Að ganga erinda náttúrunnar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Ögmundur Jónasson ritaði pistil í gær hér í Fréttablaðið um frumvarp ríkisstjórnarinnar um náttúrupassa. Andstaða Ögmundar kom reyndar ekki á óvart, hann hefur lagst eindregið gegn allri gjaldtöku inn á ferðamannastaði og því skyldi annað vera uppi á teningnum nú? Þessi afstaða Ögmundar væri kannski skiljanleg ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Ögmundur var einn þeirra sem samþykktu frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, til náttúruverndarlaga á síðasta ári. Þar segir í 92. grein: „Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Með öðrum orðum, Ögmundur studdi frumvarp sem heimilaði að rukkað yrði fyrir aðgang t.a.m. að Þingvöllum, sem hann hefur sérstaklega gert að umtalsefni. Ögmundi er auðvitað frjálst að skipta um skoðun síðan hann samþykkti þetta lagaákvæði. Þessi heimild hefur reyndar verið í lögum allt frá árinu 1999 og því heimilt samkvæmt lögum að takmarka aðgang að svæðum með gjaldtöku, ekki bara í umræddum náttúruverndarlögum heldur einnig í þremur öðrum lagabálkum. En varla skiptir það Ögmund þá máli að heimildin sé nýtt með náttúrupassa frekar en í innheimtuhliði við innganginn að Þingvöllum? Það kom fátt á óvart í grein Ögmundar – en það sem er vont að sitja undir eru ávirðingar hans um að ég sé að láta eftir vilja einstakra fyrirtækja eða hagsmunaaðila. Ögmundur hefði þá átt að nefna björgunarsveitir landsins í þeirri upptalningu, en með frumvarpinu er gert ráð fyrir beinum fjárframlögum til þeirra sem fá í síauknum mæli verkefni við björgun ferðafólks samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar. Því fer fjarri að gengið sé erinda ákveðinna hópa. Náttúrupassinn gerir það einmitt að verkum að hann leggst ekki á einn afmarkaðan anga ferðaþjónustunnar, heldur aðeins á þá einstaklinga sem kjósa að heimsækja vinsæla ferðamannastaði. Það eina sem hefur vakað fyrir mér frá því málið kom upp er að vernda náttúruna – „vöruna“ sem um 80% erlendra ferðamanna segjast koma til að upplifa. Ég ætla ekki að fara fram á margt við Ögmund í þessari umræðu, en bið hann þó um það lítilræði að halda sig við málefnin og að tala út frá staðreyndum. Þannig gætum við jafnvel talað okkur niður á sameiginlega lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson ritaði pistil í gær hér í Fréttablaðið um frumvarp ríkisstjórnarinnar um náttúrupassa. Andstaða Ögmundar kom reyndar ekki á óvart, hann hefur lagst eindregið gegn allri gjaldtöku inn á ferðamannastaði og því skyldi annað vera uppi á teningnum nú? Þessi afstaða Ögmundar væri kannski skiljanleg ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Ögmundur var einn þeirra sem samþykktu frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, til náttúruverndarlaga á síðasta ári. Þar segir í 92. grein: „Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Með öðrum orðum, Ögmundur studdi frumvarp sem heimilaði að rukkað yrði fyrir aðgang t.a.m. að Þingvöllum, sem hann hefur sérstaklega gert að umtalsefni. Ögmundi er auðvitað frjálst að skipta um skoðun síðan hann samþykkti þetta lagaákvæði. Þessi heimild hefur reyndar verið í lögum allt frá árinu 1999 og því heimilt samkvæmt lögum að takmarka aðgang að svæðum með gjaldtöku, ekki bara í umræddum náttúruverndarlögum heldur einnig í þremur öðrum lagabálkum. En varla skiptir það Ögmund þá máli að heimildin sé nýtt með náttúrupassa frekar en í innheimtuhliði við innganginn að Þingvöllum? Það kom fátt á óvart í grein Ögmundar – en það sem er vont að sitja undir eru ávirðingar hans um að ég sé að láta eftir vilja einstakra fyrirtækja eða hagsmunaaðila. Ögmundur hefði þá átt að nefna björgunarsveitir landsins í þeirri upptalningu, en með frumvarpinu er gert ráð fyrir beinum fjárframlögum til þeirra sem fá í síauknum mæli verkefni við björgun ferðafólks samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar. Því fer fjarri að gengið sé erinda ákveðinna hópa. Náttúrupassinn gerir það einmitt að verkum að hann leggst ekki á einn afmarkaðan anga ferðaþjónustunnar, heldur aðeins á þá einstaklinga sem kjósa að heimsækja vinsæla ferðamannastaði. Það eina sem hefur vakað fyrir mér frá því málið kom upp er að vernda náttúruna – „vöruna“ sem um 80% erlendra ferðamanna segjast koma til að upplifa. Ég ætla ekki að fara fram á margt við Ögmund í þessari umræðu, en bið hann þó um það lítilræði að halda sig við málefnin og að tala út frá staðreyndum. Þannig gætum við jafnvel talað okkur niður á sameiginlega lausn.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar