Að ganga erinda náttúrunnar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Ögmundur Jónasson ritaði pistil í gær hér í Fréttablaðið um frumvarp ríkisstjórnarinnar um náttúrupassa. Andstaða Ögmundar kom reyndar ekki á óvart, hann hefur lagst eindregið gegn allri gjaldtöku inn á ferðamannastaði og því skyldi annað vera uppi á teningnum nú? Þessi afstaða Ögmundar væri kannski skiljanleg ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Ögmundur var einn þeirra sem samþykktu frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, til náttúruverndarlaga á síðasta ári. Þar segir í 92. grein: „Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Með öðrum orðum, Ögmundur studdi frumvarp sem heimilaði að rukkað yrði fyrir aðgang t.a.m. að Þingvöllum, sem hann hefur sérstaklega gert að umtalsefni. Ögmundi er auðvitað frjálst að skipta um skoðun síðan hann samþykkti þetta lagaákvæði. Þessi heimild hefur reyndar verið í lögum allt frá árinu 1999 og því heimilt samkvæmt lögum að takmarka aðgang að svæðum með gjaldtöku, ekki bara í umræddum náttúruverndarlögum heldur einnig í þremur öðrum lagabálkum. En varla skiptir það Ögmund þá máli að heimildin sé nýtt með náttúrupassa frekar en í innheimtuhliði við innganginn að Þingvöllum? Það kom fátt á óvart í grein Ögmundar – en það sem er vont að sitja undir eru ávirðingar hans um að ég sé að láta eftir vilja einstakra fyrirtækja eða hagsmunaaðila. Ögmundur hefði þá átt að nefna björgunarsveitir landsins í þeirri upptalningu, en með frumvarpinu er gert ráð fyrir beinum fjárframlögum til þeirra sem fá í síauknum mæli verkefni við björgun ferðafólks samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar. Því fer fjarri að gengið sé erinda ákveðinna hópa. Náttúrupassinn gerir það einmitt að verkum að hann leggst ekki á einn afmarkaðan anga ferðaþjónustunnar, heldur aðeins á þá einstaklinga sem kjósa að heimsækja vinsæla ferðamannastaði. Það eina sem hefur vakað fyrir mér frá því málið kom upp er að vernda náttúruna – „vöruna“ sem um 80% erlendra ferðamanna segjast koma til að upplifa. Ég ætla ekki að fara fram á margt við Ögmund í þessari umræðu, en bið hann þó um það lítilræði að halda sig við málefnin og að tala út frá staðreyndum. Þannig gætum við jafnvel talað okkur niður á sameiginlega lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson ritaði pistil í gær hér í Fréttablaðið um frumvarp ríkisstjórnarinnar um náttúrupassa. Andstaða Ögmundar kom reyndar ekki á óvart, hann hefur lagst eindregið gegn allri gjaldtöku inn á ferðamannastaði og því skyldi annað vera uppi á teningnum nú? Þessi afstaða Ögmundar væri kannski skiljanleg ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Ögmundur var einn þeirra sem samþykktu frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, til náttúruverndarlaga á síðasta ári. Þar segir í 92. grein: „Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Með öðrum orðum, Ögmundur studdi frumvarp sem heimilaði að rukkað yrði fyrir aðgang t.a.m. að Þingvöllum, sem hann hefur sérstaklega gert að umtalsefni. Ögmundi er auðvitað frjálst að skipta um skoðun síðan hann samþykkti þetta lagaákvæði. Þessi heimild hefur reyndar verið í lögum allt frá árinu 1999 og því heimilt samkvæmt lögum að takmarka aðgang að svæðum með gjaldtöku, ekki bara í umræddum náttúruverndarlögum heldur einnig í þremur öðrum lagabálkum. En varla skiptir það Ögmund þá máli að heimildin sé nýtt með náttúrupassa frekar en í innheimtuhliði við innganginn að Þingvöllum? Það kom fátt á óvart í grein Ögmundar – en það sem er vont að sitja undir eru ávirðingar hans um að ég sé að láta eftir vilja einstakra fyrirtækja eða hagsmunaaðila. Ögmundur hefði þá átt að nefna björgunarsveitir landsins í þeirri upptalningu, en með frumvarpinu er gert ráð fyrir beinum fjárframlögum til þeirra sem fá í síauknum mæli verkefni við björgun ferðafólks samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar. Því fer fjarri að gengið sé erinda ákveðinna hópa. Náttúrupassinn gerir það einmitt að verkum að hann leggst ekki á einn afmarkaðan anga ferðaþjónustunnar, heldur aðeins á þá einstaklinga sem kjósa að heimsækja vinsæla ferðamannastaði. Það eina sem hefur vakað fyrir mér frá því málið kom upp er að vernda náttúruna – „vöruna“ sem um 80% erlendra ferðamanna segjast koma til að upplifa. Ég ætla ekki að fara fram á margt við Ögmund í þessari umræðu, en bið hann þó um það lítilræði að halda sig við málefnin og að tala út frá staðreyndum. Þannig gætum við jafnvel talað okkur niður á sameiginlega lausn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun