Atlaga að almannaréttinum Stefán Þórsson skrifar 10. desember 2014 07:00 Nú bíður frumvarp ráðherra ferðamála, um náttúrupassa handa Íslendingum, þess að verða lagt fram á Alþingi. Það er ótrúlegt að þessi hugmynd skuli hafa náð svona langt, þar sem hún stríðir gegn heilbrigðri skynsemi og lögbundnum rétti almennings til umgengni við sitt eigið land. Það er með ólíkindum að láta sér detta það í hug að skerða almannaréttinn, til þess að bæta fyrir traðk erlendra ferðamanna og þess gullæðis sem fylgir ferðaþjónustunni. Sú atvinnugrein bjó til þetta vandamál, sem almenningur á nú að gjalda fyrir. Ekki bara með sérstökum skatti, heldur einnig einskonar reisupassa.Í trássi við lög Til að bæta gráu ofan á svart, þá hefur ráðherra ferðamála sagt að „passinn“ muni gilda á völdum svæðum í eigu ríkis og sveitarfélaga, en einkaaðilar geti áfram rukkað inn á sín lönd. Það virðist skipta ráðherrann litlu máli þótt það sé í trássi við lög. Veit ráðherra kannski ekki að bæði umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa gefið út þá yfirlýsingu að gjaldtaka Kerfélagsins í Grímsnesi sé ólögleg? Einnig hefur einn fróðasti lögfræðingur landsins, á sviði umhverfisréttar, sagt að sú gjaldtaka sé ólögmæt. Samningur við Umhverfisstofnun er nefnilega ekki til staðar, en hann er forsenda gjaldtöku. Ekki mun vera mikill áhugi hjá Kerfélaginu fyrir slíkum samningi, þar sem engar arðgreiðslur eru mögulegar. Öllum tekjum skal hinsvegar varið til uppbyggingar svæðisins. Almannahagsmunir eru greinilega ekki leiðarljós ráðherra í þessum málum, þar sem hún hefur ítrekað lagt blessun sína yfir athæfi Kerfélagsins. Hvenær má svo vænta þess að Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið sinni skyldum sínum og beiti sér gegn þessum lögbrotum Kerfélagsins?Fordæmalaus náttúrupassi Árið 2013 vann Ráðgjafafyrirtækið Alta, að beiðni Ferðamálastofu, skýrslu til að varpa ljósi á það hvernig afla mætti tekna til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða. Í skýrslunni er m.a. fjallað um brottfarar- og komugjöld og stendur þar orðrétt: „þessi gjaldtökuleið er að öllum líkindum bæði raunhæf og fremur einföld til notkunar hér á landi.“ Einnig er fjallað um náttúrupassann og stendur þar orðrétt: „Ekki er vitað til þess að erlendis sé að finna beina samsvörun við þetta fyrirkomulag á aðgangi að náttúrusvæðum sem unnt er að styðjast við.“ Sem sagt, hvergi annars staðar fyrirfinnst sú firra að almenningur gangi með passa fyrir aðgang að eigin landi, og stangast það beint á við rétt almennings hér á Íslandi. Væntanlega er það einnig ástæðan fyrir því að „náttúrupassa“ er ekki að finna í öðrum löndum. Árið 2009 skipaði fjármálaráðherra nefnd um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu. Í áliti sínu mælti nefndin með gistináttagjaldi eða blandaðri leið gistináttagjalds og farþegagjalds. Hvaða ástæður skyldu liggja að baki þeirri ákvörðun Ragnheiðar Elínar að hafna þessum faglegu niðurstöðum og heimta náttúrupassa? Einnig má geta þess að öll ferða- og útivistarfélög leggjast gegn passanum, ásamt samtökum ferðaþjónustunnar.Höfðað til sektarkenndar Náttúrupassinn hlýtur að vera fullkomið brot á almannaréttinum, þar sem Íslendingum verður meinaður aðgangur að þeim svæðum sem krefjast „passans“, þ.e.a.s þeim sem neita að greiða fyrir hann. Ég er handviss um að flestallir Íslendingar myndu samþykkja að ríkissjóður veitti meira fé til náttúruverndar, en það er með eindæmum ómerkilegt að höfða til sektarkenndar fólks, ef það vill ekki kaupa náttúrupassa ferðamálaráðherra. Gefum okkur það, að þetta verði að raunveruleika. Hvaða tryggingu hefðu landsmenn gegn stöðugri fjölgun svæða sem væru „passaskyld“. Slíka þróun gæti verið erfitt að stöðva. Þetta er kannski svartsýni, en það hljóta allir að sjá hve galið það væri að veita einhverri stofnun heimild til þess að ákveða hvar fólk má vera, án einhverskonar passa, sem gæti þess vegna tvöfaldast í verði þriðja hvert ár. Hversu margir öryggisverðir verða í vinnu við „passaskoðun“? Verða þeir í sjálfboðavinnu? Enginn passi – enginn aðgangur. Þetta er ekkert annað en atlaga að almannaréttinum, það sér allt hugsandi fólk.Getulausar stofnanir Nú telur umhverfisráðuneytið, að náttúrupassinn skerði ekki almannarétt. Sama ráðuneyti og lætur lögbrot Kerfélagsins í Grímsnesi óáreitt, jafnvel eftir að hafa gefið út yfirlýsingu um ólögmæti þeirrar miðasölu, sbr. fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur þingkonu, nú fyrir skömmu. Hvers vegna stendur þetta ráðuneyti ekki vörð um almannahagsmuni? Hið sama má segja um Umhverfisstofnun. Það er sorglegt að almenningur skuli sitja uppi með getulausar stofnanir og vanhæfa ráðherra, á sama tíma og sjálftökumenn með posavélar skjóta upp kollinum um land allt. Óánægja fólks með náttúrupassann snýst ekki um fimmhundruð kall á ári, heldur þá atlögu að almannaréttinum sem honum fylgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú bíður frumvarp ráðherra ferðamála, um náttúrupassa handa Íslendingum, þess að verða lagt fram á Alþingi. Það er ótrúlegt að þessi hugmynd skuli hafa náð svona langt, þar sem hún stríðir gegn heilbrigðri skynsemi og lögbundnum rétti almennings til umgengni við sitt eigið land. Það er með ólíkindum að láta sér detta það í hug að skerða almannaréttinn, til þess að bæta fyrir traðk erlendra ferðamanna og þess gullæðis sem fylgir ferðaþjónustunni. Sú atvinnugrein bjó til þetta vandamál, sem almenningur á nú að gjalda fyrir. Ekki bara með sérstökum skatti, heldur einnig einskonar reisupassa.Í trássi við lög Til að bæta gráu ofan á svart, þá hefur ráðherra ferðamála sagt að „passinn“ muni gilda á völdum svæðum í eigu ríkis og sveitarfélaga, en einkaaðilar geti áfram rukkað inn á sín lönd. Það virðist skipta ráðherrann litlu máli þótt það sé í trássi við lög. Veit ráðherra kannski ekki að bæði umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa gefið út þá yfirlýsingu að gjaldtaka Kerfélagsins í Grímsnesi sé ólögleg? Einnig hefur einn fróðasti lögfræðingur landsins, á sviði umhverfisréttar, sagt að sú gjaldtaka sé ólögmæt. Samningur við Umhverfisstofnun er nefnilega ekki til staðar, en hann er forsenda gjaldtöku. Ekki mun vera mikill áhugi hjá Kerfélaginu fyrir slíkum samningi, þar sem engar arðgreiðslur eru mögulegar. Öllum tekjum skal hinsvegar varið til uppbyggingar svæðisins. Almannahagsmunir eru greinilega ekki leiðarljós ráðherra í þessum málum, þar sem hún hefur ítrekað lagt blessun sína yfir athæfi Kerfélagsins. Hvenær má svo vænta þess að Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið sinni skyldum sínum og beiti sér gegn þessum lögbrotum Kerfélagsins?Fordæmalaus náttúrupassi Árið 2013 vann Ráðgjafafyrirtækið Alta, að beiðni Ferðamálastofu, skýrslu til að varpa ljósi á það hvernig afla mætti tekna til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða. Í skýrslunni er m.a. fjallað um brottfarar- og komugjöld og stendur þar orðrétt: „þessi gjaldtökuleið er að öllum líkindum bæði raunhæf og fremur einföld til notkunar hér á landi.“ Einnig er fjallað um náttúrupassann og stendur þar orðrétt: „Ekki er vitað til þess að erlendis sé að finna beina samsvörun við þetta fyrirkomulag á aðgangi að náttúrusvæðum sem unnt er að styðjast við.“ Sem sagt, hvergi annars staðar fyrirfinnst sú firra að almenningur gangi með passa fyrir aðgang að eigin landi, og stangast það beint á við rétt almennings hér á Íslandi. Væntanlega er það einnig ástæðan fyrir því að „náttúrupassa“ er ekki að finna í öðrum löndum. Árið 2009 skipaði fjármálaráðherra nefnd um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu. Í áliti sínu mælti nefndin með gistináttagjaldi eða blandaðri leið gistináttagjalds og farþegagjalds. Hvaða ástæður skyldu liggja að baki þeirri ákvörðun Ragnheiðar Elínar að hafna þessum faglegu niðurstöðum og heimta náttúrupassa? Einnig má geta þess að öll ferða- og útivistarfélög leggjast gegn passanum, ásamt samtökum ferðaþjónustunnar.Höfðað til sektarkenndar Náttúrupassinn hlýtur að vera fullkomið brot á almannaréttinum, þar sem Íslendingum verður meinaður aðgangur að þeim svæðum sem krefjast „passans“, þ.e.a.s þeim sem neita að greiða fyrir hann. Ég er handviss um að flestallir Íslendingar myndu samþykkja að ríkissjóður veitti meira fé til náttúruverndar, en það er með eindæmum ómerkilegt að höfða til sektarkenndar fólks, ef það vill ekki kaupa náttúrupassa ferðamálaráðherra. Gefum okkur það, að þetta verði að raunveruleika. Hvaða tryggingu hefðu landsmenn gegn stöðugri fjölgun svæða sem væru „passaskyld“. Slíka þróun gæti verið erfitt að stöðva. Þetta er kannski svartsýni, en það hljóta allir að sjá hve galið það væri að veita einhverri stofnun heimild til þess að ákveða hvar fólk má vera, án einhverskonar passa, sem gæti þess vegna tvöfaldast í verði þriðja hvert ár. Hversu margir öryggisverðir verða í vinnu við „passaskoðun“? Verða þeir í sjálfboðavinnu? Enginn passi – enginn aðgangur. Þetta er ekkert annað en atlaga að almannaréttinum, það sér allt hugsandi fólk.Getulausar stofnanir Nú telur umhverfisráðuneytið, að náttúrupassinn skerði ekki almannarétt. Sama ráðuneyti og lætur lögbrot Kerfélagsins í Grímsnesi óáreitt, jafnvel eftir að hafa gefið út yfirlýsingu um ólögmæti þeirrar miðasölu, sbr. fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur þingkonu, nú fyrir skömmu. Hvers vegna stendur þetta ráðuneyti ekki vörð um almannahagsmuni? Hið sama má segja um Umhverfisstofnun. Það er sorglegt að almenningur skuli sitja uppi með getulausar stofnanir og vanhæfa ráðherra, á sama tíma og sjálftökumenn með posavélar skjóta upp kollinum um land allt. Óánægja fólks með náttúrupassann snýst ekki um fimmhundruð kall á ári, heldur þá atlögu að almannaréttinum sem honum fylgir.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun