Slys af völdum flugelda María Soffía Gottfreðsdóttir skrifar 31. desember 2014 07:00 Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. Á Íslandi eru augnslys ein aðalorsök varanlegrar blindu hjá börnum. Að meðaltali hafa verið um tvö augnslys um hver áramót og geta áverkarnir verið allt frá smávægilegum bruna á augnlokum og yfirborði augans og yfir í alvarlegustu áverka þar sem augað hreinlega springur. Af og til hafa komið miklar slysahrinur þar sem margir einstaklingar hafa slasast. Slys vegna flugelda verða á tímabilinu frá því strax eftir jól og fram í janúar og því segja tölur frá gamlárskvöldi ekki alla söguna. Undanfarin ár hafa orðið slys langt fram í janúar þar sem börn hafa safnað púðurleifum og búið til sprengjur. Í þessum tilfellum hafa börnin hlotið misalvarlega áverka á augu, brennst í andliti, á hálsi og á höndum. Fórnarlömb augnslysa eru oftast drengir eða ungir menn á aldrinum10-20 ára. Samkvæmt íslenskum, sænskum og bandarískum tölum eru hinir slösuðu í yfir 80% tilfella drengir eða ungir menn, enda eru þeir öðrum skotglaðari eins og flestir vita. Aðrir einstaklingar eru vitaskuld einnig í hættu því nokkur hluti þeirra sem slasast af völdum flugelda eru áhorfendur þeirra. Áður fyrr urðu mörg augnslys af blysum og kraftlitlum flugeldum. Sum þessara slysa voru alvarleg en með aukinni notkun hlífðargleraugna hefur þeim fækkað. Hins vegar sýna tölur frá Augndeild Landspítala aukinn fjölda slysa vegna mjög kröftugra flugelda og virðist sem margir átti sig ekki á því hversu öflugir flugeldarnir eru orðnir. Í verstu slysunum vegna mjög kröftugra flugelda hafa hlífðargleraugu ekki mikið að segja og telja margir að takmarka beri aðgang almennings að allra kröftugustu flugeldunum. Víða erlendis gilda mun strangari reglur um meðhöndlun flugelda og eru þá eingöngu fagmenn sem skjóta kröftugum flugeldum. Í þessum löndum eru flugeldaslys mun fátíðari. Augnáverkar af völdum flugelda eru fyrst og fremst afleiðingar höggsins sem verður þegar flugeldur hittir augað auk bruna af völdum blysa. Þvermál flugelda er lítið og því ver augnumgjörðin ekki augað heldur tekur augað sjálft höggið. Eins og áður greindi getur áverkinn verið allt frá vægum bruna á augnlokum og yfirborði augans og til þess að augað hreinlega springur. Slíkir alvarlegir augnáverkar krefjast flókinna og jafnvel endurtekinna skurðaðgerða. Í verstu tilfellum missir fólk augað. Einnig eru síðkomnar afleiðingar, t.d. skýmyndun á augasteini og gláka. Varanleg sjónskerðing vegna þessara slysa er því miður of algeng. Við getum hins vegar gert ýmislegt til að koma í veg fyrir slysin. • Pössum vel upp á börnin og unglingana okkar. Flugeldar eru ekki leikföng. Ábyrgðin er hjá foreldrum. Reynslan sýnir að það er aðallega fólk undir tvítugu sem verður fyrir þessum slysum. • Notum hlífðargleraugu. Allir sem meðhöndla flugelda eða eru áhorfendur ættu að nota hlífðargleraugu. Einnig er mikilvægt að nota hanska til að koma í veg fyrir bruna á höndum. • Lesum leiðbeiningar framleiðenda og fylgjum þeim. Mjög varasamt er að taka flugeldana í sundur og safna púðrinu saman. Margir alvarlegir skaðar hafa hlotist af slíku. • Notum trygga undirstöðu fyrir flugeldana og hafið hugfast að gler-eða málmstandar sem ætlaðir eru til annarra nota, geta sprungið í tætlur. • Bogrum ekki yfir flugeldum þegar þeim er skotið upp. Hafa ber í huga að hiti sjóðandi vatns er 100°C en þegar flugeldum er skotið upp gefa þeir frá sér hita á bilinu 800-1200°C. • Hellið vatni á og hendið flugeldum sem ekki hafa farið í loftið. Slys verða oft með þeim hætti að bograð er yfir flugeldum eða blysi sem ekki hefur skotist upp eða brunnið. • Áfengisneysla og flugeldar fara illa saman. Augnabliks óvarkárni og óvitaskapur getur breytt lífi fólks ævilangt. Það er dapurleg upplifun fyrir foreldra að horfa á barnið sitt missa sjón á auga. Ég hvet alla til þess að fylgjast vel með hvað börnin okkar aðhafast þessa dagana um leið og ég óska öllum landsmönnum gleðiríkra og slysalausra áramóta. Höfundur er augnskurðlæknir á augndeild Landspítala-háskólasjúkrahúsi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. Á Íslandi eru augnslys ein aðalorsök varanlegrar blindu hjá börnum. Að meðaltali hafa verið um tvö augnslys um hver áramót og geta áverkarnir verið allt frá smávægilegum bruna á augnlokum og yfirborði augans og yfir í alvarlegustu áverka þar sem augað hreinlega springur. Af og til hafa komið miklar slysahrinur þar sem margir einstaklingar hafa slasast. Slys vegna flugelda verða á tímabilinu frá því strax eftir jól og fram í janúar og því segja tölur frá gamlárskvöldi ekki alla söguna. Undanfarin ár hafa orðið slys langt fram í janúar þar sem börn hafa safnað púðurleifum og búið til sprengjur. Í þessum tilfellum hafa börnin hlotið misalvarlega áverka á augu, brennst í andliti, á hálsi og á höndum. Fórnarlömb augnslysa eru oftast drengir eða ungir menn á aldrinum10-20 ára. Samkvæmt íslenskum, sænskum og bandarískum tölum eru hinir slösuðu í yfir 80% tilfella drengir eða ungir menn, enda eru þeir öðrum skotglaðari eins og flestir vita. Aðrir einstaklingar eru vitaskuld einnig í hættu því nokkur hluti þeirra sem slasast af völdum flugelda eru áhorfendur þeirra. Áður fyrr urðu mörg augnslys af blysum og kraftlitlum flugeldum. Sum þessara slysa voru alvarleg en með aukinni notkun hlífðargleraugna hefur þeim fækkað. Hins vegar sýna tölur frá Augndeild Landspítala aukinn fjölda slysa vegna mjög kröftugra flugelda og virðist sem margir átti sig ekki á því hversu öflugir flugeldarnir eru orðnir. Í verstu slysunum vegna mjög kröftugra flugelda hafa hlífðargleraugu ekki mikið að segja og telja margir að takmarka beri aðgang almennings að allra kröftugustu flugeldunum. Víða erlendis gilda mun strangari reglur um meðhöndlun flugelda og eru þá eingöngu fagmenn sem skjóta kröftugum flugeldum. Í þessum löndum eru flugeldaslys mun fátíðari. Augnáverkar af völdum flugelda eru fyrst og fremst afleiðingar höggsins sem verður þegar flugeldur hittir augað auk bruna af völdum blysa. Þvermál flugelda er lítið og því ver augnumgjörðin ekki augað heldur tekur augað sjálft höggið. Eins og áður greindi getur áverkinn verið allt frá vægum bruna á augnlokum og yfirborði augans og til þess að augað hreinlega springur. Slíkir alvarlegir augnáverkar krefjast flókinna og jafnvel endurtekinna skurðaðgerða. Í verstu tilfellum missir fólk augað. Einnig eru síðkomnar afleiðingar, t.d. skýmyndun á augasteini og gláka. Varanleg sjónskerðing vegna þessara slysa er því miður of algeng. Við getum hins vegar gert ýmislegt til að koma í veg fyrir slysin. • Pössum vel upp á börnin og unglingana okkar. Flugeldar eru ekki leikföng. Ábyrgðin er hjá foreldrum. Reynslan sýnir að það er aðallega fólk undir tvítugu sem verður fyrir þessum slysum. • Notum hlífðargleraugu. Allir sem meðhöndla flugelda eða eru áhorfendur ættu að nota hlífðargleraugu. Einnig er mikilvægt að nota hanska til að koma í veg fyrir bruna á höndum. • Lesum leiðbeiningar framleiðenda og fylgjum þeim. Mjög varasamt er að taka flugeldana í sundur og safna púðrinu saman. Margir alvarlegir skaðar hafa hlotist af slíku. • Notum trygga undirstöðu fyrir flugeldana og hafið hugfast að gler-eða málmstandar sem ætlaðir eru til annarra nota, geta sprungið í tætlur. • Bogrum ekki yfir flugeldum þegar þeim er skotið upp. Hafa ber í huga að hiti sjóðandi vatns er 100°C en þegar flugeldum er skotið upp gefa þeir frá sér hita á bilinu 800-1200°C. • Hellið vatni á og hendið flugeldum sem ekki hafa farið í loftið. Slys verða oft með þeim hætti að bograð er yfir flugeldum eða blysi sem ekki hefur skotist upp eða brunnið. • Áfengisneysla og flugeldar fara illa saman. Augnabliks óvarkárni og óvitaskapur getur breytt lífi fólks ævilangt. Það er dapurleg upplifun fyrir foreldra að horfa á barnið sitt missa sjón á auga. Ég hvet alla til þess að fylgjast vel með hvað börnin okkar aðhafast þessa dagana um leið og ég óska öllum landsmönnum gleðiríkra og slysalausra áramóta. Höfundur er augnskurðlæknir á augndeild Landspítala-háskólasjúkrahúsi
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar