Velta Sagafilm jókst um tæp 150 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. desember 2014 08:30 Matthew McConaughey Leikstjórinn Christopher Nolan ákvað að taka upp myndina Interstellar hér á landi. Sagafilm aðstoðaði við tökurnar. Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm jókst úr 1.077 milljónum króna árið 2012 í 2.485 milljónir króna árið 2013, samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er aukning um næstum 150 prósent á milli ára. Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að veltuaukningin stafi af því að verkefni fyrir erlenda framleiðendur hafi verið mörg á árinu 2013, en verkefnastaðan sé ólík á milli ára. Þessi gríðarlega veltuaukning skilaði þó ekki auknum hagnaði fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 66 milljónir króna árið 2013 en 96 milljónir árið á undan. „Þetta er rosalega misjafnt eftir ári, bara eftir því hvaða verkefni eru í gangi. En við vorum með stórt bandarískt verkefni sem heitir Interstellar og er núna í bíóhúsunum. Við vorum að þjónusta það á Íslandi. Svo vorum við með stórt verkefni sem heitir Deadsnow sem var fyrir norskt framleiðslufyrirtæki. Það er mynd sem var sýnd hér á landi fyrr á árinu. Síðan vorum við með kanadískt verkefni sem hét Pawn Sacrifice og fjallaði um Bobby Fischer. Við vorum líka með rússneskt verkefni sem hét Calculator og er að fara að koma í kvikmyndahús í Rússlandi núna á næstu mánuðum,“ segir Guðný. Tekjur fyrirtækisins vegna Interstellar námu um 700 milljónum og tekjur af Deadsnow voru 600 milljónir. „Þannig að veltan samanstendur rosalega mikið af þessum erlendu verkefnum,“ segir Guðný. Hún segir að minna hafi verið um erlend verkefni í ár, en íslensku verkefnin hafi verið þeim mun fleiri. Guðný bendir á að Ísland hafi verið mjög vinsælt að undanförnu þegar kemur að þjónustu við erlenda kvikmyndagerðarmenn. Þetta megi sjá á veltutölum við iðnaðinn í heild. „En það sorglega í þessu er að á meðan erlendu verkefnin eru að vaxa svona mikið er niðurskurður í Kvikmyndasjóði. Sem þýðir að það er ekki jafn mikil framleiðsla á íslensku efni,“ segir hún. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm jókst úr 1.077 milljónum króna árið 2012 í 2.485 milljónir króna árið 2013, samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er aukning um næstum 150 prósent á milli ára. Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að veltuaukningin stafi af því að verkefni fyrir erlenda framleiðendur hafi verið mörg á árinu 2013, en verkefnastaðan sé ólík á milli ára. Þessi gríðarlega veltuaukning skilaði þó ekki auknum hagnaði fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 66 milljónir króna árið 2013 en 96 milljónir árið á undan. „Þetta er rosalega misjafnt eftir ári, bara eftir því hvaða verkefni eru í gangi. En við vorum með stórt bandarískt verkefni sem heitir Interstellar og er núna í bíóhúsunum. Við vorum að þjónusta það á Íslandi. Svo vorum við með stórt verkefni sem heitir Deadsnow sem var fyrir norskt framleiðslufyrirtæki. Það er mynd sem var sýnd hér á landi fyrr á árinu. Síðan vorum við með kanadískt verkefni sem hét Pawn Sacrifice og fjallaði um Bobby Fischer. Við vorum líka með rússneskt verkefni sem hét Calculator og er að fara að koma í kvikmyndahús í Rússlandi núna á næstu mánuðum,“ segir Guðný. Tekjur fyrirtækisins vegna Interstellar námu um 700 milljónum og tekjur af Deadsnow voru 600 milljónir. „Þannig að veltan samanstendur rosalega mikið af þessum erlendu verkefnum,“ segir Guðný. Hún segir að minna hafi verið um erlend verkefni í ár, en íslensku verkefnin hafi verið þeim mun fleiri. Guðný bendir á að Ísland hafi verið mjög vinsælt að undanförnu þegar kemur að þjónustu við erlenda kvikmyndagerðarmenn. Þetta megi sjá á veltutölum við iðnaðinn í heild. „En það sorglega í þessu er að á meðan erlendu verkefnin eru að vaxa svona mikið er niðurskurður í Kvikmyndasjóði. Sem þýðir að það er ekki jafn mikil framleiðsla á íslensku efni,“ segir hún.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira