Skoðun

Krabbameinsforvarnir

Jóhannes V. Reynisson skrifar
Krabbameinsforvarnir hafa verið skipulagðar og framkvæmdar fyrir konur á síðustu 50-60 árum með góðum árangri. Byrjað var á skipulegri leit að leghálskrabbameini skömmu eftir 1960. Síðan var skipulögð leit að brjóstakrabbameini á frumstigi með röntgenskoðun á brjóstum kvenna.

Á Íslandi er nú framkvæmd skipulögð bólusetning stúlkna á unglingsaldri gegn smitun á herpes papilloma virus (HPV) sem talið er óyggjandi að geti valdið krabbameini í leghálsi kvenna.

Á síðustu árum hefur legið fyrir að dánartíðni af völdum krabbameina er hærri meðal karla en kvenna á Íslandi. Samt sem áður er engin leit gerð að krabbameini á frumstigi meðal karlmanna.

Hvers vegna hafa engar rannsóknir beinst að því að greina algengustu krabbamein í körlum á læknanlegu byrjunarstigi?

Er það vegna áhugaleysis kvenna til að stuðla að slíkri leit?

Eða er það vegna kæruleysis karla gagnvart eigin heilsu og lífi?

Hvernig stendur á því að vísindamenn og hinir fjölmörgu rannsakendur á krabbameini hafa ekki fundið árangursríka og einfalda leið til að finna krabbamein á byrjunarstigi hjá körlum, t.d. blöðruhálskirtilskrabbameini, einmitt í þeim tilgangi að fækka þeim u.þ.b. 50 dauðsföllum sem verða árlega á Íslandi vegna blöðruhálskirtilskrabbameins?




Skoðun

Sjá meira


×