Þrennuveturinn mikli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2014 06:00 Emil Barja, Pavel Ermolinskij og Matthías Orri Sigurðarson. Fréttablaðið hefur eins og aðrir fjölmiðlar verið duglegt að segja frá þrennuafrekum íslenskra körfuboltamanna enda hefur verið full ástæða til. Þetta hefur verið algjört mettímabil og það sem gleður enn fleiri er að það eru íslensku strákarnir sem leiða þessa miklu sókn í þreföldum tvennum. Metið féll ekki bara því það kolféll og eftir lokaumferðina á sunnudagskvöldið varð það loks ljóst að gamla metið hafði verið slegið um heilar tíu þrennur. Gamla metið var sjö þrennur á einu tímabili eða jafnmargar og Pavel Ermonlinskij náði einn og sér í þessum 22 umferðum Dominos-deildarinnar í vetur. Það setur þessar sautján þrennur í enn frekara samhengi að það voru jafnmargar þrennur á þessu tímabili eins og fjögur undanfarin tímabil til samans.Þrennuvaktin á karfan.is Hvort sem það var Hörður Tulinius sem kveikti í strákunum með þrennuvaktinni á karfan.is eða eitthvað annað þá var mikið líf í baráttunni um þrennukóng Dominos-deildarinnar á leiktíðinni. Endasprettur Pavels Ermonlinskij sýndi þó ungu strákunum Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Emil Barja að þeir eiga enn þá aðeins í land með að eiga eitthvað í „Herra þrennu“ í íslenskum körfubolta. Það var samt skemmtilegast við þessa baráttu að þarna voru þrír íslenskir leikstjórnendur að sýna fjölhæfni sína og nýttu sér aukið mikilvægi íslensku leikmannanna nú þegar aðeins einn Bandaríkjamaður var leyfður í deildinni.Fyrsta þrennan 25 ára Þrefaldar tvennur þekktust ekki fyrstu tíu tímabilin í úrvalsdeild karla og sú fyrsta datt ekki inn fyrr en fyrir rúmum 25 árum. Hinn 20. október 1988 er því merkilegur dagur í sögu úrvalsdeildar karla. Þá varð Keflvíkingurinn Magnús Ívar Guðfinnsson fyrstur til að ná þrennu í leik. Magnús var þá með 17 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta í sigri í Keflavík. Keflvíkingar áttu báðar þrennurnar þetta tímabil, því fyrstu hefðbundnu þrennunni í úrvalsdeild karla náði Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason í leik á móti KR 17. nóvember 1988 þegar hann var með 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.Milton Bell, sem lék með Skagamönnum tímabilið 1995-96, varð fyrsti leikmaðurinn til að ná tveimur þrennum á sama tímabili en því náði hann með tíu daga millibili í nóvember 1995. Pavel Ermonlinskij var hins vegar fyrsti Íslendingurinn til að ná því þegar hann spilaði seinni hluta 2009-2010 tímabilsins með KR-liðinu. Pavel Ermonlinskij var með fimm þrennur síðasta tímabil sitt í úrvalsdeildinni (2010-11) og sló því sitt eigið met með því að ná sjö slíkum. Bæði Emil Barja (3. sæti með 4) og Matthías Orri Sigurðarson (4. til 8. sæti með 3) komust inn á topp fjögur á listanum með frammistöðu sinni í vetur.Emil komst líka í sögubækurnar Fram undan er úrslitakeppnin þar sem Pavel og Emil gætu bætt við „þrennuafrek“ sín en tímabilið hjá Matthíasi er hins vegar á enda. Bæði Pavel og Emil náðu þrennum á móti mótherjum sínum í átta liða úrslitunum, þar á meðal Pavel í báðum leikjum KR við Snæfell. Emil náði hins vegar þrennu í seinni leiknum á móti Njarðvík og í leiknum á eftir setti hann sinn stimpil í sögubókina með því að vera fyrstur í sögunni til að ná þrennu á móti báðum Reykjanesbæjarliðunum á sömu leiktíð. Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Fréttablaðið hefur eins og aðrir fjölmiðlar verið duglegt að segja frá þrennuafrekum íslenskra körfuboltamanna enda hefur verið full ástæða til. Þetta hefur verið algjört mettímabil og það sem gleður enn fleiri er að það eru íslensku strákarnir sem leiða þessa miklu sókn í þreföldum tvennum. Metið féll ekki bara því það kolféll og eftir lokaumferðina á sunnudagskvöldið varð það loks ljóst að gamla metið hafði verið slegið um heilar tíu þrennur. Gamla metið var sjö þrennur á einu tímabili eða jafnmargar og Pavel Ermonlinskij náði einn og sér í þessum 22 umferðum Dominos-deildarinnar í vetur. Það setur þessar sautján þrennur í enn frekara samhengi að það voru jafnmargar þrennur á þessu tímabili eins og fjögur undanfarin tímabil til samans.Þrennuvaktin á karfan.is Hvort sem það var Hörður Tulinius sem kveikti í strákunum með þrennuvaktinni á karfan.is eða eitthvað annað þá var mikið líf í baráttunni um þrennukóng Dominos-deildarinnar á leiktíðinni. Endasprettur Pavels Ermonlinskij sýndi þó ungu strákunum Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Emil Barja að þeir eiga enn þá aðeins í land með að eiga eitthvað í „Herra þrennu“ í íslenskum körfubolta. Það var samt skemmtilegast við þessa baráttu að þarna voru þrír íslenskir leikstjórnendur að sýna fjölhæfni sína og nýttu sér aukið mikilvægi íslensku leikmannanna nú þegar aðeins einn Bandaríkjamaður var leyfður í deildinni.Fyrsta þrennan 25 ára Þrefaldar tvennur þekktust ekki fyrstu tíu tímabilin í úrvalsdeild karla og sú fyrsta datt ekki inn fyrr en fyrir rúmum 25 árum. Hinn 20. október 1988 er því merkilegur dagur í sögu úrvalsdeildar karla. Þá varð Keflvíkingurinn Magnús Ívar Guðfinnsson fyrstur til að ná þrennu í leik. Magnús var þá með 17 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta í sigri í Keflavík. Keflvíkingar áttu báðar þrennurnar þetta tímabil, því fyrstu hefðbundnu þrennunni í úrvalsdeild karla náði Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason í leik á móti KR 17. nóvember 1988 þegar hann var með 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.Milton Bell, sem lék með Skagamönnum tímabilið 1995-96, varð fyrsti leikmaðurinn til að ná tveimur þrennum á sama tímabili en því náði hann með tíu daga millibili í nóvember 1995. Pavel Ermonlinskij var hins vegar fyrsti Íslendingurinn til að ná því þegar hann spilaði seinni hluta 2009-2010 tímabilsins með KR-liðinu. Pavel Ermonlinskij var með fimm þrennur síðasta tímabil sitt í úrvalsdeildinni (2010-11) og sló því sitt eigið met með því að ná sjö slíkum. Bæði Emil Barja (3. sæti með 4) og Matthías Orri Sigurðarson (4. til 8. sæti með 3) komust inn á topp fjögur á listanum með frammistöðu sinni í vetur.Emil komst líka í sögubækurnar Fram undan er úrslitakeppnin þar sem Pavel og Emil gætu bætt við „þrennuafrek“ sín en tímabilið hjá Matthíasi er hins vegar á enda. Bæði Pavel og Emil náðu þrennum á móti mótherjum sínum í átta liða úrslitunum, þar á meðal Pavel í báðum leikjum KR við Snæfell. Emil náði hins vegar þrennu í seinni leiknum á móti Njarðvík og í leiknum á eftir setti hann sinn stimpil í sögubókina með því að vera fyrstur í sögunni til að ná þrennu á móti báðum Reykjanesbæjarliðunum á sömu leiktíð.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira