Tilkynning til barnaverndar er beiðni um aðstoð, ekki kæra Þóra Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2014 07:00 Margir líta svo á að eitt það versta sem geti gerst í lífi foreldra sé að vera tilkynntir til barnaverndarnefndar. Með því sé því lýst yfir að foreldri eða aðstandandi sé ekki fær um að sinna hlutverki sínu gagnvart barni og því fylgi fordæming og skömm. Það er ákaflega mikilvægt að minna á með reglubundnum hætti hver tilgangur með lagalegri tilkynningaskyldu til barnaverndarnefndar er. Tilkynning er ekki kæra, heldur beiðni um að barni og fjölskyldu þess verði veitt aðstoð. Tilkynnandi kann að hafa hugboð um að barn sé í aðstæðum sem eru ekki góðar fyrir það, það fái ekki þann stuðning og atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist og mikilvægt sé að koma því til aðstoðar. Það er því af umhyggju fyrir barninu, en ekki af óvild við foreldrana sem langflestar tilkynningar berast til barnaverndarnefnda. Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki dómur yfir frammistöðu aðstandenda barnsins. Við skyldum miklu fremur einblína á að barni berist aðstoð í aðstæðum sem taldar eru á einhvern hátt óheppilegar eða óheilbrigðar barninu. Hér skyldi ekki einblínt á það við hvern sé að sakast, heldur að aðstæður hafi þróast á þann veg að gera þurfi ráðstafanir til að koma barninu og fjölskyldu þess aftur á sporið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa það að markmiði að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og að hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Barnaheill líta á það sem hlutverk sitt að tala máli barna og hvetja því samfélagið allt til að líta jákvæðum augum á þau tækifæri sem geta falist í að vera veittur stuðningur frá barnaverndarkerfinu. Við vitum það öll sem reynt höfum, að það er ekki leikur einn að ala upp barn. Við erum misjafnlega sett hvað varðar félagslega, fjárhagslega eða heilsufarslega stöðu. Sumir hafa óþétt stuðningsnet og geta illa fengið aðstoð í uppeldishlutverki sínu. Sá stuðningur sem býðst þegar starfsfólk barnaverndarnefndar gerir vart við sig ætti vitanlega að þykja kærkominn og opna leiðir að nýjum tækifærum til að skapa barni gott og heilbrigt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Margir líta svo á að eitt það versta sem geti gerst í lífi foreldra sé að vera tilkynntir til barnaverndarnefndar. Með því sé því lýst yfir að foreldri eða aðstandandi sé ekki fær um að sinna hlutverki sínu gagnvart barni og því fylgi fordæming og skömm. Það er ákaflega mikilvægt að minna á með reglubundnum hætti hver tilgangur með lagalegri tilkynningaskyldu til barnaverndarnefndar er. Tilkynning er ekki kæra, heldur beiðni um að barni og fjölskyldu þess verði veitt aðstoð. Tilkynnandi kann að hafa hugboð um að barn sé í aðstæðum sem eru ekki góðar fyrir það, það fái ekki þann stuðning og atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist og mikilvægt sé að koma því til aðstoðar. Það er því af umhyggju fyrir barninu, en ekki af óvild við foreldrana sem langflestar tilkynningar berast til barnaverndarnefnda. Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki dómur yfir frammistöðu aðstandenda barnsins. Við skyldum miklu fremur einblína á að barni berist aðstoð í aðstæðum sem taldar eru á einhvern hátt óheppilegar eða óheilbrigðar barninu. Hér skyldi ekki einblínt á það við hvern sé að sakast, heldur að aðstæður hafi þróast á þann veg að gera þurfi ráðstafanir til að koma barninu og fjölskyldu þess aftur á sporið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa það að markmiði að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og að hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Barnaheill líta á það sem hlutverk sitt að tala máli barna og hvetja því samfélagið allt til að líta jákvæðum augum á þau tækifæri sem geta falist í að vera veittur stuðningur frá barnaverndarkerfinu. Við vitum það öll sem reynt höfum, að það er ekki leikur einn að ala upp barn. Við erum misjafnlega sett hvað varðar félagslega, fjárhagslega eða heilsufarslega stöðu. Sumir hafa óþétt stuðningsnet og geta illa fengið aðstoð í uppeldishlutverki sínu. Sá stuðningur sem býðst þegar starfsfólk barnaverndarnefndar gerir vart við sig ætti vitanlega að þykja kærkominn og opna leiðir að nýjum tækifærum til að skapa barni gott og heilbrigt líf.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun