árið 2012 í 2.485 milljónir króna árið 2013, samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er aukning um næstum 150 prósent á milli ára. Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að veltuaukningin stafi af því að verkefni fyrir erlenda framleiðendur hafi verið mörg á árinu 2013, en verkefnastaðan sé ólík á milli ára. Þessi gríðarlega veltuaukning skilaði þó ekki auknum hagnaði fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 66 milljónir króna árið 2013 en 96 milljónir árið á undan. „Þetta er rosalega misjafnt eftir ári, bara eftir því hvaða verkefni eru í gangi. En við vorum með stórt bandarískt verkefni sem heitir Interstellar og er núna í bíóhúsunum. Við vorum að þjónusta það á Íslandi. Svo vorum við með stórt verkefni sem heitir Deadsnow sem var fyrir norskt framleiðslufyrirtæki. Það er mynd sem var sýnd hér á landi fyrr á árinu. Síðan vorum við með kanadískt verkefni sem hét Pawn Sacrifice og fjallaði um Bobby Fischer. Við vorum líka með rússneskt verkefni sem hét Calculator og er að fara að koma í kvikmyndahús í Rússlandi núna á næstu mánuðum,“ segir Guðný. Tekjur fyrirtækisins vegna Interstellar námu um 700 milljónum og tekjur af Deadsnow voru 600 milljónir. „Þannig að veltan samanstendur rosalega mikið af þessum erlendu verkefnum,“ segir Guðný. Hún segir að minna hafi verið um erlend verkefni í ár, en íslensku verkefnin hafi verið þeim mun fleiri. Guðný bendir á að Ísland hafi verið mjög vinsælt að undanförnu þegar kemur að þjónustu við erlenda kvikmyndagerðarmenn. Þetta megi sjá á veltutölum við iðnaðinn í heild. „En það sorglega í þessu er að á meðan erlendu verkefnin eru að vaxa svona mikið er niðurskurður í Kvikmyndasjóði. Sem þýðir að það er ekki jafn mikil framleiðsla á íslensku efni,“ segir hún. Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm jókst úr 1.077 milljónum króna árið 2012 í 2.485 milljónir króna árið 2013, samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er aukning um næstum 150 prósent á milli ára. Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að veltuaukningin stafi af því að verkefni fyrir erlenda framleiðendur hafi verið mörg á árinu 2013, en verkefnastaðan sé ólík á milli ára. Þessi gríðarlega veltuaukning skilaði þó ekki auknum hagnaði fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 66 milljónir króna árið 2013 en 96 milljónir árið á undan. „Þetta er rosalega misjafnt eftir ári, bara eftir því hvaða verkefni eru í gangi. En við vorum með stórt bandarískt verkefni sem heitir Interstellar og er núna í bíóhúsunum. Við vorum að þjónusta það á Íslandi. Svo vorum við með stórt verkefni sem heitir Deadsnow sem var fyrir norskt framleiðslufyrirtæki. Það er mynd sem var sýnd hér á landi fyrr á árinu. Síðan vorum við með kanadískt verkefni sem hét Pawn Sacrifice og fjallaði um Bobby Fischer. Við vorum líka með rússneskt verkefni sem hét Calculator og er að fara að koma í kvikmyndahús í Rússlandi núna á næstu mánuðum,“ segir Guðný. Tekjur fyrirtækisins vegna Interstellar námu um 700 milljónum og tekjur af Deadsnow voru 600 milljónir. „Þannig að veltan samanstendur rosalega mikið af þessum erlendu verkefnum,“ segir Guðný. Hún segir að minna hafi verið um erlend verkefni í ár, en íslensku verkefnin hafi verið þeim mun fleiri. Guðný bendir á að Ísland hafi verið mjög vinsælt að undanförnu þegar kemur að þjónustu við erlenda kvikmyndagerðarmenn. Þetta megi sjá á veltutölum við iðnaðinn í heild. „En það sorglega í þessu er að á meðan erlendu verkefnin eru að vaxa svona mikið er niðurskurður í Kvikmyndasjóði. Sem þýðir að það er ekki jafn mikil framleiðsla á íslensku efni,“ segir hún.
Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira