McGinley: Erfitt að skilja Donald eftir heima Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2014 22:30 Paul McGinley tilkynnti lið Evrópu í dag. vísir/getty Paul McGinley, fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, tilkynnti í dag evrópska liðið og um leið þá þrjá kylfinga sem hann valdi með fyrirliðavalréttinum. McGinley valdi Englendingana Lee Westwood, sem hefur verið að spila mun betur upp á síðkastið, og IanPoulter auk Skotans StephensGallachers sem er nýliði. Gallacher hafnaði í þriðja sæti á opna ítalska meistaramótinu um helgina sem McGinley sagði á blaðamannafundi í dag hafa farið langt með að tryggja honum sætið. Gallacher hefði hirt síðasta sjálfkrafa sætið í evrópska liðinu af Norður-Íranum GraemeMcDowell hefði hann náð öðru sæti á mótinu og því fannst fyrirliðanum hann eiga það skilið að þreyta frumraun sína að þessu sinni. Þetta allt saman þýddi að McGinley þurfti að skilja Englendinginn LukeDonald eftir heima, en hann hefur verið einn besti kylfingurinn í Ryder-bikarnum undanfarin ár. Donald var í sigurliði Evrópu á Medinha-vellinum fyrir tveimur árum og hefur unnið 10,5 stig af 15 mögulegum síðan hann tók fyrst þátt árið 2004.Luke Donald horfir á Ryder-bikarinn í sjónvarpinu.vísir/gettyDonald hefur aftur á móti átt skelfilegt ár og aðeins hafnað á meðal 35 efstu einu sinni á síðustu níu mótum sem hann hefur tekið þátt í. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir margra hluta sakir,“ sagði McGinley um ástæðu þess að hann valdi ekki Donald í liðið. „Samband mitt við Luke er mjög náið. Hann hefur spilað í öllum Ryder-bikurum sem ég hef tekið þátt í nema árið 2008 þegar við vorum hvorugir með. Við vorum saman í liði bæði 20024 og 2006 og ég var svo varafyrirliði liðsnis 2010 og 2012.“ „Árangur hans í Ryder-bikarnum talar fyrir sig sjálfur og ég velkist ekki í vafa um að hann eigi eftir að keppa oft í honum. Þetta var erfið ákvörðun, en ég varð að taka hana með velferð evrópska liðsins í huga,“ sagði Paul McGinley.Ryder-bikarinn fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi 26.-28. september og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Paul McGinley, fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, tilkynnti í dag evrópska liðið og um leið þá þrjá kylfinga sem hann valdi með fyrirliðavalréttinum. McGinley valdi Englendingana Lee Westwood, sem hefur verið að spila mun betur upp á síðkastið, og IanPoulter auk Skotans StephensGallachers sem er nýliði. Gallacher hafnaði í þriðja sæti á opna ítalska meistaramótinu um helgina sem McGinley sagði á blaðamannafundi í dag hafa farið langt með að tryggja honum sætið. Gallacher hefði hirt síðasta sjálfkrafa sætið í evrópska liðinu af Norður-Íranum GraemeMcDowell hefði hann náð öðru sæti á mótinu og því fannst fyrirliðanum hann eiga það skilið að þreyta frumraun sína að þessu sinni. Þetta allt saman þýddi að McGinley þurfti að skilja Englendinginn LukeDonald eftir heima, en hann hefur verið einn besti kylfingurinn í Ryder-bikarnum undanfarin ár. Donald var í sigurliði Evrópu á Medinha-vellinum fyrir tveimur árum og hefur unnið 10,5 stig af 15 mögulegum síðan hann tók fyrst þátt árið 2004.Luke Donald horfir á Ryder-bikarinn í sjónvarpinu.vísir/gettyDonald hefur aftur á móti átt skelfilegt ár og aðeins hafnað á meðal 35 efstu einu sinni á síðustu níu mótum sem hann hefur tekið þátt í. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir margra hluta sakir,“ sagði McGinley um ástæðu þess að hann valdi ekki Donald í liðið. „Samband mitt við Luke er mjög náið. Hann hefur spilað í öllum Ryder-bikurum sem ég hef tekið þátt í nema árið 2008 þegar við vorum hvorugir með. Við vorum saman í liði bæði 20024 og 2006 og ég var svo varafyrirliði liðsnis 2010 og 2012.“ „Árangur hans í Ryder-bikarnum talar fyrir sig sjálfur og ég velkist ekki í vafa um að hann eigi eftir að keppa oft í honum. Þetta var erfið ákvörðun, en ég varð að taka hana með velferð evrópska liðsins í huga,“ sagði Paul McGinley.Ryder-bikarinn fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi 26.-28. september og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11